Brot út bók­inni

Fréttablaðið - - HELGIN -

Ég fylgdi henni inn á deild 32C þar sem hún fékk út­hlut­að rúm inni á tveggja manna her­bergi, hún var eini sjúk­ling­ur­inn þar. Starfs­mað­ur geð­deild­ar kom og fór yf­ir inni­hald­ið í tösk­unni henn­ar, tók lyf og ann­að sem hugs­an­lega mætti skaða sig með – henni yrðu skömmt­uð lyf­in á deild­inni. Við kvödd­um hana og hurð­in skall í lás á eft­ir okk­ur. Móð­ir okk­ar var kom­in inn á geð­deild. Hvað var að ger­ast?

Mamma vildi ekki fara á Klepp. En við gáf­um henni ekki val. Það var syst­ur minni mik­il raun að sitja á móti henni í mat­saln­um á geð­deild þar sem hún grét of­an í graut­inn sinn eins og barn. Dag­inn eft­ir færi hún á Klepp.

Mamma horfði á mig svört­um aug­um og sagði skyndi­lega ákafri röddu: „Ekki yf­ir­gefa mig!“

Þetta var ákall. Ekki vissi ég þá að þeg­ar nýr dag­ur risi myndi hún yf­ir­gefa mig. Fyr­ir fullt og allt.

Ég kyssti hana á enn­ið og sagði henni að gef­ast ekki upp, ég myndi aldrei yf­ir­gefa hana, bauð svo góða nótt og fór heim.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.