Lærðu ým­is­legt af kosn­ing­un­um

Vilji Demó­krat­ar há­marka sig­ur­lík­ur sín­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2020 geta þeir dreg­ið lær­dóm af ný­y­f­ir­stöðn­um mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­um. Frétta­blað­ið lít­ur yf­ir helstu lex­í­urn­ar, lík­lega for­setafram­bjóð­end­ur Demó­krata ár­ið 2020 og sögu­leg at­vik þriðjud

Fréttablaðið - - HELGIN - Þórgnýr Ein­ar Al­berts­son thorgnyr@fretta­bla­did.is

Nú þeg­ar mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um eru loks að baki er loks­ins hægt að fara að hugsa alvarlega um for­seta­kosn­ing­arn­ar 2020. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að Demó­krat­ar þrá að kippa for­seta­stóln­um und­an Don­ald Trump. Sjálf­ur hef­ur for­set­inn til­kynnt að hann ætli að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri og kem­ur það lít­ið á óvart.

Þar sem Demó­krat­ar unnu full­trúa­deild­ina á þriðju­dag­inn og munu hafa meiri­hluta þar fram að næstu kosn­ing­um geta þeir rann­sak­að meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint sam­ráð fram­boðs hans við Rússa, sem sér­stak­ur sak­sókn­ari rann­sak­ar einnig, meinta nýt­ingu embætt­is­ins í hagn­að­ar­skyni eða meinta hindr­un fram­gangs rétt­vís­inn­ar vegna orð­ræðu og gjörða í tengsl­um við Rúss­a­rann­sókn­ina.

Og vilji Demó­krat­ar há­marka sig­ur­lík­ur sín­ar 2020 geta þeir horft til ým­issa þátta kosn­inga þriðju­dags­ins og dreg­ið af þeim lær­dóm.

Eins og Frétta­blað­ið fjall­aði um í vik­unni eru Demó­krat­ar í miklu sókn­ar­færi í út­hverf­um Banda­ríkj­anna. Þau hafa í gegn­um tíð­ina ver­ið held­ur á bandi Re­públi­kana en meira að segja í út­hverf­um borga eins og Hou­st­on og Okla­homa City unnu fram­bjóð­end­ur Demó­krata til full­trúa­deild­ar sigra á þriðju­dag­inn.

Þótt Re­públi­kan­ar vilji ekki aukna rík­i­s­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins vilja flest­ir kjós­end­ur sjá slíka þró­un. Þannig sam­þykktu kjós­end­ur í Re­públi­kana­ríkj­un­um Ida­ho, Nebraska og Utah frum­vörp sem auka op­in­bera þjón­ustu við fá­tæk­ari ein­stak­linga.

Einnig boð­ar gott fyr­ir Demó­krata að þeir náðu að vinna stóra sigra í mið­vest­ur­ríkj­un­um. Til dæm­is í Michigan, Ill­in­o­is, Minnesota og Wiscons­in. Trump náði Michigan og Wiscons­in á sitt band 2020 eft­ir að fyrri fram­bjóð­end­ur Demó­krata höfðu sigr­að rík­in án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar. Tapi hann þeim ár­ið 2020 fær­ist for­set­inn nær ósigri.

Í að­drag­anda kosn­ing ræddu skýrend­ur mik­ið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyr­ir Demó­krata að stilla upp fram­sækn­um fram­bjóð­anda og há­marka þannig kjör­sókn eða miðju­manni til þess að höfða til fleiri kjós­enda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurn­ing­unni enda töp­uðu stór nöfn beggja fylk­inga.

Hins veg­ar er ljóst að Demó­krata­flokk­ur­inn hef­ur ver­ið að fjar­lægj­ast rót­grón­ar hug­mynd­ir helstu áhrifa­manna og fær­ist nær gras­rót­inni. Þannig má bú­ast við því að fram­sækn­ir fram­bjóð­end­ur verði áber­andi í for­kosn­ing­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.