Ensk jólakaka Pauls Newt­on

Enska jólakak­an er órjúf­an­leg­ur hluti af jóla­haldi margra. Und­ir­bún­ing­ur henn­ar tek­ur dá­góð­an tíma en hana þarf að vökva vik­um sam­an með áfengi áð­ur en hinu full­komna bragði er náð.

Fréttablaðið - - FÓLK KYNNINGARBLAÐ - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir bryn­hild­ur@fretta­bla­did.is MYND/ STEFÁN KARLS­SON

Þó sum­um finn­ist jól­in vera langt und­an er ekki seinna vænna að fara að sinna ýms­um jóla­verk­um. Með­al þeirra má nefna bakst­ur hinn­ar sí­gildu og ein­stöku ensku jóla­köku sem þarf að vökva með áfengi vik­um sam­an til að ná hinu eina sanna djúpa ávaxta­bragði sem fyr­ir sum­um er órjúf­an­leg­ur hluti af jól­un­um. Paul Newt­on rak lengi versl­un­ina Pip­ar og salt á Klapp­ar­stíg þar sem hann kynnti með­al ann­ars breska jólasiði og jóla­góð­gæti fyr­ir Ís­lend­ing­um. Hann gaf Frétta­blað­inu upp­skrift að enskri jóla­köku ár­ið 2010 sem á eng­an sinn líka svo við feng­um góð­fús­legt leyfi til að birta hana aft­ur. 350 g ósalt­að smjör

350 g púð­ur­syk­ur

450 g hveiti

6 egg

Salt á hnífsoddi

½ tsk. kanill

½ tsk. múskat

½ tsk. neg­ull

300 g sykr­að­ir bland­að­ir ávext­ir 450 g ljós­ar rús­ín­ur

450 g kú­r­en­ur

125 g rús­ín­ur

125 g möndlu­f­lög­ur

30 ml síróp

1 bolli koní­ak

1 krukka hreint apríkó­sum­auk 450 g möndl­u­marsíp­an

Legg­ið rús­ín­ur og kú­r­en­ur í koní­aks­bleyti nótt­ina fyr­ir bakst­ur. Tak­ið spring­form, ann­að­hvort eitt 23 cm í þver­mál, eða tvö 18 cm. Setj­ið þrjú lög af smjörpapp­ír á botn­inn og smyrj­ið með smjöri. Þetta er gert svo kak­an brenni ekki. Setj­ið einnig þrjú lög af papp­ír í hlið­ar forms­ins. Brún­um maskínupapp­ír er vaf­ið ut­an um formið og bund­ið með bóm­ull­argarni. Á bök­un­ar­plöt­una eru sett tvö lög af brún­um maskínupapp­ír.

Deig: Bland­ið sam­an í skál kú­r­en­um, rús­ín­um, ávöxt­um, möndlu­f­lög­um og kryddi. Þeyt­ið í ann­arri skál smjör og púð­ur­syk­ur uns létt og ljóst og bæt­ið svo einu og einu eggi í. Sigt­ið hveit­ið og bland­ið í eggja­hrær­una. Bland­ið henni svo sam­an við ávext­ina. Að lok­um er af­gangi af koní­aki bætt sam­an við og síróp­inu. Deig­ið Eitt að­als­merki ensku jóla­kök­unn­ar er hvað hún er oft fal­lega skreytt.

er til­bú­ið ef það dett­ur af sleif. Deig­ið er sett í form. Sum­ir geyma formið í ís­skáp fram á næsta dag en einnig má baka kök­una strax. Úð­ið yf­ir kök­una með vatni og hylj­ið svo með tveim­ur lög­um af smjörpapp­ír

sem hef­ur ver­ið smurð­ur með smjöri og klipp­ið á loft­gat. Kak­an er bök­uð við 140 gráðu hita í 6 klukku­stund­ir (en 3 klukku­tíma ef formin eru tvö). Þeg­ar kak­an er bök­uð þarf að pakka henni í tvö­falt Paul Newt­on rak lengi versl­un­ina Pip­ar og salt á Klapp­ar­stíg sem var fast­ur við­komu­stað­ur margra á að­vent­unni. lag af smjörpapp­ír og papp­ír­inn er fest­ur vel með gúmmíteygj­um. Svo er álp­app­ír pakk­að ut­an um hana og hún sett í loft­þétt köku­box. Þar fær kak­an að standa óhreyfð í nokkra daga. Viku­lega er kak­an tek­in fram, gerð­ar litl­ar hol­ur í botn og topp með grill­prjóni og tveim­ur, þrem­ur mat­skeið­um af koní­aki hellt yf­ir. Hálf­um mán­uði fyr­ir jól er kak­an pensl­uð með hreinu apríkó­sum­ar­mel­aði sem er hit­að fyrst. Það er gert svo marsípan­ið fest­ist bet­ur við kök­una. Marsípan­ið má kaupa til­bú­ið í stór­mörk­uð­um eða hjá bak­ara. Það er rúll­að út og lagt yf­ir kök­una. Viku fyr­ir jól er kak­an skreytt með flór­syk­urs­bráð. Sum­ir láta nægja að lita marsípan­ið hvítt því bráð­ina get­ur ver­ið vanda­samt að gera. 675 g flór­syk­ur

4 eggja­hvít­ur

1 msk. sítr­ónusafi

2 tsk. glýserín

Flór­syk­ur­inn sigt­að­ur, eggj­ar­auð­ur Sum­ir kjósa að taka inni­halds­efn­in til áð­ur en bakst­ur hefst.

þeytt­ar vel. Bæt­ið við einni msk. af flór­sykri í einu of­ur­hægt og þeyt­ið vel á milli. Sítr­ónusafa og glýseríni bætt út í og þeytt uns bland­an er orð­in eins og mar­engs.

Skál­in er hul­in með rök­um klút og geymd í einn til tvo tíma. Bráð­ina má lita með mat­ar­lit. Flór­syk­urs­bráð­in er bor­in á marsíp­an­húð kök­unn­ar. Fyrst er bor­ið á topp kök­unn­ar og þeg­ar það hef­ur þorn­að er bráð­in sett á hlið­ar henn­ar. Kök­una má síð­an skreyta með marsíp­anskrauti.

Í þess­um þver­skurði má glöggt sjá hvernig syk­ur­bráð­in og marsipan­ið spila sam­an. Og hvað ensk jólakaka er ein­stak­lega fal­leg og há­tíð­leg.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.