Allt sem ég trúi á er í hættu

Sverr­ir Nor­land send­ir frá sér fimm stutt­ar bæk­ur. Á leið til Jap­an að vinna á bónda­bæ og rækta græn­meti.

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­brun@fretta­bla­did.is FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Sverr­ir Nor­land send­ir frá sér fimm bæk­ur í þessu jóla­bóka­flóði, þrjár stutt­ar skáld­sög­ur, smá­sagna­safn og ljóða­bók, sem eru hag­an­lega hnýtt­ar sam­an með snotru snæri. „Ég hef alltaf ver­ið hrif­inn af stutt­um bók­um sem mað­ur get­ur les­ið í ein­um rykk. Svo datt mér í hug að gefa út nokkr­ar stutt­ar bæk­ur sam­an, sem væru eins og ein stór bók, og selja á verði einn­ar bók­ar,“seg­ir hann.

Sverr­ir er einn af höf­und­um For­lags­ins en bæk­urn­ar fimm koma út hjá nýrri út­gáfu, AM for­lagi. „Ég er enn­þá hjá For­laginu, þessi út­gáfa er eins kon­ar hlið­ar­bú­skap­ur sem ég og fólk í kring­um mig st­end­ur að,“seg­ir Sverr­ir. „Kon­an mín hann­ar bæk­urn­ar, karl fað­ir minn er yf­ir­les­ari, bræð­ur mín­ir setja upp vef­síð­una og vin­ir mín­ir hjálp­uðu mér að hnýta sam­an bæk­urn­ar.“

Morð á Kaffi Best

Sp­urð­ur um efni skáld­sagn­anna seg­ir Sverr­ir: „Ein heit­ir Fal­leg­asta kyn­slóð­in er alltaf sú sem kem­ur næst og er saga um hóp ungra Ís­lend­inga sem ákveð­ur að bjarga ís­lensk­um bók­mennt­um frá dauða og ger­ir allt sem í sínu valdi st­end­ur til að ná því mark­miði. Önn­ur skáld­saga heit­ir Hið aga­lausa tív­ólí. Fram­ið er morð á hinu smekk­lega Kaffi Best í Vest­ur­bæn­um og tvær sein­heppn­ar lög­reglu­kon­ur, Elísa­bet og Lotta, þurfa að taka á hon­um stóra sín­um til að af­hjúpa hrylli­leg­an sann­leik­ann. Í ljós kem­ur að at­hygl­is­brest­ur hef­ur náð svo sterk­um tök­um á sam­fé­lag­inu að eng­inn, hvorki lög­regl­an né al­menn­ing­ur, get­ur ein­beitt sér að mál­inu – nema yf­ir­mað­ur morð- „Ef við hætt­um að hugsa um samfélag okk­ar á tungu­mál­inu okk­ar þá verð­ur ákveð­ið rof.“ deild­ar­inn­ar, Sverr­ir Nor­land, sem flýr í af­skekkt kofa­skrifli til að fá frið til að hugsa. Þriðja skáld­sag­an Mann­eskjusafn­ið seg­ir frá tveim­ur bræðr­um, Kornel­íusi Páli og Sig­valda Óla, sem missa for­eldra sína ung­ir. Skáld­sag­an fjall­ar einkum um hvernig bræð­urn­ir vinna úr sorg­inni og það hvernig við horf­um ólík­um aug­um á ver­öld­ina og hösl­um okk­ur

þar völl með mis­mun­andi hætti – og hvernig við get­um end­ur­skap­að alla ver­öld­ina í krafti list­ar­inn­ar.“

Ís­lensk menn­ing mjög banda­rísk

Ljóða­bók­in í pakk­an­um er Erfða­skrá á út­dauðu tungu­máli, þriðja ljóða­bók höf­und­ar, og þar seg­ist hann vera að fjalla um það hvernig væri að yrkja á tungu­máli sem eng­inn ann­ar skil­ur leng­ur. Ljóð­in er ým­ist frjáls eða rím­uð. Smá­sagna­safn­ið Heima­fólk geym­ir sjö sög­ur sem lýsa fólki sem er rót­laust í al­þjóð­leg­um sam­tíma. „Þar er ég að fjalla um það hver er heima­mað­ur þeg­ar öll landa­mæri hafa ver­ið máð út af tækni, lofts­lags­breyt­ing­um og samruna ólíkra menn­ing­ar­heima,“seg­ir Sverr­ir.

„Í þess­um fimm bók­um mín­um fjalla ég um ým­is­legt en ekki síst það

að vera Ís­lend­ing­ur af kyn­slóð þar sem tal­að er um tungu­mál­ið eins og það sé gam­al­menni sem sé að fara að geispa gol­unni. Að mörgu leyti er ís­lensk menn­ing mjög banda­rísk. Í verk­um mín­um er ég með­al ann­ars að spyrja hver við sé­um. Ég vil skrifa um ís­lensk­an sam­tíma því ef við hætt­um að hugsa um samfélag okk­ar á tungu­mál­inu okk­ar þá verð­ur ákveð­ið rof.“

Mik­il­vægi góðra les­enda

Mik­il ferða­lög eru fram und­an hjá Sverri. „Ég verð í Mexí­kó fram yf­ir jól­in og síð­an ligg­ur leið­in til Jap­ans þar sem ég ætla með­al ann­ars að vinna á bónda­bæ og læra að rækta græn­meti. Næsta haust fer ég svo í nám í um­hverf­is­fræð­um í Frakklandi. Mik­il ógn vof­ir yf­ir heim­in­um. Dýra- og plöntu­líf er í hættu og borg­ir og stað­ir eru að sökkva. Bók­in og skáld­skap­ur­inn eru í hættu. Allt sem ég trúi á er í hættu. Á tíma­bili hugs­aði ég: Ég get ekki bara setið heima hjá mér og bú­ið til vandamál og skáldað upp fólk þeg­ar það er svo margt ann­að sem þarf að gera.

Mér finnst við vera bú­in að af­tengja okk­ur svo mörgu, líka hvert öðru, en ef við gef­umst upp og hætt­um að búa til sög­ur og trúa á þær þá get­um við sleppt þessu öllu. Ég mun aldrei hætta að trúa á orð­in og skáld­skap­inn. Mað­ur sest nið­ur með bók og hleyp­ir ann­arri rödd að og slekk­ur nán­ast á sjálf­um sér. Sem bet­ur fer eig­um við marga fína rit­höf­unda en ég held jafn­vel að góð­ir les­end­ur sem hampa bók­um séu orðn­ir mik­il­væg­ari en góð­ir rit­höf­und­ar.“

Á TÍMA­BILI HUGS­AÐI ÉG: ÉG GET EKKI BARA SETIÐ HEIMA HJÁ MÉR OG BÚ­IÐ TIL VANDAMÁL OG SKÁLDAÐ UPP FÓLK ÞEG­AR ÞAÐ ER SVO MARGT ANN­AÐ SEM ÞARF AÐ GERA.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.