Fréttablaðið - Serblod

Kaffi­hlé­ið er mik­ilvaeg­ast

6. des­em­ber naest­kom­andi verða 12 ár lið­in síð­an um það bil þrjá­tíu áhuga­menn um drátt­ar­vél­ar komu sam­an í Iðn­skól­an­um í Reykja­vík og stofn­uðu Fergu­son-fé­lag­ið.

-

Ídag eru fé­lags­menn orðn­ir rúm­lega 280 sem greiða 3.000 króna ár­legt fé­lags­gjald. Einn af helstu hvata­mönn­um fé­lags­ins, Ragn­ar Jónas­son, seg­ir til­gang­inn með stofn­un fé­lags­ins hafa ver­ið að koma öll­um áhuga­mönn­um um drátt­ar­vél­ar í kynni hverj­um við ann­an.

„Þeg­ar ég er að byrja að velta þessu fyr­ir mér, þá er ég að horfa út frá því að vera ný­bú­inn að eign­ast gaml­an grána og ég veit ekki neitt; það vaeri snjallt ef mað­ur hefði að­gang að fleir­um sem eru á sama stigi. Ég byrja að elta uppi menn, sem ég veit að eiga trak­tora, til þess að leita upp­lýs­inga; eins og með manúala eða partal­ista. Að geta sótt í reynslu­sögu annarra, það er frum­hug­mynd­in. Mitt markmið var að reyna að koma mönn­um úr skúrn­um og gera þá sýni­lega,“seg­ir Ragn­ar.

Segja má að vel hafi tek­ist til hjá Ragn­ari og fé­lög­um en að hans sögn eru fund­irn­ir, sem fé­lag­ið stend­ur fyr­ir, sótt­ir af fjöru­tíu til sex­tíu fé­lags­mönn­um að með­al­tali hverju sinni. „Það er al­veg ótrú­legt hve marg­ir maeta, mið­að við það að kannski er fund­ar­efn­ið ekki alltaf neitt rosa merki­legt. Menn hafa gam­an af því að hitt­ast, og við töl­um um það að kaffi­hlé­ið sé mik­ilvaeg­asta stund­in,“seg­ir Ragn­ar og nefn­ir einnig að efnt hafi ver­ið til tveggja ut­an­lands­ferða. Far­ið var til eyj­ar­inn­ar Isle of Wig­ht á Suð­ur-Englandi – sem stund­um er köll­uð Mekka Fergu­son-vél­anna – og svo á Fergu­sonsafn­ið á Jótlandi, sem tal­ið er eitt það staersta sinn­ar teg­und­ar í Evr­ópu. Jafn­vel seg­ir hann vera far­ið að huga að naestu ferð. Það er því óhaett að segja að mik­il virkni sé í fé­lags­líf­inu og seg­ir Ragn­ar að öll­um fé­lags­mönn­um standi til boða að sa­ekja ut­an­lands­ferð­irn­ar.

Þó að fé­lags­líf­ið sé fjör­ugt er ekki þar með sagt að með­al­ald­ur fé­lags­manna sé eitt­hvað laegri fyr­ir vik­ið. „Með­al­ald­ur­inn er býsna hár, senni­lega í kring­um sjö­tugt, en auð­vit­að eru all­marg­ir mun yngri,“seg­ir Ragn­ar. Hann seg­ir taekn­i­þró­un drátt­ar­véla hafa ver­ið um­tals­verða á síð­ustu ára­tug­um sem skýra megi dvín­andi áhuga yngri kyn­slóða á upp­gerð drátt­ar­véla. „Vél­arn­ar í dag eru nátt­úru­lega allt öðru­vísi. Þetta er mik­ið glu­ssa- og tölvu­kerfi. Ef vél­in bil­ar þá send­ir verksta­eð­ið mann sem mael­ir og ef hann get­ur ekki lag­að með því að skipta um ein­hvern kubb er hringt á drátt­ar­bíl sem sa­ek­ir vél­ina og fer með hana á verksta­eði þar sem hún er rif­in. Þetta eru ekki sömu hand­tök­in leng­ur.“

Eitt af meg­in­gild­um fé­lags­ins er að grafa upp og varð­veita sögu vél­anna og tala menn um að vél án sögu sé bara hálf vél. Ragn­ar seg­ir að land­bún­að­ar­hug­sjón­ir Fergu­son og Ford og inn­koma drátt­ar­véla þeirra hafi ver­ið trú þeirra á að auk­ið fram­boð mat­vaela ynni gegn út­breiðslu komm­ún­ism­ans. Jafn­framt hafi vél­arn­ar leyst þá mann­eklu sem mynd­að­ist þeg­ar hjúa­lög­in giltu.

„Við not­um orð­ið heim­il­is­drátt­ar­vél­ar vegna þess að taek­in hér hjá okk­ur voru fyrst og fremst not­uð til þess að draga sláttu-, snún­ing­sog rakstr­ar­vél­ar. Á Íslandi var ekki ver­ið að pla­egja upp akra. Það eina sem var pla­egt á Íslandi voru kart­öflu­garð­ar og þeg­ar rýnt er í inn­flutn­ingstöl­ur kem­ur í ljós að til­tölu­lega fá­ir plóg­ar voru flutt­ir til lands­ins. Það var ekki hefð fyr­ir því. Þessi drátt­ar­ta­eki leysa fólks­þörf­ina í sveit­un­um af hólmi,“seg­ir Ragn­ar sem kveðst sjálf­ur hafa þá reynslu að vera send­ur í sveit 11 ára gam­all. „Ég er faedd­ur 1947 og var send­ur í sveit frá 11 til 15 ára ald­urs og byrj­aði strax að keyra traktor. Það er ásta­eð­an fyr­ir öllu. Ég var send­ur norð­ur í Eyja­fjörð, á bae sem heit­ir Vill­inga­dal­ur. Ba­er­inn hét þetta áð­ur en ég kom,“seg­ir Ragn­ar.

„Það var svo snið­ugt í gamla daga. Þú gast far­ið í kaup­fé­lag­ið, lagt alla mjólk og dilka inn. Í stað­inn gat kaup­fé­lag­ið boð­ið þér fóð­ur­baet­inn, all­ar vör­ur heim­il­is­ins og tvaer grund­vall­ar­gerð­ir drátt­ar­véla. Frá In­ternati­onal Har­vester eða Fergu­son. Am­er­ísk eða bresk. Hins veg­ar, ef þú vild­ir Deutz, þurft­irðu að fara í kaup­fé­lag­ið og tala þar við mann og segja að nú vant­aði þig að taka út pen­inga, því þú aetl­ir í Ham­ar að kaupa Deutz. En það var ekki sjálfsagt að þú feng­ir pen­ing­ana því þeir voru í veltu kaup­fé­lags­ins. Menn voru hálf­veg­is neydd­ir til þess að versla við kaup­fé­lag­ið og kaupa trak­tora þar, en höfðu þó þetta; Nalla eða Fergu­son,“baet­ir hann svo við.

Öll­um áhuga­mönn­um um gamla trak­tora er hleypt inn í Fergu­son­fé­lag­ið, óháð því hvaða teg­und­ir þeir að­hyll­ast, þó að nafn­ið gefi kannski ann­að til kynna. Ákveð­ið var að breyta lög­um fé­lags­ins þeg­ar kom í ljós að marg­ir fé­lags­manna áttu aðr­ar teg­und­ir drátt­ar­véla, en ákveð­ið var að halda nafn­inu sem hafði þeg­ar náð fót­festu sem sam­ein­ing­ar­tákn áhuga­manna um gamla trak­tora.

Heima­síðu fé­lags­ins má finna á slóð­inni fergu­son-felagid.com, og á Face­book er þá að finna á tveim­ur síð­um; Fergu­son­fé­lag­ið og Fergu­son­fé­lags-grúpp­an.

Þú gast far­ið í kaup­fé­lag­ið, lagt alla mjólk og dilka inn. Í stað­inn gat kaup­fé­lag­ið boð­ið þér fóð­ur­baet­inn, all­ar vör­ur heim­il­is­ins og tvaer grund­vall­ar­gerð­ir drátt­ar­véla.

Ef vél­in bil­ar þá send­ir verksta­eð­ið mann sem mael­ir og ef hann get­ur ekki lag­að með því að skipta um ein­hvern kubb er hringt á drátt­ar­bíl sem sa­ek­ir vél­ina og fer með hana á verksta­eði þar sem hún er rif­in.

Scania vöru­bif­reið­ar hafa um ára­bil ver­ið sölu­haestu vöru­bif­reið­ar lands­ins og er Hiab einn staersti fram­leið­andi í heimi á hleðslu­krön­um fyr­ir vöru­bíla. Í ár held­ur Scania upp á

50 ára af­ma­eli V8 vél­ar­inn­ar sem hef­ur ver­ið flagg­skip þeirra og ekki að ásta­eðu­lausu að bíl­ar með

V8 mótor hafa feng­ið nafn­bót­ina „King of the Road“,“seg­ir Bjarni Arn­ar­son, fram­kvaemda­stjóri sölu­sviðs hjá Kletti.

„Í dag er Scania eini fram­leið­andi vöru­bif­reiða sem get­ur boð­ið V8 Euro 6 vél­ar, sem gef­ur þeim sér­stöðu á sín­um mark­aði. Scania hef­ur skap­að sér traust­an sess hér á landi og legg­ur Klett­ur mik­inn metn­að í að þjón­usta við­skipta­vini sína sem best. Op­ið er á vöru­bíla­verksta­eð­inu til kl. 23.30 og í öll­um deild­um er bakvakt all­an sól­ar­hring­inn all­an árs­ins hring. Jafn­framt höf­um við opn­að þjón­ustu­um­boð á Akur­eyri til að auka þjón­ust­una við við­skipta­vini okk­ar,“seg­ir Bjarni.

Nýj­ung­ar frá Hiab

Vöru­lína og und­ir­tekt­ir Hiab hafa senni­lega aldrei ver­ið sterk­ari en Hiab hef­ur fram­leitt hleðslukr­ana óslit­ið frá 1944. „Und­an­far­ið hef­ur Hiab kynnt marga nýja krana og taekninýj­ung­ar og má þar helst nefna nýja kyn­slóð af HiPro stjórn­kerf­inu sem er það full­komn­asta sem völ er á í hleðslu­krön­um en það býð­ur upp á mik­ið vökv­afla­eði og ein­staka sam­keyrslu og ná­kvaemni á hreyf­ing­um kran­ans,“upp­lýs­ir Bjarni.

„Aðr­ar spenn­andi nýj­ung­ar eru ASC bún­að­ur (Autom­atic Speed Control) sem eyk­ur lyftigetu og still­ir af há­marks­hraða sjálf­virkt; PFD (Pump Flow Distri­buti­on) sem jafn­ar út vökv­afla­eði í réttu hlut­falli mið­að við það vökv­afla­eði sem er til ráð­stöf­un­ar en með því faest ótrú­leg ná­kvaemni á hreyf­ing­ar kran­ans; Hiab VSL plus stöð­ug­leika­kerfi sem er af­ar full­kom­ið og býð­ur upp á há­marks­stöð­ug­leika óháð í hvaða stöðu stoð­fa­et­ur eru hverju sinni og eyk­ur þar með ör­yggi bíls og krana; Hiab Endurance sem er ný um­hverf­is­vaen yf­ir­borðs­með­höndl­un á lakki kran­anna sem bygg­ir á nanóta­ekni og veit­ir há­marks vörn og end­ingu. Þetta eru að­eins ör­fá daemi um þa­er nýj­ung­ar sem kom­ið hafa fram að und­an­förnu,“seg­ir Bjarni.

Í ár held­ur Scania upp á 50 ára af­ma­eli V8 vél­ar­inn­ar sem hef­ur ver­ið flagg­skip þeirra og ekki að ásta­eðu­lausu að bíl­ar með V8 mótor hafa feng­ið nafn­bót­ina „King of the Road“.

Bjarni Arn­ar­son

Ný Scania R650 8x4*4

Kr­ana­þjón­usta Rún­ars Braga­son­ar fékk af­hent­an í síð­ustu viku glaesi­lega Scania R650 8x4*4 með Hiab 408 HiPro hleðslukr­ana sem er um það bil 40 tm. Ábygg­ing­in er frá Sörling í Sví­þjóð og er pall­ur­inn með­al ann­ars með víbr­ara, gámalás­um og upp­hit­un. Ábygg­ing­in er ein­stak­lega lág á bíln­um sem baet­ir alla um­gengni. Góð­ar hirsl­ur eru síð­an á hlið­um bíls­ins og er hann með stoð­fa­et­ur að aft­an.

Ný Scania R650 10x4*6

Urði ehf. og ESJ vöru­bíl­ar ehf. eru um þess­ar mund­ir að taka í notk­un stór­glaesi­lega Scania R650 10x4*6 með Hiab 1058 HiPro hleðslu­krön­um ásamt Jib (fingri) en þess­ir kran­ar eru í 90-100 tm klass­an­um. Ábygg­ing­in er frá Tyll­is í Finn­landi og er hún sér­snið­in að þörf­um eig­anda með til­liti til um­gengni og fest­inga á vör­um. Stoð­fa­et­ur eru baeði fremst á bíl, út frá krana og aft­ast sem veit­ir 100% lyftigetu all­an snún­ings­fer­il­inn. Ábygg­ing­in er ein­stak­lega lág á bíln­um. Góð­ar hirsl­ur eru síð­an á hlið­um.

V8 af­ma­el­isút­gáf­ur

All­ir bíl­arn­ir eru af Scania V8 af­ma­el­is­gerð með 650 ha. 3.300 Nm V-8 vél­ini sem er 16,4 l. Öku­manns­hús er CR20N (milli­hátt), bú­ið öll­um helstu þa­eg­ind­um sem völ er á eins og leð­ur­ákla­eði, lúxuskoju, ís­skáp, marg­miðl­un­ar­kerfi með snerti­skjá, GPS leið­sögu­kerfi og hrað­astilli með fjar­la­egð­ar­nema og fleira. Öku­manns­hús­ið býð­ur upp á besta út­sýni sem ger­ist í dag í vöru­bíl, frá­ba­ert að­gengi að öllu sem við­kem­ur maela­borði og inn­stig inn í hús­ið er gott

 ??  ?? Ragn­ar Jónas­son er sann­kall­að­ur áhuga­mað­ur um drátt­ar­vél­ar en áhug­inn kvikn­aði í Vill­inga­daln­um.
Ragn­ar Jónas­son er sann­kall­að­ur áhuga­mað­ur um drátt­ar­vél­ar en áhug­inn kvikn­aði í Vill­inga­daln­um.
 ??  ?? Gröf­u­þjón­usta Rún­ars Braga­son­ar ehf. fékk þessa Scania R650 8x4*4 með Hiab krana og Sörling ábygg­ingu af­henta á dög­un­um.
Gröf­u­þjón­usta Rún­ars Braga­son­ar ehf. fékk þessa Scania R650 8x4*4 með Hiab krana og Sörling ábygg­ingu af­henta á dög­un­um.
 ??  ?? ESJ vöru­bíl­ar ehf. er að fá þessa Scania R650 10x4*6 með Hiab krana og Tyll­is ábygg­ingu af­henta.
ESJ vöru­bíl­ar ehf. er að fá þessa Scania R650 10x4*6 með Hiab krana og Tyll­is ábygg­ingu af­henta.
 ??  ?? Urði ehf. er að fá þessa Scania R650 10x4*6 með Hiab krana og Tyll­is ábygg­ingu af­henta.
Urði ehf. er að fá þessa Scania R650 10x4*6 með Hiab krana og Tyll­is ábygg­ingu af­henta.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland