Nið­ur­fell­ing­in felld nið­ur

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - – gar

Bæj­ar­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um telja rangt hjá full­trú­um meiri­hluta Eyjalist­ans og H-lista að fara að kröf­um sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins og fella nið­ur af­slætti á fast­eigna­gjöld­um til eldri borg­ara.

„Á eng­um tíma­punkti var haft sam­ráð við bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins né þau upp­lýst um fyr­ir­ætl­aða upp­gjöf meiri­hlut­ans í hags­muna­bar­áttu fyr­ir bætt­um kjör­um eldri borg­ara gegn ósann­gjörn­um kröf­um rík­is­valds­ins,“seg­ir í bók­un Sjálf­stæð­is­manna í bæj­ar­stjórn á fimmtu­dag þar sem sam­þykkt var að fella nið­ur af­slætt­ina.

Mál­ið hafði ver­ið rætt í bæj­ar­ráði 17. októ­ber. Vís­að var í álit sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins um að ákvarð­an­ir þá­ver­andi meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna um nið­ur­fell­ingu fast­eigna­gjalda hjá íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins sjö­tíu ára og eldri hafi ekki stað­ist lög.

„Þetta hafi ver­ið gert þrátt fyr­ir að ólög­mæti þess hafi mátt vera bæj­ar­yf­ir­völd­um ljóst frá ár­inu 2012,“sagði í bók­un meiri­hlut­ans í bæj­ar­ráð­inu. Ráðu­neyt­ið hafi nú ver­ið upp­lýst „um að það sé full­ur vilji bæj­ar­yf­ir­valda að létta und­ir með elli­líf­eyr­is­þeg­um við að búa sem lengst í eig­in hús­næði“en að regl­um yrði breytt svo þær stæð­ust lög.

Á bæj­ar­stjórn­ar­fund­in­um á fimmtu­dag sögð­ust Sjálf­stæð­is­menn harma að full­trú­ar meiri­hlut­ans hefðu fyr­ir­gert rétti sveit­ar­fé­lags­ins til að ákvarða sjálft tekju­stofna. „Rík­is­vald­ið og sveit­ar­fé­lög eru tvö jafn­rétt­há stjórn­sýslu­stig og það er með öll­um máta óeðli­legt að rík­is­vald­ið krefj­ist þess að sveit­ar­fé­lög skatt­píni eldri borg­ara sína,“bók­uðu þeir.

Fram kom í um­ræð­um á bæj­ar­stjórn­ar­fund­in­um að ár­ið 2018 hefði 17 millj­ón­um króna ver­ið var­ið í að nið­ur­greiða fast­eigna­gjöld eldri borg­ar­anna í Eyj­um. Full­trú­ar meiri­hlut­ans sögð­ust ít­reka fyrri bók­an­ir um að þeir hafi full­an hug á að létta und­ir með eldri borg­ur­um þannig að þeir geti bú­ið sem lengst í eig­in hús­næði. Það yrði þó að vera í sam­ræmi við lög. Ráðu­neyt­ið hafi jafn­vel skoð­að að fella regl­urn­ar hjá Vest­manna­eyja­bæ úr gildi aft­ur­virkt þannig að þeir sem nutu nið­ur­fell­ing­ar hefðu þurft að borga aft­ur í tím­ann. Það hafi þó ekki orð­ið.

„Að auki lýsa bæj­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans furðu sinni á því að bæj­ar­full­trú­ar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þeg­ar aðr­ar leið­ir að sama marki eru fær­ar.“

Það er með öll­um máta óeðli­legt að rík­is­vald­ið krefj­ist þess að sveit­ar­fé­lög skatt­píni eldri borg­ara sína.

Bæj­ar­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.