Ís­lensk­ur hlaup­ari tók ekki lest­ina til að klára mara­þon í New York

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - – oæg

Lest­ar­ferð ís­lenska hlaup­ar­ans Ívars Trausta Jósa­fats­son­ar ár­legu mara­þoni í New York borg vek­ur at­hygli banda­rískra fjöl­miðla.

Nokk­urs mis­skiln­ings gæt­ir um hvort Ív­ar hafi klár­að hlaup­ið og gert er nokk­uð góð­lát­legt grín að Ís­lend­ingn­um sem er jafn­vel hamp­að sem hetju fyr­ir að hafa tek­ið neð­anjarð­ar­lest í miðju hlaupi.

Í fyr­ir­sögn vef­mið­ils­ins The Daily Caller er sagt að „ís­lensk hetja taki neð­anjarð­ar­lest­ina til þess að klára New York mara­þon­ið“. Á vef­síð­unni Mar­at­hon In­vestigati­on er lát­ið að því liggja að Ív­ar hafi þóst klára hlaup­ið og tek­ið við verð­laun­um.

Í sam­tali við fretta­bla­did.is í gær kvaðst Ív­ar ekki hafa gert sér grein fyr­ir þeirri at­hygli sem mál­ið hafði vak­ið. Ógam­an væri að ýj­að væri að því að hann hefði haft rangt við.

„Ég togn­aði og varð því að hætta hlaupi og ákvað því að taka neð­anjarð­ar­lest­ina í rúm­an klukku­tíma á áfanga­stað. Mér finnst al­veg frá­bært að þetta hafi vak­ið at­hygli því þeg­ar ég var í lest­inni þá leið mér eins og ég væri að svindla,“sagð­ir Ív­ar sem kveðst ein­mitt hafa gant­ast með þetta við fólk í lest­inni og bent þeim á að taka mynd­ir af svindlar­an­um.

„Ég nátt­úru­lega fór ekk­ert í mark, held­ur fór ég á enda­punkt hlaups­ins til þess að ná í dót­ið mitt og sagði skipu­leggj­end­um hlaups­ins að ég hefði ekki klár­að, en þetta er mjög fynd­ið fyr­ir ut­an það,“sagði Ív­ar sem var að taka þátt í New York mara­þon­inu í fjórða skipti.

Ív­ar Trausti Jósa­fats­son í lest­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.