Vilja stuðla að bætt­um skil­um á spilli­efn­um og raf­tækj­um

Tilrauna­verk­efn­ið Spilli­vagn­inn hófst form­lega í Reykja­vík í gær. Vagn­inn mun ferð­ast á milli hverfa borg­ar­inn­ar og taka á móti spilli­efn­um og raf­tækj­um frá heim­il­um. Deild­ar­stjóri hjá borg­inni seg­ir að mark­mið­ið sé að þess­um efn­um sé skil­að á rétt­an hátt

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - sig­hvat­ur@fretta­bla­did.is

„Ástæð­an fyr­ir því að við er­um að fara af stað með þetta verk­efni er sú að það er tal­ið að um 150 tonn af raf­tækj­um og spilli­efn­um hafi ver­ið urð­uð í Álfs­nesi í fyrra. Það er það magn sem kem­ur frá heim­il­um í Reykja­vík í gegn­um gráu tunn­urn­ar,“seg­ir Ey­gerð­ur Mar­grét­ar­dótt­ir, deild­ar­stjóri um­hverf­is- og úr­gangs­stjórn­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg, um tilrauna­verk­efn­ið Spilli­vagn­inn.

Verk­efn­ið hófst form­lega í gær þeg­ar Spilli­vagn­inn heim­sótti íbúa Laug­ar­dals og ná­grenn­is. Hann mun fram til 6. des­em­ber heim­sækja öll tíu hverfi borg­ar­inn­ar og geta borg­ar­bú­ar þá kom­ið með spilli­efni og smærri raf­tæki.

„Það eru mörg for­dæmi fyr­ir svona þjón­ustu er­lend­is og við horf­um með­al ann­ars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Banda­ríkj­un­um. Þetta er sam­starfs­verk­efni borg­ar­inn­ar, Sorpu og Efna­mót­tök­unn­ar en við von­umst til að fleiri sveit­ar­fé­lög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náð­ist ekki núna,“seg­ir Ey­gerð­ur.

Spilli­vagn­inn verð­ur svo aft­ur á ferð­inni í apríl og maí og mun fram­hald­ið ráð­ast af ár­angr­in­um. „Við von­umst til að um­ræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spilli­vagn­inn en líka að magn­ið sem er skil­að á end­ur­vinnslu­stöðv­arn­ar auk­ist. Þannig næði markmið verk­efn­is­ins fram að ganga sem er að spilli­efn­um og raf­tækj­um sé skil­að á rétt­an hátt. En auð­vit­að þurf­um við bara að reyna að nota sem minnst af þess­um efn­um.“

Ey­gerð­ur bend­ir á að um 15 tonn­um af spilli­efn­um hafi ver­ið hent í gráu tunn­urn­ar í Reykja­vík í fyrra. „Spilli­efni eru þau efni sem geta vald­ið skaða á um­hverfi og heilsu

Spilli­vagn­inn mun koma í öll hverfi borg­ar­inn­ar á næstu vik­um og aft­ur í vor.

manna. Þau leyn­ast víða á heim­il­um og kannski meira en marg­ur held­ur,“seg­ir Ey­gerð­ur.

Dæmi um spilli­efni eru þvotta- og hreinsi­efni, klór og stíflu­eyð­ir, raf­hlöð­ur, sótt­hreins­ar, lím, ljósa­per­ur, hita­mæl­ar, þynn­ar, lökk, sýr­ur, terpentína, til­bú­inn áburð­ur, ill­gres­is- og skor­dýra­eit­ur, raf­geym­ar, hreinsi­efni, bens­ín og ol­íu­máln­ing.

„Svo eru raf­tæki auð­vit­að allt í kring­um okk­ur. Sam­kvæmt töl­um frá Belg­íu eru 79 raf- og raf­einda­tæki að með­al­tali á hverju heim­ili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þeg­ar kem­ur að Spilli­vagn- in­um er­um við að horfa á minni raf­tæk­in sem enda því mið­ur oft í gráu tunn­unni,“seg­ir Ey­gerð­ur.

Hún bend­ir á að raf­tæki sem ann­að­hvort eru ónýt eða hafa þjón­að sín­um til­gangi sé að hluta til hægt að end­ur­nýta. „Í raf­tækj­um leyn­ast sjald­gæf hrá­efni eins og ál, kop­ar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rann­sókn­ir sýna að í hefð­bundn­um snjallsím­um eru 40 mis­mun­andi nýt­an­leg hrá­efni. Í öll­um snjallsím­um heims er 25 til 30 sinn­um meira magn af gulli held­ur en í stærstu gull­námu heims.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Hægt er að sjá áætl­un Spilli­vagns­ins á heima­síðu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.