Streym­is­stríð­ið harðn­ar stöð­ugt

Sí­fellt fleiri streym­is­stríð­ur koma á mark­að. Disney+ er vænt­an­leg á næsta ári en síð­ur á borð við Amazon Prime hafa veitt Net­flix mikla sam­keppni. Þessi fjöl­breytni boð­ar bæði gott og vont fyr­ir neyt­end­ur.

Fréttablaðið - - TÆKNI - NORDICPHOTOS/AFP thorgnyr@fretta­bla­did.is

Disney til­kynnti í gær að vænt­an­leg streym­isveita fyr­ir­tæk­is­ins myndi fá nafn­ið Disney+ og að hún færi í loft­ið 2019. Fyrstu við­brögð margra eru ef til vill að fagna komu streym­isveit­unn­ar enda verð­ur þar að öll­um lík­ind­um hægt að streyma helstu titl­um Disney-sam­steyp­unn­ar. St­ar Wars, Kon­ungi ljón­anna, Avengers, Poca­hontas og svo mætti lengi telja.

En fyr­ir neyt­end­ur er til­efni til að hafa áhyggj­ur af þess­ari þró­un í streym­is­heim­in­um. Und­an­far­in ár hef­ur svo­kall­að streym­is­stríð sí­fellt ver­ið að harðna. Mark­að­ur sem áð­ur ein­skorð­að­ist við Net­flix og smærri keppi­nauta er nú að breyt­ast, hef­ur reynd­ar tek­ið tölu­verð­um breyt­ing­um nú þeg­ar. Koma Disney+ á mark­að þýð­ir að efni Disney hverf­ur að öll­um lík­ind­um af til dæm­is Net­flix, sem er vafa­laust vin­sæl­asta streym­is­s­íð­an hér á landi.

Nýr streym­is­heim­ur er mun fjöl­breytt­ari, stærri og flókn­ari en það sem áð­ur þekkt­ist. Amazon Prime hef­ur ris­ið hratt, HBO GO nýt­ur vin­sælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafn­vel Walmart herja á þenn­an mark­að. Sjón­varps­stöðv­ar eru sömu­leið­is farn­ar að bjóða upp á sín­ar eig­in streym­isveit­ur. Jafnt inn­lend­ar sem er­lend­ar.

Og sam­keppn­in er hörð. IndieWire fjall­aði um það fyr­ir mán­aða­mót að kveikt hefði ver­ið á túr­bó- Net­flix er op­in á þess­um síma en kannski verð­ur það Disney+, Amazon Prime og HBO GO næst. still­ing­unni í streym­is­stríð­inu. „Net­flix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla sam­keppni. En nú þeg­ar ný­ir að­il­ar koma á mark­að er ljóst að stríð­inu er hvergi nærri lok­ið. Þótt áhorf­end­ur fái fleiri val­kosti

gætu þeir þurft að borga æ meira í áskrift­ar­gjöld, hafi þeir áhuga á efn­inu,“skrif­aði blaða­mað­ur IndieWire.

Þar sem sam­keppn­in er hörð er erfitt að sjá fyr­ir sér að sama efni verði að­gengi­legt á mörg­um mis­mun­andi veit­um. Áhuga­fólk um gott sjón­varp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveim­ur veit­um í hverj­um mán­uði.

En í þess­ari harðn­andi sam­keppni má samt finna já­kvæð tíð­indi fyr­ir

neyt­end­ur. Örugg­asta leið­in fyr­ir hverja streym­isveitu til að trekkja að not­end­ur er að vera með gott efni. Og ein­fald­asta leið­in til að geta boð­ið upp á gott efni er ein­fald­lega að fram­leiða það sjálf. Net­flix til­kynnti til að mynda fyrr á ár­inu að fyr­ir­tæk­ið hefði sett fram­leiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvik­mynda á dag­skrá og Amazon sagð­ist vera með 105 verk­efni í gangi.

Disney+, streym­is­s­íða Disney-sam­steyp­unn­ar, kem­ur á mark­að á næsta ári.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.