Mynd­in af mömmu mu

Móð­ir Dag­nýj­ar fór í ein­falda að­gerð. ð. Rúmu ári síð­ar batt att hún enda á líf sitt. tt.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir kristjana@fretta­bla­did.is

ÉG HAFÐI GLEYMT

ÞVÍ AÐ ÉG TÓK ÞETTA

VIÐTAL VIÐ HANA.

ÉG HLUSTAÐI Á

VIÐTALIÐ OG FÓR AÐ

RAÐA AFT­UR SAM­AN

MYND­INNI AF MÖMMU.

Það var ekki auð­velt að segja frá en mér fannst það nauð­syn­legt. Þetta er svo per­sónu­legt að ég ætla ekki einu sinni að selja bók­ina úti í bóka­búð,“seg­ir Dagný Maggýj­ar sem gef­ur út bók um móð­ur sína. Móð­ir henn­ar ólst upp í hópi 13 systkina á Langa­nesi, lengst af í Heið­ar­höfn sem nú er kom­in í eyði. Bók Dag­nýj­ar kall­ast Á heimsenda, sem er bæði vís­un í æsku­slóð­irn­ar og veik­indi móð­ur­inn­ar. Hún bygg­ir frá­sögn­ina á við­tali sem hún tók við móð­ur sína áð­ur en hún lést og því fylgdi hún eft­ir með við­töl­um við systkini henn­ar og æsku­vini.

„Þetta er per­sónu­legt verk­efni og því gef ég bók­ina út sjálf og fólk verð­ur að setja sig í sam­band við mig ef það vill kaupa bók­ina. Ég get líka kom­ið í heim­sókn til fólks sem vill ræða við mig um efni henn­ar,“seg­ir hún.

Dagný rifjar upp með blaða­manni ástæðu þess að hún sett­ist nið­ur til að skrifa sögu móð­ur sinn­ar.

„Fyr­ir átta ár­um. Stuttu fyr­ir sex­tugsaf­mæli sitt fór móð­ir mín í ein­falda lýta­að­gerð. Þeg­ar hún vakn­aði eft­ir að­gerð­ina var hún orð­in geð­veik. Að­eins fjór­tán mán­uð­um síð­ar misst­um við hana í sjálfs­vígi. Þetta var ráð­gáta sem ég vildi reyna að leysa. Þetta var áskor­un. Þetta var ferða­lag í leit að svör­um,“seg­ir Dagný.

„Ég vildi gera til­raun til þess að setja and­lit á þetta orð. Sjálfs­víg. Það er líf og mann­eskja á bak við töl­fræð­ina. Ég er líka að tak­ast á við mína eig­in for­dóma og skömm­ina sem fylgdi því að missa móð­ur mína úr sjálfs­vígi,“seg­ir hún.

Fag­fólk hef­ur stund­um stig­ið fram og var­að við því að ræða þessi mál­efni?

„Þetta er við­kvæmt og það þarf að vanda sig. En það er miklu verra að þegja. Það verð­ur að vera hægt að ræða þessi mál­efni. Þannig mið­ar okk­ur miklu frek­ar áfram. Við er­um ekki að standa okk­ur nægi­lega vel. Hvorki í með­ferð­ar­úr­ræð­um né for­vörn­um,“seg­ir Dagný.

Hún seg­ist hafa upp­lif­að að hafa brugð­ist móð­ur sinni. „Ég var mik­ið með henni í þess­um veik­ind­um sem hóf­ust strax eft­ir að hún fór í að­gerð­ina. Það gerð­ist eitt­hvað í þess­ari að­gerð. Ég týndi mömmu. Hún var orð­in fár­veik eft­ir að­gerð­ina. Það fór ein­hver spírall af stað sem við náð­um aldrei að stöðva. Hún gerði þrjár til­raun­ir til sjálfs­vígs áð­ur en hún lést,“seg­ir Dagný frá.

„Við feng­um aldrei svör. Við vor­um öll dof­in og feng­um eng­in svör. Hvað gerð­ist eig­in­lega? Mamma var glað­lynd og til­finn­inga­rík kona. Dug­leg, sam­visku­söm og metn­að­ar­full. Svo bara ger­ist þetta og svona ofsa­lega hratt,“seg­ir Dagný.

Tveim­ur ár­um eft­ir að hún lést fann Dagný upp­töku með við­tali sem hún hafði sjálf tek­ið við móð­ur sína. „Ég hafði gleymt því að ég tók þetta viðtal við hana. Ég hlustaði á viðtalið og fór að raða aft­ur sam­an mynd­inni af mömmu. Ekki sjálfs­víg­inu, held­ur henni. Hún var svo miklu meira en það hvernig hún fór,“seg­ir hún.

Dagný ræddi við systkini móð­ur sinn­ar og vini og bók­in er skrif­uð í sátt og sam­lyndi við ást­vini henn­ar. „Ég þurfti að fá meiri upp­lýs­ing­ar um æsku henn­ar og upp­vöxt. Þeg­ar hún fékk fyrsta kvíðakast­ið eft­ir að­gerð­ina þá grét hún og spurði mig: Af hverju var mér kast­að á milli veggja? Af hverju vildi pabbi þinn mig ekki?

Ég hugs­aði með mér: Hvað­an kem­ur þetta? Ég vissi ekki bet­ur en að hún hefði átt góða æsku. Það er auð­vit­að þannig að þeg­ar svona mik­il veik­indi koma upp er eitt­hvað und­ir­liggj­andi. Fólk hark­ar af sér. Mamma hef­ur lík­leg­ast gert það. En svo eld­ist fólk og varn­irn­ar bresta.

Hún tal­aði um í veik­ind­um sín­um að það lægi farg á sál­inni,“seg­ir hún.

ALL­IR VORU FAGLEGIR Í SÍNU EN TÖLUÐU EKKI SAM­AN. ÞAÐ VANTAÐI

MANNLEGA ÞÁTT­INN.

Að hverju komstu? Hvað var und­ir­liggj­andi sem varð til þess að heils­an brast?

„Mamma þurfti alltaf að berj­ast fyr­ir sínu. Það varð ljóst að fað­ir henn­ar, Stefán Magnús Jóns­son, beitti hana and­legu of­beldi. Það hef­ur ör­ugg­lega haft áhrif að hún var til­finn­inga­rík og við­kvæm. En sem bet­ur fer var hún ákveð­in og sterk og náði lengi vel að bjarga sér á dugn­að­in­um,“seg­ir Dagný og seg­ir að aðstæður henn­ar hafi oft ver­ið harð­neskju­leg­ar og að fjöl­skyld­an hafi þurft að glíma við erf­ið­leika sem hún hafi tek­ið nærri sér.

„Föð­ur henn­ar er lýst svona: Stefán var bæði gull og grjót. Hann gat ver­ið sjarmer­andi en réð öllu heima hjá sér. Hann tók til dæm­is alltaf laun barn­anna sinna. Fram á full­orð­ins­ár eft­ir að þau fóru að vinna. Mamma reyndi alltaf að sanna sig fyr­ir föð­ur sín­um, gall­inn var sá að hún var stelpa. Hún hætti aldrei að standa sig en und­ir lok­in held ég að hún hafi ver­ið orð­in þreytt á því að þurfa alltaf að standa sig. En það var ein­stakt sam­band milli systkin­anna, þétt­ur hóp­ur, en þau kann­ast ekki öll við of­beldi í æsku, enda gerði Stefán upp á milli barna sinna,“seg­ir hún.

Dagný vissi áð­ur af ýms­um erf­ið­leik­um. Móð­ir henn­ar gekk í gegn­um mikla erf­ið­leika tengda fæð­ingu henn­ar. „Pabbi sleit trú­lof­un við hana þeg­ar hún var orð­in ófrísk. Þeg­ar hún kom heim með mig af fæð­ing­ar­deild­inni henti afi henni út og sagði við hana: Hing­að inn kem­ur þú ekki með þenn­an lausa­leikskróga,“seg­ir Dagný og seg­ir móð­ur sína hafa ver­ið í djúpri ástarsorg. Þá hafi hún upp­lif­að mikla höfn­un frá föð­ur sín­um. Því þrátt fyr­ir of­rík­ið dáði hún hann.

„Það er óend­an­lega sárt að hafa ekki getað hjálp­að henni. Við vor­um bjarg­ar­laus. Það sem ég upp­götv­aði í þessu ferli öllu sam­an er að við eig­um ekki það heil­brigðis­kerfi sem við höld­um að við eig­um. Heil­brigðis­kerf­ið eins og það er skipu­lagt í dag nær ekki að halda ut­an um bráð veik­indi eins og mömmu. Við þurf­um að hugsa þetta upp á nýtt, gera hlut­ina öðru­vísi,“seg­ir Dagný.

„Mér finnst ákveð­ið von­leysi ríkja um geð­sjúk­dóma og hvernig við ætl­um að tak­ast á við þá. Ég held að all­ir séu að gera sitt besta. Fag­fólk er allt á sín­um stað að gera eins og það get­ur. En ef til vill er það ekki að vinna í því kerfi sem það ósk­ar sér. Eða við góð­ar aðstæður. Það þarf þá að horf­ast í augu við það og gera bet­ur. Svo finnst mér að það þurfi að koma til við­horfs­breyt­ing. Bæði í kerf­inu og sam­fé­lag­inu öllu. Það er svo mik­il harka sem ein­kenn­ir samfélag okk­ar. Það er grund­vall­ar­at­riði að vera góð hvert við ann­að, bæta lífs­gæð­in í okk­ar sam­fé­lagi og horfa bet­ur á geð­heils­una,“seg­ir Dagný.

„Ég upp­lifði all­an tím­ann með mömmu að það átti eng­inn hana eða henn­ar sjúk­dóm. Það bar eng­inn ábyrgð, það tal­aði eng­inn við okk­ur. Þetta var von­laust. Við

viss­um ekk­ert hvernig við átt­um að tak­ast á við þetta. All­ir voru faglegir í sínu en töluðu ekki sam­an. Það vantaði mannlega þátt­inn,“seg­ir Dagný og seg­ir að það megi ekki taka það af fólki að ræða upp­lif­un sína af þjón­ustu í geð­heil­brigðis­kerf­inu.

Af hverri seldri bók renna 500 krón­ur til Hugrún­ar, fé­lags há­skóla­nema sem sinna fræðslu um geð­heil­brigði í fram­halds­skól­um og koma að fjölda for­varn­ar­verk­efna fyr­ir ungt fólk.

„Fé­lag­ið er að gera það sem er til fyr­ir­mynd­ar. Fræða ungt fólk um

Af hverri seldri bók renna kr. 500 til Hugrún­ar, fé­lags há­skóla­nema sem sinna fræðslu um geð­heil­brigði í fram­halds­skól­um og koma að fjölda for­varn­ar­verk­efna fyr­ir ungt fólk.

Bók­in kem­ur út um miðj­an nóv­em­ber og verð­ur til sölu á Face­book síðu bók­ar­inn­ar. htt­ps://www. face­book.com/aheimsenda/

geð­heil­brigði. Ég vil styrkja þeirra starf því við er­um alls ekki að gera nóg með börn­um og ung­ling­um. Við verð­um að gæta þess að það verði aldrei til þetta farg á sál­inni, eða gefa ungu fólki bjargráð til að ráða við erf­ið­leik­ana,“seg­ir hún.

Dagný missti einnig stjúp­föð­ur sinn, Þor­stein Ív­ar Sæ­munds­son, í sjálfs­vígi. „Hann hélt út í fimm ár eft­ir að mamma dó. En hann vildi strax deyja. Það var áfall að fara aft­ur í gegn­um geð­heil­brigðis­kerf­ið eft­ir frá­fall mömmu. Mörg­um er bjarg­að með lyfja­gjöf og með­ferð. En hún virk­ar ekki alltaf og þá verð­um við að reyna að gera eitt­hvað nýtt. Við verð­um bara að gera bet­ur,“legg­ur Dagný áherslu á.

„Ég vil deila minni reynslu af því að mér finnst óþarfi að fólk standi eitt í þessu. Ég trúi því að það sé von. Það sé hægt að lifa svona bráð veik­indi af. Ég trúi því líka að að­stand­end­ur geð­sjúkra hafi gott af um­ræðu um þessi mál­efni. Það þarf ekki að harka af sér hlut­ina í þögn. Ég veit að ef mamma hefði haft raun­veru­legt val þá hefði hún val­ið líf­ið. All­ir gera það.“

UND­IR LOK­IN HELD ÉG AÐ

HÚN HAFI VER­IÐ ORЭIN

ÞREYTT Á ÞVÍ AÐ ÞURFA

ALLTAF AÐ STANDA SIG.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

„Þetta er við­kvæmt og það þarf að vanda sig. En það er miklu verra að þegja,“seg­ir Dagný Maggýj­ar.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

„Mörg­um er bjarg­að með lyfja­gjöf og með­ferð. En hún virk­ar ekki alltaf og þá verð­um við að reyna að gera eitt­hvað nýtt. Við verð­um bara að gera bet­ur,“seg­ir Dagný.

Hluti systkin­anna á Langa­nesi. Maggý sit­ur í fangi syst­ur sinn­ar Haf­dís­ar (t.h).

Maggý geng­in fjóra mán­uði með Dag­nýju. Fað­ir henn­ar var ósátt­ur við hana vegna með­göng­unn­ar. Með henni á mynd­inni er Páll vinnu­fé­lagi henn­ar.

Dagný á góðri stundu með móð­ur sinni sem þótti glað­lynd og dug­leg.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.