Ein spönn og kvar­til og tveir þuml­ung­ar í við­bót

Fréttablaðið - - MENNING MENNING - Gun@fretta­bla­did.is

Saga prjóns á Íslandi og prjóna­hefð í ís­lensk­um bún­inga­arfi er efni fyr­ir­lestr­ar Guð­rún­ar Hild­ar Rosenkjær, meist­ara í klæðskurði, í Þjóð­minja­safn­inu í dag klukk­an 14. Hún hef­ur end­ur­gert þrjár peys­ur frá liðn­um öld­um, sem hún seg­ir að sumu leyti til­gát­ur og þær verða til sýn­is á staðn­um.

„Það eru meira en hundrað ár síð­an svona peys­ur hafa ver­ið prjón­að­ar og það eru ekki til nein­ar upp­skrift­ir. Mæður kenndu dætrum og þannig viðhélst þekkingin. All­ar mæl­ing­ar voru gerð­ar með hönd­un­um. Kon­urn­ar settu bara hönd­ina á lík­amann og sögðu kannski: „Já, þetta er ein spönn og kvar­til og tveir þuml­ung­ar í við­bót. En þeg­ar mað­ur fer að vinna eft­ir sömu að­ferð­um og þær þá kem­ur þetta,“seg­ir Guð­rún Hild­ur.

Á Þjóð­minja­safn­inu eru peys­ur til, að sögn Guð­rún­ar Hild­ar, en þær eru orðn­ar ansi þófn­ar svo það er erfitt að telja þær út. „Ég hætti samt ekki fyrr en ég var bú­in að telja út eina, hún er frá 1890 og hún er tólf hundruð lykkj­ur, prjón­uð á prjóna núm­er 1,25. Ég hugsa að band­ið sé inn­flutt en fólk gat líka spunn­ið mjög fín­an þráð hér á landi,“seg­ir Guð­rún Hild­ur sem kveðst hafa fund­ið ým­is­legt út með rann­sókn­um, enda stundi hún meist­ara­nám í sagn­fræði núna.

„Ég var svo hepp­in að mér áskotn­að­ist lít­ill miði frá full­orð­inni konu sem hafði varð­veitt hann frá for­mæðr­um sín­um. Þar var handskrift frá seinni hluta nítj­ándu ald­ar. Þar stóð: „Fitja 53 á 14 prjóna.“Með þess­ari einu línu opn­að­ist upp­haf­ið að verk­inu. Ég fór að prjóna peysu á 14 prjóna af stærð­inni 1.50.“

Guð­rún Hild­ur er meist­ari í klæðskurði og kjólasaumi. Ásamt manni sín­um, Ás­mundi Kristjáns­syni vél­virkja og gullsmið, rek­ur hún fyr­ir­tæk­ið Ann­ríki í Hafnar­firði. Þar eru þau með sauma­verk­stæði, gull­smíða­verk­stæði, litla versl­un, nám­skeið og fræða­set­ur með bún­inga­safni. „Við er­um stór á þessu litla sviði og fólk kem­ur mik­ið til okk­ar, seg­ir Guð­rún Hild­ur sem núna fæst við að prjóna peysu eft­ir upp­skrift sem Skúli fógeti skrif­aði nið­ur 1770 og eng­in hef­ur treyst sér til að prjóna eft­ir. „Reynsl­an sem ég er kom­in með auð­veld­ar mér verk­ið.“ Peys­an sem Guð­rún Hild­ur klæð­ist er saum­uð úr klæði en með prjón­uð­um erm­um. Mað­ur henn­ar, Ás­mund­ur, er í vesti með prjón­uð­um boð­ung­um.

MÆÐUR KENNDU DÆTRUM OG ÞANNIG VIÐHÉLST ÞEKKINGIN.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.