Airwaves er líka fyr­ir börn

Í Nor­ræna hús­inu verð­ur hald­ið off­venue fjöl­skyldu­fjör í dag. Börn og ung­menni fá að prófa að spila á hljóð­færi, spila á sviði með reyndu tón­listar­fólki og dansa reif.

Fréttablaðið - - HELGIN - Bene­dikt Bó­as Hinriks­son bene­dikt­boas@fretta­bla­did.is FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Það verð­ur ekk­ert til spar­að á fjöl­skyld­uAirwaves Nor­ræna húss­ins í dag. Við­burð­ur­inn st­end­ur yf­ir frá ell­efu til fjög­ur. Það er ókeyp­is að­gang­ur og börn­in fá að prófa að spila á ým­is hljóð­færi og standa á sviði. Opn­að­ur verð­ur tón­list­ar­leik­völl­ur. Leik­svæði þar sem börn geta pruf­að hljóð­færi og hljóð­for­rit, leik­ið sér með hljóð og sam­ið tónlist und­ir leið­sögn tón­listar­fólks.

Klukk­an þrjú hefst svo fjöl­skyldureif sem Dj Yama­ho, bet­ur þekkt sem Na­talie Gunn­ars­dótt­ir, stýr­ir. Fjöl­skyld­ur geta sam­ein­ast í dan­spar­tíi og bún­ing­ar, glimmer og sjálflýs­andi auka­hlut­ir hjart­an­lega vel­komn­ir. „Ég ætla að spila dans­tónlist frá ní­unda ára­tugn­um í Na­talie og fé­lag­ar taka á móti barna­fjöl­skyld­um og lofa stuði og stemn­ingu á reifi í Nor­ræna hús­inu.

bland við nýtt. Þetta snýst allt um stuð og það er akkúrat það sem verð­ur á boð­stól­um,“seg­ir Na­talie um tón­list­ar­val­ið og lof­ar mjög góðri stuð­stemn­ingu. „Já þetta verð­ur mega stemn­ing. Það er bú­ið að búa til al­vöru reif­stemn­ingu í Nor­ræna hús­inu og ég virki­lega hlakka til að fá krakk­ana og for­eldr­ana með á dans­gólf­ið,“seg­ir hún.

Na­talie á ekki börn sjálf en vin­ir henn­ar ætla að mæta með börn­in sín. Hún gef­ur það heil­ræði að fólk mæti bara eins og það er stemmt og eins og það lang­ar til. „Fólk mæt­ir bara eins og því líð­ur best. Það verð­ur mik­ið um neonljós og leiserljós þannig að það myndi ekki skemma að mæta í einhverju hressandi,“seg­ir hún.

ÞAÐ VERЭUR MIK­IÐ UM NEONLJÓS OG LEISERLJÓS

ÞANNIG AÐ ÞAÐ MYNDI EKKI SKEMMA AÐ MÆTA Í

EINHVERJU HRESSANDI.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.