Mun fleiri skrá heimag­ist­ingu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - – sar

Mik­il aukn­ing hef­ur ver­ið á skrán­ing­um heimag­ist­ing­ar það sem af er ári. Heimag­ist­ing­ar­vakt­in sem er starf­rækt af Sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur sam­þykkt 1.860 skrán­ing­ar á yf­ir­stand­andi ári en skrán­ing­arn­ar voru 1.059 á öllu síð­asta ári.

Heimag­ist­ing­ar­vakt­in hef­ur að und­an­förnu stað­ið fyr­ir vett­vangs­heim­sókn­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­landi og Suð­ur­nesj­um. Frá miðj­um sept­em­ber hef­ur ver­ið far­ið í 136 slík­ar heim­sókn­ir.

Lög­regl­an hef­ur á þessu tíma­bili stöðv­að starf­semi þriggja rekstr­ar­leyf­is­skyldra gisti­staða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og ósk­að hef­ur ver­ið eft­ir rann­sókn eða lok­un átta gisti­staða ut­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Átján mál­um hef­ur lok­ið form­lega með álagn­ingu stjórn­valds­sekta og tug­ir slíkra mála eru til með­ferð­ar.

Í til­kynn­ingu seg­ist Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, ánægð með ár­ang­ur­inn. „Það er allra hag­ur að far­ið sé að lög­um við út­leigu heimag­ist­ing­ar og það er gleði­legt að átaks­verk­efni í heimag­ist­ing­ar­vakt hef­ur nú þeg­ar skil­að til­ætl­uð­um ár­angri.“

Það er allra hag­ur að far­ið sé að lög­um við út­leigu heimag­ist­ing­ar.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Átak í skrán­ingu heimag­ist­ing­ar hef­ur skil­að sér.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.