Fréttablaðið - Serblod

Nán­ast allt vélvaett

Jón Eg­ill Jó­hanns­son, bóndi á Skerð­ings­stöð­um í Hvamms­sveit, hef­ur upp­lif­að ýms­ar breyt­ing­ar í land­bún­aði frá því hann var að al­ast upp á bú­inu sem hann tók svo sjálf­ur við 1996.

- Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­drun@fretta­bla­did.is

Jón Eg­ill seg­ir gríð­ar­leg­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið í land­bún­aði frá því hann var al­ast upp. „Ég er bú­inn að stýra bú­inu síð­an 1996 en ég er faedd­ur og upp­al­inn hér á þessu búi,“seg­ir Jón Eg­ill. „Frá því ég tók við bú­inu eru helstu breyt­ing­arn­ar þa­er að vél­arn­ar eru orðn­ar staerri og full­komn­ari. Það var kom­in rúllu­vél þá en sú sem við not­um núna er staerri og ger­ir staerri og þétt­ari rúll­ur sem þýð­ir að við setj­um meira í hvern bagga. Þannig spör­um við baeði olíu og plast, en það er nátt­úru­lega best að nota eins lít­ið af plasti og við kom­umst upp með.“

Þeg­ar Jón Eg­ill var að al­ast upp var hey­inu rak­að sam­an í galta, keyrt heim og mok­að inn í hlöðu með handafli. Seinna kom blás­ari sem blés hey­inu inni í hlöð­una svo ekki þurfti að moka með hönd­un­um. „Síð­ar kom bagga­vél með litl­um þurr­heys­bögg­um. Það var allt þurrk­að á þess­um tíma. Seinna kom svo flat­gryfja. Þá var hey­ið tek­ið upp í hleðslu­vagna, því mok­að of­an í gryfju og þjapp­að og það svo tek­ið upp aft­ur,“út­skýr­ir Jón Eg­ill.

„Það var ekki fyrr en í kring­um 1990 sem við fór­um að nota rúllu­vél. Þarna á milli kom svo heyhleðslu­vagn sem tek­ur hey­ið sjálf­ur upp. Þá var haegt að keyra hey­ið beint heim. Það þurfti ekki leng­ur að moka því upp á vagn niðri á túni.“

Jón Eg­ill seg­ist í raun bú­inn að upp­lifa alla þró­un­ina í hey­vinnu. „Nema ég er ekki kom­inn með rúllu­sam­sta­eðu sem baeði pakk­ar og rúll­ar í einu. Ég er með rúllu­vél og pökk­un­ar­vél í sitt­hvoru lagi. Í dag eru að vísu marg­ir farn­ir að nota vot­hey aft­ur. Sér­stak­lega á stór­um bú­um. En við er­um ekki kom­in þang­að enn. Það mun­ar al­veg gríð­ar­lega um það í plast­notk­un að vera með vot­hey og það er alls ekk­ert verra hey.“

Ró­bót­ar mjólka og moka skít

Í dag er orð­in mik­il vélvaeð­ing í land­bún­aði og Jón Eg­ill seg­ir að haegt sé að hafa nán­ast allt vélvaett. Sér­stak­lega í kúa­bú­skap. Það eru til ró­bót­ar sem mjólka sjálf­ir og ró­bót­ar sem moka skít svo daemi séu nefnd.

„Við höf­um ekki geng­ið svo langt að hafa ró­bóta til að mjólka en við er­um með mjalta­gryfju. Hún er reynd­ar tölvu­tengd og það full­kom­in að hún ger­ir allt nema ég þvae kus­urn­ar og set á þa­er. Gryfjan stýr­ir því hve mik­ið er mjólk­að og stýr­ir þeim inn og opn­ar fyr­ir þeim þeg­ar laust er fyr­ir þa­er. Hún safn­ar sam­an öll­um upp­lýs­ing­um um hve mik­ið er mjólk­að eða hvort eitt­hvað sé að, eins og til daem­is júg­ur­bólga. Hún send­ir okk­ur við­vör­un um það. En það er taekni sem ró­bót­arn­ir búa líka yf­ir.“

Sú vinnu­vél sem Jón Eg­ill not­ar mest er drátt­ar­vél­in. „Hana nota ég mest allt ár­ið. Ég nota hana við að keyra inn fóð­ur og flytja skít­inn frá bú­inu og út á tún. En svo teng­ir mað­ur líka alls kon­ar taeki við drátt­ar­vél­ina til daem­is taeki til að slá og svo rúllu­vél­ina.“

Jón Eg­ill seg­ir rúllu­vél­ina vera mestu bylt­ingu í land­bún­að­ar­vél­um sem hann hef­ur upp­lif­að. „Hún spar­ar al­veg gríð­ar­lega vinnu. Það er nán­ast allt gert fyr­ir þig. Rúllu­vél­in rúll­ar upp, pökk­un­ar­vél­in pakk­ar, svo er þetta tek­ið upp með taekj­um og rað­að í staeð­ur upp á vagni. Manns­hönd­in kem­ur ekk­ert nála­egt þessu fyrr en mað­ur þarf að gefa hey­ið á jötu inni í fjár­hús­un­um.“

Spurð­ur að því hvort það sé ein­hver taekni sem vant­ar seg­ir Jón Eg­ill að það sé helst fóð­ur­kerfi sem gef­ur sjálft. „Það er að vísu kom­ið ein­hvers kon­ar þannig kerfi á ein­hverj­um stöð­um eins og á nýj­um kúa­bú­um. Það virk­ar þannig að þú set­ur kannski þrjár teg­und­ir af fóðri inn í skemmu og still­ir tölvu. Tölv­an bland­ar svo fóðr­ið í ákveðn­um hlut­föll­um. Tölvu­stýrt apparat sem keyr­ir svo fóðr­ið inn að jöt­un­um og gef­ur grip­un­um, eða faeri­band í loft­inu skammt­ar fóðr­ið. Þar sem svona kerfi er kom­ið upp ásamt ró­bót­um sem mjólka og moka skít­inn er starf bónd­ans orð­ið að meira eft­ir­lits­starfi. Auð­vit­að þarf stund­um að grípa inn í og það þarf að fylgj­ast vel með. Það er kom­ið ansi mik­ið af flottri taekni. Það er bara spurn­ing hvort menn hafi efni á að setja hana alla upp.“

 ??  ?? Jón Eg­ill seg­ir ýms­ar taekninýj­ung­ar í land­bún­aði hafa breytt starfi bónd­ans.
Jón Eg­ill seg­ir ýms­ar taekninýj­ung­ar í land­bún­aði hafa breytt starfi bónd­ans.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland