Rúss­a­rann­sókn­in sögð í hættu

Breyt­ing­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu eru til­raun til þess að binda enda á rann­sókn á meintu sam­ráði for­setafram­boðs Don­alds Trump við Rússa, segja Demó­krat­ar. Rúss­a­rann­sókn­in er sögð vera á loka­metr­un­um.

Fréttablaðið - - TÆKNI - NORDICPHOTOS/AFP thorgnyr@fretta­bla­did.is

Þótt mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um séu yf­ir­staðn­ar og kosn­inga­bar­áttu því lok­ið er ekki hægt að tala um að nein ró sé kom­in í banda­rísk stjórnmál. Í gær, á fyrsta degi eft­ir kosn­ing­ar, var til­kynnt að Don­ald Trump hefði far­ið fram á og feng­ið af­sögn dóms­mála­ráð­herr­ans Jeffs Sessi­ons.

Sam­band Trumps og Sessi­ons var satt best að segja eitr­að. Trump var óánægð­ur með að Sessi­ons hafi lýst sig van­hæf­an til þess að hafa um­sjón með rann­sókn Ro­berts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, á meintu sam­ráði for­setafram­boðs Trumps við rúss­nesk stjórn­völd um af­skipti Rússa af kosn­ing­un­um. Rann­sókn­ina sjálfa kall­ar Trump svindl og norna­veið­ar.

Matt­hew Whita­ker, starfs­manna­stjóri ráðu­neyt­is­ins, er nú starf­andi dóms­mála­ráð­herra. Sem slík­ur gæti hann, eða eft­ir­mað­ur hans, bund­ið enda á rann­sókn­ina eða tek­ið stjórn­ina af Rod Ro­sen­stein að­stoð­ar­dóms­mála­ráð­herra. Whita­ker hef­ur áð­ur sagt að rann­sókn­in sé á af­ar gráu svæði og þannig í raun tek­ið und­ir með Trump.

Demó­krat­ar, sem unnu meiri­hluta í full­trúa­deild­inni á þriðju­dag og geta þannig sett af stað rann­sókn­ir á meint­um brot­um for­set­ans, hafa stað­ið með Mu­ell­er og rann­sak­end­um hans. Nancy Pe­losi, sem lík­lega tek­ur aft­ur við embætti for­seta neðri deild­ar­inn­ar, sagði að brottrekst­ur Sessi­ons væri aug­ljós til­raun til þess

að losna við Mu­ell­er. Flokks­menn hafa kall­að eft­ir því að Whita­ker lýsi sig sömu­leið­is van­hæf­an en því ákalli hef­ur ekki ver­ið svar­að.

CNN greindi svo frá því í gær, og hafði eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­mönn­um, að teymi Mu­ell­ers sé byrj­að að skrifa loka­skýrslu rann­sókn­ar­inn­ar. Er því ljóst að rann­sókn­in er á loka­metr­un­um þótt vissu­lega sé eft­ir að loka ákveðn­um köfl­um. Stærsti hlut­inn snýr að störf­um Ro­gers St­one, ráð­gjafa Trumps, fyr­ir fram­boð­ið.

Rann­sókn­in er ekki eina um­deilda

mál gær­dags­ins í Banda­ríkj­un­um. Hvíta hús­ið ákvað að svipta Jim Acosta, frétta­mann CNN, blaða­mannapassa sín­um í Hvíta hús­ið og birti Sarah Sand­ers, upp­lýs­inga­full­trúi for­seta, mynd­band þar sem Acosta virt­ist slá til konu er hann átti í rifr­ildi við Trump á mið­viku­dag. Hins veg­ar hafði ver­ið átt við mynd­band­ið, að sögn banda­rískra miðla, og á því hrað­að svo Acosta virð­ist slá til kon­unn­ar. Út­gáf­an sem Sand­ers deildi er sögð kom­in frá sam­særis­kenn­inga­síð­unni In­fow­ars.

Þá á enn eft­ir að klára taln­ingu

at­kvæða í á öðr­um tug kjör­dæma. Til dæm­is hef­ur ekki ver­ið skor­ið úr um hverj­ir verða rík­is­stjór­ar Flórída og Georgíu sem og öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur frá Flórída og Arizona þótt Re­públi­kan­ar virð­ist reynd­ar lík­leg­ir til að taka öll þau sæti.

Jeff Sessi­ons og Don­ald Trump á með­an allt lék í lyndi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.