Babb í Brókar­enda

Fréttablaðið - - MENNING - Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir Mál og menn­ing

Nær­buxna­verk­smiðj­an ★★★ ★

Höf­und­ur: Út­gef­andi: 90 blað­síð­ur

Ærsla­sög­ur hafa alltaf not­ið mik­illa vin­sælda hjá ung­um les­end­um og má nefna ým­is dæmi allt frá Grími grall­ara sem óknytt­að­ist á sjö­unda ára­tugn­um og til Skúla skelfis og Kaf­teins Of­ur­brók­ar sem óþekkt­ast þannig að heilu ár­gang­arn­ir hrist­ast af hlátri. Þá eru ógleymd­ar sög­ur Da­vids Walliams þar sem húm­or­inn er alltaf í fyr­ir­rúmi.

Nær­buxna­verk­smiðj­an sver sig að mörgu leyti í ætt við þess­ar sög­ur. Hún ger­ist í bæn­um Brókar­enda þar sem nær­buxna­verk­smiðj­an hef­ur ver­ið upp­haf og end­ir alls um ára­tuga­skeið. Göt­urn­ar í bæn­um eru nefnd­ar í sam­hengi við hana og kall­ast Silki­veg­ur, Bóm­ull­ar­braut og Blúndu­stíg­ur og einnig eru nokk­ur börn nefnd eft­ir stofn­and­an­um Ra­smusi. Nær­buxna­verk­smiðj­an var stór­iðja: eitt sinn var öll heims­byggð­in í ís­lensk­um nær­brók­um, eins og seg­ir í upp­hafi bók­ar­inn­ar. En svo er ekki leng­ur og þeg­ar Gutti, blíð­ur, mjúk­ur og af­skap­lega með­virk­ur strák­ur, kemst að því að hjarta bæj­ar­ins, nær­buxna­verk­smiðj­unni sem amma hans hef­ur unn­ið í ára­tug­um sam­an, hef­ur ver­ið lok­að án fyr­ir­vara velt­ir hann fyr­ir sér að grípa til sinna ráða. Með fulltingi óút­reikn­an­lega hrekkju­svíns­ins Ólínu legg­ur hann af stað til að kanna inn­viði verk­smiðj­unn­ar sem hef­ur ver­ið svo stór hluti af lífi bæj­ar­búa án þess að þeir veiti henni nokkra eft­ir­tekt og kemst þar að því að ekki er allt sem sýn­ist.

Nær­buxna­verk­smiðj­an er af­skap­lega skemmti­lega

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.