Heilu ætt­lið­irn­ir dansa sam­an til jóla

Fjöl­skyld­ur, mæðg­in, feðg­in og heilu ætt­lið­irn­ir dansa sam­an á nýju nám­skeiði Dancecenter. Þar verð­ur lögð áhersla á létt spor en að­al­at­rið­ið er að njóta sam­veru­stund­ar­inn­ar rétt fyr­ir há­tíð­arn­ar.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Bene­dikt­boas@fretta­bla­did.is

Nanna Ósk og Ma­ría dótt­ir henn­ar bros­andi kát­ar í stúd­íó­inu eft­ir að hafa dans­að sam­an.

Þetta hef­ur aldrei ver­ið gert. Að fjöl­skyld­ur, mæðg­in, feðg­in og heilu ætt­lið­irn­ir dansi sam­an,“seg­ir Nanna Ósk Jóns­dótt­ir, eig­andi Dancecenter. Nám­skeið­ið Fjöl­skyld­uD­ansG­leði-“Sprell og Bond­ing” hófst í dag þar sem ömm­ur eru sér­lega vel­komn­ar með enda seg­ir Nanna að þær hafi ver­ið reglu­leg­ir gest­ir á nám­skeið­um. Reynd­ar hafi heilu kven­legg­irn­ir oft dans­að sam­an hjá henni.

Að­spurð hvort það sé ekki nauð­syn­legt að kunna eitt­hvað seg­ir hún að dans­tím­arn­ir séu byggð­ir upp fyr­ir alla og tek­ið sé mið af hverju barni og for­eldri eft­ir getu. „Nám­skeið­in eru bland af léttri upp­hit­un, skemmti­leg­um dans­rútín­um, leikj­um og slök­un þar sem for­eldr­ar og börn geta átt sprell­i­stund en jafn­framt nær­andi náð­ar­stund. Rútín­urn­ar eru lauflétt­ar og sam­sett­ar þannig að for­eldri og barn dansa sam­an,“seg­ir hún og bæt­ir við að það sé svo til­val­ið að fara heim og æfa sig sam­an inni í stofu.

Þetta er fyrsta svona nám­skeið sem hald­ið er hér á landi. „Á Spáni og í mörg­um öðr­um lönd­um er þetta hluti af menn­ing­unni. Eins og í flamenco, þar sem börn al­ast upp Nanna fremst í flokki með nokkr­ar mömm­ur sem hafa ver­ið að mæta með döm­un­um sín­um. „Mömm­ur hafa mest mætt og svo ömm­ur með stúlk­urn­ar en ég vil ekki úti­loka neinn pabb­ann eða af­ann sem hef­ur áhuga.“

DANS ER EINS OG TRÚARBRÖGÐ FYR­IR MÉR – HANN GET­UR BJARG­AÐ MANNSLÍFUM.

við takt­inn frá blautu barns­beini. Þetta er til­val­ið fyr­ir for­eldra­hópa að sam­ein­ast með börn­in og marg­ir for­eldr­ar koma börn­un­um sín­um á óvart og sýna snilld­ar­takta sem þau yngri vissu ekki af.“

DanceCenter var stofn­að ár­ið

2007 en Nanna hef­ur kom­ið víða við á lífs­leið­inni. Hún er við­skipta­fræð­ing­ur af stjórn­un­ar- og mark­aðs­sviði og með fram­halds­mennt­un á því sviði og unn­ið í at­vinnu­líf­inu til fjölda ára. Hún sit­ur einnig í Al­þjóðanefnd FKA-Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu. En dans­inn hef­ur alltaf tog­að í hana. „Dans er eins og trúarbrögð fyr­ir mér – hann get­ur bjarg­að mannslífum,“seg­ir hún hress og kát.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.