FENGU GESTIRNIR HINA

Stefán Páls­son skrif­ar um eft­ir­minni­lega heim­sókn.

Fréttablaðið - - HELGIN -

FÍNUSTU VINDLA „ MEÐ

MAGABELTI“…

Áár­un­um milli fyrri og síð­ari heims­styrj­ald­anna var Al­þjóða­dóm­stóll­inn starf­rækt­ur í hol­lensku borg­inni Ha­ag. Dóm­stóll­inn, sem að mörgu leyti varð fyr­ir­renn­ari Al­þjóða­mann­rétt­inda- dóm­stóls­ins sem nú starfar í sömu borg, var stofn­að­ur ár­ið 1920 og rek­inn í tengsl­um við Þjóða­banda­lag­ið. Gríð­ar­leg­ar vænt­ing­ar voru bundn­ar við dóm­stól þenn­an, enda höfðu stjórn­mála­spek­ing­ar í marg­ar ald­ir lát­ið sig dreyma um stofn­un sem gæti skor­ið á sann­gjarn­an hátt úr deilu­mál­um ríkja og af­stýrt þannig blóð­ug­um styrj­öld­um.

Þeg­ar ófrið­ar­ský­in tóku að hrann­ast upp í Evr­ópu um miðj­an fjórða ára­tug­inn fjar­aði und­an Al­þjóða­dóm­stóln­um og færri mál röt­uðu á borð hans. Á ár­un­um í kring­um 1930 hafði dóm­stóll­inn hins veg­ar veiga­miklu hlut­verki að gegna og leysti úr fjölda mála. Þar á með­al deil­unni um Land Ei­ríks rauða eða Eirik Rau­des Land, eins og það nefnd­ist á norsku.

Deil­an sner­ist um land­svæði á Græn­landi. Dan­ir gerðu til­kall til fullra yf­ir­ráða á Græn­landi, en höfðu þó lítt am­ast við um­svif­um norskra hval­veiðimanna norð­ar- lega á Aust­ur-Græn­landi, á slóð­um sem höfðu ver­ið að mestu óbyggð­ar að öðru leyti. Ár­ið 1921 freist­uðu dönsk stjórn­völd að banna öll um­svif út­lend­inga á Græn­landi, sem olli árekstr­um milli þeirra og Norð­manna, uns sam­komu­lag náð­ist á ár­inu 1924 um að þeim síð­ar­nefndu væri heim­ilt að koma sér upp veiði­og rann­sókn­ar­að­stöðu norð­an til­tek­inn­ar breidd­ar­gráðu.

En karp­ið um að­stöð­una á aust­ur­strönd­inni í byrj­un þriðja ára­tug­ar­ins varð til þess að þjóð­ern­ispóli­tík hljóp í mál­ið. Metn­að­ar­full­ir Norð­menn tóku að rifja upp sög­una og komust að þeirri nið­ur­stöðu að ef til vill hefði Græn­land átt að fylgja með þeg­ar Norð­menn klufu sig frá Dön­um. Svip­uð sjón­ar­mið tóku að láta á sér kræla á Íslandi, þar sem lít­ill hóp­ur manna tal­aði fyr­ir landa­kröf­um á Græn­landi.

Norsk stjórn­völd tóku dræmt í all­ar hug­mynd­ir um land­nám á Græn­landi og vildu síð­ur efna til fjand­skap­ar við Dani. Sumar­ið 1931 ákvað því hóp­ur norskra æv­in­týra­manna að taka mál­ið í sín­ar eig­in hend­ur og þann 27. júní drógu þeir norska fán­ann að húni og lýstu yf­ir stofn­un Lands Ei­ríks rauða, sem lúta skyldi norskri stjórn. Til­kynn­ing þessa efn­is var sam­stund­is send á alla helstu fjöl­miðla. Yfir­lýs­ing­in vakti hrifn­ingu al­menn­ings og þorði rík­is­stjórn­in í Ósló ekki öðru en að gera kröf­urn­ar að sín­um fá­ein­um dög­um síð­ar. Skipti þar vafa­lít­ið máli að þótt ráð­herr­ar stjórn­ar­inn­ar hefðu sum­ir hverj­ir litla trú á þessu æv­in­týri, var Há­kon kon­ung­ur sann­færð­ur um að mál­stað­ur Nor­egs væri sterk­ur. Sem fyrr seg­ir lauk þessu Græn­land­sæv­in­týri Norð­manna þó fyr­ir dóm­stóln­um í Ha­ag tveim­ur ár­um síð­ar.

Nýtt land­nám

Helsta rök­semd Norð­manna í deil­unni um Aust­ur-Græn­land var sú að Dan­ir hefðu fyr­ir­gert rétti sín­um til stórs hluta aust­ur­strand­ar­inn­ar með því að nýta hana ekki að neinu marki. Í því ljósi bæri að líta á land­svæð­ið sem ónum­ið og að Nor­eg­ur væri raun­ar með hálf­gerð­an hefð­ar­rétt á því nú þeg­ar. Þótt Al­þjóða­dóm­stóll­inn hafn­aði að end­ingu þess­um rök­um, höfðu þau vald­ið Dön­um nokkr­um áhyggj­um um tals­vert skeið. Það var ein­mitt í tengsl­um við til­raun­ir þeirra til að styrkja yf­ir­ráða­rétt­inn á aust­ur­strönd­inni sem Ís­firð­ing­ar fengu merki­lega heim­sókn sumar­ið 1925.

Það ár réðst danska ný­lend­u­stjórn­in í að flytja tólf fjöl­skyld­ur, alls 89 manns – þar af um helm­ing­ur­inn börn – frá Tasilaq á Suð­urG­ræn­landi til Scor­es­bysunds, sem í dag nefn­ist Ittoqqortoormiit. Svæð­ið var óbyggt, þótt finna mætti minj­ar um bú­setu inúíta þar fyrr á öld­um. Það var jafn­framt auð­ugt að veiði­dýr­um og reynd­ist því auð­velt að finna sjálf­boða­liða til að flytj­ast þang­að, en hag­ur íbú­anna í Tasilaq fór um þess­ar mund­ir versn­andi vegna offjölg­un­ar og þröngra land­kosta.

Græn­lands­far­ið Gustav Holm flutti fjöl­skyld­urn­ar til sinna nýju heim­kynna, en á leið­inni hafði það við­komu á Ísa­firði. Önn­ur ástæða heim­sókn­ar­inn­ar var hvers­dags­leg, þar sem taka þurfti vist­ir og vetr­ar­forða fyr­ir hina fyr­ir­hug­uðu byggð. Hin var óvenju­legri: til að koma á lagg­irn­ar nýju sam­fé­lagi þurfti kirkju og prest. Prest­inn þurfti að vígja og það skyldi gert í Ísa­fjarð­ar­kirkju.

Heim­sókn­in vakti gríð­ar­lega at­hygli lands­manna, en þó einkum Ís­firð­inga sjálfra sem þrátt fyr­ir ná­lægð­ina við Græn­land höfðu fæst­ir haft nokk­uð af Græn­lend­ing­um að segja. Rit­höf­und­ur­inn Gunn­ar M. Magnúss fylgd­ist grannt með heim­sókn­inni og skrif­aði síð­ar ná­kvæma ferða­sögu, en jafn­framt var mik­ið um hana fjall­að í hér­aðs­blöð­um og raun­ar einnig í dag­blöð­un­um fyr­ir sunn­an.

Gustav Holm kom í Ísa­fjarð­ar­höfn þriðju­dag­inn 25. ág­úst, um það bil í lok vinnu­dags. All­ir sem vett­lingi gátu vald­ið þustu því nið­ur að höfn til að berja að­komu­fólk­ið aug­um. Óvenjumargt að­komu­manna úr næstu sveit­um var í bæn­um, marg­ir hverj­ir gagn­gert mætt­ir í þeim til­gangi að sjá Græn­lend­ing­ana. Lýsti Gunn­ar M. Magnúss gest­un­um á þann hátt að þeir væru ekki „…frænda­leg­ir ásýnd­um. Þeir voru þó næsta lík­ir því, sem lands­menn höfðu gert sér í hug­ar­lund eft­ir mynd­um og frá­sögn­um: lág­vaxn­ir, kvik­leg­ir í hreyf­ing­um, kinn­beina­mikl­ir og skamm­leit­ir með mong­óla­svip til augn­anna, svart­hærð­ir og strí­hærð­ir.“

Um borð í skip­inu var öll bú­slóð fólks­ins sem flytja skyldi á nýja stað­inn, þar á með­al hvers kyns veið­ar­færi, skíði, tjöld, sex­tán húð­keip­ar auk minni báta, 10 hunda­sleð­ar með ak­tygj­um og 77 sleðahund­ar.

Dag­inn eft­ir buðu Ís­firð­ing­ar til skemmti­ferð­ar inn í Tungu­dal, þang­að sem fjöldi heima­manna og stærst­ur hluti Græn­lend­ing­anna mættu, nutu veit­inga og tóku lag­ið. Var þar vel veitt af kaffi og kök­um, en ekki hvað síst tób­aki. Fengu gestirnir hina fínustu vindla „með magabelti“, sem féllu af­ar vel í kram­ið. Bar frétta­rit­ur­um sam­an um að að­komu­fólk­ið hafi skemmt sér kon­ung­lega og var sér­stak­lega til­tek­ið hversu merki­legt þeim hafi þótt að sjá hesta í fyrsta sinn, sem þau hafi raun­ar tal­ið risa­vaxna hunda. Þó kom Ís­lend­ing­um nokk­uð á óvart hversu lít­il undr­un­ar­merki Græn­lend­ing­arn­ir hefðu sýnt við öll­um þeim nýj­ung­um sem fyr­ir augu bar. „Vott­ar það visku og hóg­læti“, skrif­aði frétta­rit­ari blaðs­ins Skutuls.

Góð­ar gjaf­ir

Ís­firð­ing­ar voru kát­ir eft­ir sveita­ferð­ina, en þó fannst mörg­um mið­ur að ekki hefðu all­ir gestirnir tek­ið þátt í henni. Komst sá kvitt­ur á kreik að dansk­ir skip­verj­ar Gustav Holm hafi ekki vilj­að hleypa þeim sem fá­tæk­leg­ast voru bún­ir frá borði. Hvað svo sem sann­leiks­gildi þeirr­ar sögu líð­ur voru Ís­lend­ing­ar til í að trúa öllu illu upp á dönsk yf­ir­völd og tóku Ís­firð­ing­ar nú að streyma nið­ur á höfn með hvers kyns gjaf­ir til græn­lensku fjöl­skyldn­anna – stað­ráðn­ir í að sýna fram á ís­lenska gest­risni en gera í leið­inni gömlu herra­þjóð­inni skömm til.

Á fimmtu­deg­in­um var sjálf prest­vígsl­an í Ísa­fjarð­ar­kirkju. Dansk­ur pró­fast­ur, sem var með í för, sá um að vígja prests­efn­ið Seier Abel­sen að nafni. Til við­bót­ar voru sjö ís­lensk­ir prest­ar við­stadd­ir í full­um skrúða, þar á með­al sókn­ar­prest­ur Ís­firð­inga, séra Sig­ur­geir Sig­urðs­son, síð­ar bisk­up. Með þessu stork­uðu guðs­menn­irn­ir óvart eða vilj­andi gam­alli spá­sögn þess efn­is að Gleið­ar­hjalli myndi steyp­ast yf­ir Ísa­fjarð­ar­bæ og kirkj­una ef sjö prest­ar stæðu þar fyr­ir alt­ari.

Ekki fórst Ísa­fjarð­ar­bær á með­an á mess­unni stóð og í kjöl­far­ið var sleg­ið upp nýrri veislu, að þessu sinni í bíó­húsi bæj­ar­ins – með kvik­mynd, fim­leika­sýn­ingu, kaffi­þambi og vindlareyk­ing­um sem fyrr.

Í þakk­læt­is­skyni við hinn góða við­ur­gjörn­ing ákváðu Græn­lend­ing­arn­ir að efna til sýn­ing­ar á kaj­akróðri og skot­fimi á Poll­in­um. Reru þeir bát­um sín­um fram og aft­ur með ógn­ar­hraða, hvolfdu þeim og réttu við á víxl. Jafn­framt beittu þeir skutl­um sín­um af mik­illi snilld. Eng­an sel var raun­ar að finna á Poll­in­um, en þess í stað tókst veiði­mönn­un­um að hitta fugla á flugi og upp­skáru lof áhorf­enda.

Græn­lenski hóp­ur­inn yf­ir­gaf Ísa­fjörð að morgni 29. ág­úst. Skip­ið hreppti mik­ið óveð­ur, en að lok­um komst það til Scor­es­bysunds eft­ir viku úti­vist.

Ekki bár­ust Ís­firð­ing­um frek­ari fregn­ir af af­drif­um gesta sinna, enda Græn­land í raun lok­að land þaðan sem sára­litl­ar fregn­ir bár­ust. Snemma árs 1928 flutti þó Bjarmi, blað Krist­in­boðs­sam­bands­ins stutta fregn af sam­fé­lag­inu við Scor­es­bysund. Blað­ið hafði fjall­að ít­ar­lega um vígslu Seiers Abel­sen og far­ið fögr­um orð­um um trú­rækni Græn­lend­ing­anna, sem rit­stjór­an­um þótti aug­ljós­lega að væri mun meiri og hreinni en Ís­lend­inga.

Birti blað­ið frá­sögn úr riti danska trú­boðs­fé­lags­ins þar sem fram kom að marg­ir íbú­anna hafi átt við sjúk­dóma að stríða og þar af hafi fjór­ir full­orðn­ir lát­ist, að sögn séra Abel­sens. Hefði þar slæm­um húsa­kosti ver­ið um að kenna. Veik­ind­in hefðu leitt til mik­illa þreng­inga og hafi hluti fólks­ins neyðst til að leggja sér göm­ul tjaldskinn til munns og einn veiði­mað­ur­inn orð­ið að slátra tveim­ur hunda sinna til að seðja hung­ur barna sinna. Lét prest­ur­inn þess get­ið að sam­fé­lag­ið hefði orð­ið enn verr úti ef ekki hefðu kom­ið til veg­leg­ar fata­gjaf­ir Ís­firð­inga sumar­ið 1925. Tók hann þó fram að hóp­ur­inn væri kom­inn yf­ir erf­ið­asta hjall­ann, enda átti byggð­in við Scor­es­bysund eft­ir að efl­ast og dafna næstu ára­tug­ina, þótt kveikj­an að henni – landa­þræt­ur við Norð­menn – væri löngu fyr­ir bí.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.