Ég var eng­inn gangster

Jón Magnús Arn­ars­son skáld.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir kristjana@fretta­bla­did.is

SVO ÞEG­AR ÉG FÆRЭIST Á UNGLINGSALDUR ÞÁ FANNST MÉR SJÁLFSMYNDIN EKKI HEIL. ÉG UPP­LIFÐI SJÁLFSMYNDARLEYSI. ÉG VAR BEKKJARTRÚÐURINN EN VAR SAMT LOKAÐUR.

Hver ertu þeg­ar þú ert ekki þú sjálf­ur?

Þess­ari spurn­ingu reyn­ir ljóðaslamm­skáld­ið Jón Magnús Arn­ars­son að svara í nýju verki sem var frum­sýnt í gær­kvöldi. Tvískinn­ungi. Verk­ið er að hluta til byggt á reynslu hans sjálfs af neyslu og storma­sömu ástar­sam­bandi.

Jón Magnús hef­ur ver­ið edrú í eitt og hálft ár. Er þetta hans upprisu­saga?

„Það að ég hafi skrif­að verk­ið. Og að það sé ver­ið að setja það á svið. Það er mín upprisu­saga. En verk­ið sjálft, sag­an, hún er að hluta til byggð á lífi mínu og reynslu áð­ur en ég komst á þann stað að geta nýtt reynsl­una til að skrifa leik­rit,“seg­ir hann. „Þetta eru sumpart minn­ing­ar og til­finn­ing­ar úr minni for­tíð. Ég leyfi skáld­skapn­um að flæða yf­ir það sem raun­veru­lega gerð­ist. Í leik­rit­inu eru at­burð­ir sem raun­veru­lega gerð­ust. Sam­töl sem áttu sér stað. En mest­megn­is skáld­skap­ur,“út­skýr­ir hann.

Verk­ið fjall­ar um átök í lífi leik­arap­ars. Þau eru ást­fang­in í hlut­verk­um sín­um á sviði og eiga einnig í brot­hættu sam­bandi ut­an sviðs.

Í for­grunni eru sam­skipti fólks í sam­bönd­um, hvernig það er sjaldn­ast einn al­gild­ur sann­leik­ur þeg­ar tveir deila lífi. Leik­rit­ið er í bundnu máli og með að­al­hlut­verk fara Þuríð­ur Blær Jó­hanns­dótt­ir og Har­ald­ur Ari Stef­áns­son. Leik­stjóri er Ólaf­ur Egils­son.

Þó að Jón Magnús þreyti frum­raun sína í leik­hús­inu með sínu fyrsta hand­riti er hann ekki ókunn­ug­ur skáld­skap. Hann er Ís­lands­meist­ari í ljóðaslammi.

„Ég er á leið­inni á Evr­ópu­meist­ara­mót til Búlgaríu í lok nóv­em­ber. Svo fer ég seinna á heims­meist­ara­mót­ið í Nott­ing­ham 2019. Ég hef ver­ið að reyna að starta þess­ari senu með Ólöfu Rún Bene­dikts­dótt­ir mynd­lista­konu.

Þetta form tvinn­ar sam­an leik- og ljóðlist. Það er mik­ið um bund­ið mál þó stíll­inn sé frjáls­leg­ur og virð­ist höfða bæði til yngri og eldri kyn­slóða.“

Jón Magnús grein­ir heið­ar­lega frá for­tíð sinni.

„Ég var í storma­sömu sam­bandi þar sem var mik­ið djamm. Við vor­um bæði tvö svamlandi um í brest­asúpu. Ég byggi svo­lít­ið á því þótt ég víxli oft hlut­verk­um okk­ar. Sam­band­ið var mark­að af líferni okk­ar. Mað­ur var sjálf­ur rosa­lega týnd­ur og brot­inn.

Hann seg­ir tím­ann líða á ógn­ar­hraða í sinnu­leysi neysl­unn­ar. „Áð­ur en mað­ur veit af er mað­ur orð­inn tví­tug­ur. Svo er mað­ur allt í einu orð­inn þrí­tug­ur. Svo þrjá­tíu og fimm! Og alltaf að spóla í sama far­inu. Þeg­ar neysl­an hefst svona snemma. Á þess­um mót­un­ar­ár­um, þá staðn­ar mað­ur á ýms­um svið­um. Það vind­ur upp á sig því þeg­ar mað­ur er dof­inn í neyslu þá verða verk­fær­in bit­laus. Mað­ur nær ekki að vinna úr líf­inu. Hvort sem það eru bara ósköp hvers­dags­leg­ir hlut­ir, sam­skipti við fólk eða áföll. Mað­ur er bara fast­ur í því að vera ekki mað­ur sjálf­ur,“seg­ir Jón Magnús hrein­skiln­is­lega.

Hvernig náð­ir þú því að kom­ast hing­að?

„Ég varð loks­ins edrú fyr­ir einu og hálfu ári síð­an. End­an­lega. Ég var tutt­ugu og fimm ára gamall þeg­ar ég fór að brjót­ast um og reyna að losna. Ég náði að klára stúd­ents­próf í fjar­námi og að gera ein­staka hluti sem gerðu mér gott. Ég fór til dæm­is út til Kaup­manna­hafn­ar í diplóma­nám í leik­list. Eins kon­ar trúða­skóla. En var samt út­úr­djamm­að­ur all­an tím­ann. En ég var þó að gera aðra hluti en sömu gömlu tugg­una í Reykja­vík. En svo kom ég heim aft­ur úr námi og datt beint í sama far­ið og aft­ur í sam­band­ið,“seg­ir hann frá.

Hvað með hana? Sem þú skrif­ar um, ger­ir þú það í sátt við hana?

„Ég greindi henni frá því að ég hefði skrif­að þetta. Hún var bara sátt við það. Þetta er held­ur ekki realískt heim­ild­ar­verk. Þó að rauði þráð­ur­inn sé úr mínu lífi og byggi á reynslu minni og til­finn­ing­um,“seg­ir Jón Magnús.

„Leik­rit­ið var upp­gjör mitt við óheið­ar­leik­ann. Svona líferni kall­ar á að ljúga að sjálf­um sér. Fegra hlut­ina þótt allt sé kom­ið í óefni. Sem dæmi var ég líka að selja á þess­um tíma. Fyrst var það að­al­lega gras en í kring­um helgarnar seldi ég líka smáskammta af spítti og kóki. Ég gerði þetta að­al­lega til að fjár­magna eig­in neyslu. Ég var eng­inn gangster. Þetta var bara ákveð­in lausn. Mér fannst rök­rétt að gera þetta í stað­inn fyr­ir að vinna eins og brjál­æð­ing­ur fyr­ir neysl­unni,“seg­ir Jón Magnús og seg­ist oft hafa ver­ið tek­inn af lög­reglu.

„Það hafði bara þær af­leið­ing­ar að ég var leng­ur í skuld og þurfti að selja meira. Ég var hins veg­ar aldrei hand­rukk­að­ur þó að ég hafi upp­lif­að alls kyns of­beldi,“seg­ir Jón Magnús frá.

Hann seg­ir verst við neysl­una að vera ekki mað­ur sjálf­ur og vera sinnu­laus um til­veru sína.

„Það að vera fast­ur í sinnu­leys­inu, það er skelfi­legt. Það eru svo marg­ir sem halda að þeir séu bara að djamma svo­lít­ið um helg­ar. En eru á þess­um vonda stað. Ég held að við Ís­lend­ing­ar höld­um flesta AA-fundi í heimi. Það er ótrú­legt hvað það eru marg­ir fund­ir á dag víða um land. Þetta er þéttrið­ið net og það er ekki van­þörf á og seg­ir mik­ið um um­fang vand­ans,“seg­ir hann.

Þú sagð­ist áð­an hafa staðn­að. Nærðu töp­uð­um þroska til baka?

„Nei, þú nærð því ekki til baka. Þrosk­ast bara á ann­an hátt. Ég upp­lifi það þannig að ég hafi skil­ið hluta af mér eft­ir. Ég var sér­stak­ur krakki. Mjög úr tengsl­um við raun­veru­leik­ann. Var mik­ið inni í höfð­inu á mér og ekki jarð­tengd­ur. Svo þeg­ar ég færð­ist á unglingsaldur þá fannst mér sjálfsmyndin ekki heil. Ég upp­lifði sjálfsmyndarleysi. Ég var bekkjartrúðurinn en var samt lokaður. Þeg­ar ég byrj­aði að djamma þá var mamma mjög hissa. Hún hváði bara og spurði: Ha? Þú? Og svo áð­ur en ég vissi var ég orð­inn fast­ur.“

Jón Magnús er úr mik­illi leik­ara­fjöl­skyldu. For­eldr­ar hans eru Þór­hild­ur Þor­leifs­dótt­ir leik­stjóri og Arn­ar Jóns­son leik­ari. Tvö systkina hans hafa gert það gott í heimi leik­list­ar, Þor­leif­ur Örn sem á dög­un­um var val­inn leik­stjóri árs­ins í Þýskalandi og Sól­veig sem hef­ur átt far­sæl­an fer­il í leik­húsi og sjón­varpi á Íslandi og í Þýskalandi.

„Flest­ir karl­menn í fjöl­skyld­unni eru alkó­hólist­ar. Meira að segja tengda­syn­irn­ir,“seg­ir hann glett­inn. „Kon­urn­ar, þær standa sterk­ar. Fá sér bara eitt rauð­víns­glas og ekk­ert mál. Hvað er það?“seg­ir hann og hlær.

„Þeg­ar bróð­ir minn varð edrú tók ég við og byrj­aði í neyslu. Ég hef feng­ið mikla hjálp frá fjöl­skyld­unni en gaf lengi lít­ið fyr­ir það. Leik­list­in, það er bakt­ería? „Stóra bakt­erí­an í fjöl­skyld­unni þótt ekki all­ir til­heyri þess­um heimi. Odd­ný syst­ir mín er til dæm­is þræl­mennt­uð og að gera flotta hluti á öðr­um svið­um. Mik­il bar­áttu­kona fyr­ir betra sam­fé­lagi. Sum­ir eru hissa á því hvað ég virð­ist vita lít­ið um leik­hús­ið mið­að við aðra í fjöl­skyld­unni. Ég spurði hvað ég fengi borg­að fyr­ir hand­rit­ið og fólk var hissa. Það hugs­aði kannski: Sp­urðu bara bróð­ur þinn! En ég fékk kurt­eis­legt svar og mér bent á að kíkja á heima­síðu Rit­höf­unda­sam­bands­ins,“seg­ir hann og bros­ir.

„Ég er svaka­lega stolt­ur af bróð­ur mín­um Þor­leifi. Við er­um að plana að ég fari út, verði í ferli með hon­um, sitji í saln­um og skrifi.

Ég get stund­um ver­ið full­ur af sjálfs­vorkunn yf­ir glöt­uð­um tíma. En það geng­ur ekki. Ég er tví­efld­ur og það má bú­ast við meiru frá mér. Það að týna sér svona, það er áfall. Þeg­ar mað­ur rank­ar loks­ins við sér þá nýt­ir mað­ur hvern dag til hins ýtr­asta og reyn­ir að finna sátt. Mik­ið af tíma hef­ur far­ið í rugl. Það verð­ur ekki aft­ur tek­ið. En núna er það að baki. Lengi vel henti ég öllu á haug­ana en nú vinn ég úr hlut­un­um. Nú ætla ég að lifa, anda, njóta og skrifa.“

Í KRING­UM HELGARNAR

SELDI ÉG LÍKA SMÁ

SKAMMTA AF SPÍTTI OG

KÓKI. ÉG GERÐI ÞETTA

AЭAL­LEGA TIL AÐ FJÁR

MAGNA EIG­IN NEYSLU.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON.

Jón Magnús skrif­aði leik­verk­ið Tvískinn­ing­ur sem var frum­sýnt í gær­kvöldi í Borg­ar­leik­hús­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.