Kaffihléið er mikilvaegast
6. desember naestkomandi verða 12 ár liðin síðan um það bil þrjátíu áhugamenn um dráttarvélar komu saman í Iðnskólanum í Reykjavík og stofnuðu Ferguson-félagið.
Ídag eru félagsmenn orðnir rúmlega 280 sem greiða 3.000 króna árlegt félagsgjald. Einn af helstu hvatamönnum félagsins, Ragnar Jónasson, segir tilganginn með stofnun félagsins hafa verið að koma öllum áhugamönnum um dráttarvélar í kynni hverjum við annan.
„Þegar ég er að byrja að velta þessu fyrir mér, þá er ég að horfa út frá því að vera nýbúinn að eignast gamlan grána og ég veit ekki neitt; það vaeri snjallt ef maður hefði aðgang að fleirum sem eru á sama stigi. Ég byrja að elta uppi menn, sem ég veit að eiga traktora, til þess að leita upplýsinga; eins og með manúala eða partalista. Að geta sótt í reynslusögu annarra, það er frumhugmyndin. Mitt markmið var að reyna að koma mönnum úr skúrnum og gera þá sýnilega,“segir Ragnar.
Segja má að vel hafi tekist til hjá Ragnari og félögum en að hans sögn eru fundirnir, sem félagið stendur fyrir, sóttir af fjörutíu til sextíu félagsmönnum að meðaltali hverju sinni. „Það er alveg ótrúlegt hve margir maeta, miðað við það að kannski er fundarefnið ekki alltaf neitt rosa merkilegt. Menn hafa gaman af því að hittast, og við tölum um það að kaffihléið sé mikilvaegasta stundin,“segir Ragnar og nefnir einnig að efnt hafi verið til tveggja utanlandsferða. Farið var til eyjarinnar Isle of Wight á Suður-Englandi – sem stundum er kölluð Mekka Ferguson-vélanna – og svo á Fergusonsafnið á Jótlandi, sem talið er eitt það staersta sinnar tegundar í Evrópu. Jafnvel segir hann vera farið að huga að naestu ferð. Það er því óhaett að segja að mikil virkni sé í félagslífinu og segir Ragnar að öllum félagsmönnum standi til boða að saekja utanlandsferðirnar.
Þó að félagslífið sé fjörugt er ekki þar með sagt að meðalaldur félagsmanna sé eitthvað laegri fyrir vikið. „Meðalaldurinn er býsna hár, sennilega í kringum sjötugt, en auðvitað eru allmargir mun yngri,“segir Ragnar. Hann segir taekniþróun dráttarvéla hafa verið umtalsverða á síðustu áratugum sem skýra megi dvínandi áhuga yngri kynslóða á uppgerð dráttarvéla. „Vélarnar í dag eru náttúrulega allt öðruvísi. Þetta er mikið glussa- og tölvukerfi. Ef vélin bilar þá sendir verkstaeðið mann sem maelir og ef hann getur ekki lagað með því að skipta um einhvern kubb er hringt á dráttarbíl sem saekir vélina og fer með hana á verkstaeði þar sem hún er rifin. Þetta eru ekki sömu handtökin lengur.“
Eitt af megingildum félagsins er að grafa upp og varðveita sögu vélanna og tala menn um að vél án sögu sé bara hálf vél. Ragnar segir að landbúnaðarhugsjónir Ferguson og Ford og innkoma dráttarvéla þeirra hafi verið trú þeirra á að aukið framboð matvaela ynni gegn útbreiðslu kommúnismans. Jafnframt hafi vélarnar leyst þá manneklu sem myndaðist þegar hjúalögin giltu.
„Við notum orðið heimilisdráttarvélar vegna þess að taekin hér hjá okkur voru fyrst og fremst notuð til þess að draga sláttu-, snúningsog rakstrarvélar. Á Íslandi var ekki verið að plaegja upp akra. Það eina sem var plaegt á Íslandi voru kartöflugarðar og þegar rýnt er í innflutningstölur kemur í ljós að tiltölulega fáir plógar voru fluttir til landsins. Það var ekki hefð fyrir því. Þessi dráttartaeki leysa fólksþörfina í sveitunum af hólmi,“segir Ragnar sem kveðst sjálfur hafa þá reynslu að vera sendur í sveit 11 ára gamall. „Ég er faeddur 1947 og var sendur í sveit frá 11 til 15 ára aldurs og byrjaði strax að keyra traktor. Það er ástaeðan fyrir öllu. Ég var sendur norður í Eyjafjörð, á bae sem heitir Villingadalur. Baerinn hét þetta áður en ég kom,“segir Ragnar.
„Það var svo sniðugt í gamla daga. Þú gast farið í kaupfélagið, lagt alla mjólk og dilka inn. Í staðinn gat kaupfélagið boðið þér fóðurbaetinn, allar vörur heimilisins og tvaer grundvallargerðir dráttarvéla. Frá International Harvester eða Ferguson. Amerísk eða bresk. Hins vegar, ef þú vildir Deutz, þurftirðu að fara í kaupfélagið og tala þar við mann og segja að nú vantaði þig að taka út peninga, því þú aetlir í Hamar að kaupa Deutz. En það var ekki sjálfsagt að þú fengir peningana því þeir voru í veltu kaupfélagsins. Menn voru hálfvegis neyddir til þess að versla við kaupfélagið og kaupa traktora þar, en höfðu þó þetta; Nalla eða Ferguson,“baetir hann svo við.
Öllum áhugamönnum um gamla traktora er hleypt inn í Fergusonfélagið, óháð því hvaða tegundir þeir aðhyllast, þó að nafnið gefi kannski annað til kynna. Ákveðið var að breyta lögum félagsins þegar kom í ljós að margir félagsmanna áttu aðrar tegundir dráttarvéla, en ákveðið var að halda nafninu sem hafði þegar náð fótfestu sem sameiningartákn áhugamanna um gamla traktora.
Heimasíðu félagsins má finna á slóðinni ferguson-felagid.com, og á Facebook er þá að finna á tveimur síðum; Fergusonfélagið og Fergusonfélags-grúppan.
Þú gast farið í kaupfélagið, lagt alla mjólk og dilka inn. Í staðinn gat kaupfélagið boðið þér fóðurbaetinn, allar vörur heimilisins og tvaer grundvallargerðir dráttarvéla.
Ef vélin bilar þá sendir verkstaeðið mann sem maelir og ef hann getur ekki lagað með því að skipta um einhvern kubb er hringt á dráttarbíl sem saekir vélina og fer með hana á verkstaeði þar sem hún er rifin.
Scania vörubifreiðar hafa um árabil verið söluhaestu vörubifreiðar landsins og er Hiab einn staersti framleiðandi í heimi á hleðslukrönum fyrir vörubíla. Í ár heldur Scania upp á
50 ára afmaeli V8 vélarinnar sem hefur verið flaggskip þeirra og ekki að ástaeðulausu að bílar með
V8 mótor hafa fengið nafnbótina „King of the Road“,“segir Bjarni Arnarson, framkvaemdastjóri sölusviðs hjá Kletti.
„Í dag er Scania eini framleiðandi vörubifreiða sem getur boðið V8 Euro 6 vélar, sem gefur þeim sérstöðu á sínum markaði. Scania hefur skapað sér traustan sess hér á landi og leggur Klettur mikinn metnað í að þjónusta viðskiptavini sína sem best. Opið er á vörubílaverkstaeðinu til kl. 23.30 og í öllum deildum er bakvakt allan sólarhringinn allan ársins hring. Jafnframt höfum við opnað þjónustuumboð á Akureyri til að auka þjónustuna við viðskiptavini okkar,“segir Bjarni.
Nýjungar frá Hiab
Vörulína og undirtektir Hiab hafa sennilega aldrei verið sterkari en Hiab hefur framleitt hleðslukrana óslitið frá 1944. „Undanfarið hefur Hiab kynnt marga nýja krana og taekninýjungar og má þar helst nefna nýja kynslóð af HiPro stjórnkerfinu sem er það fullkomnasta sem völ er á í hleðslukrönum en það býður upp á mikið vökvaflaeði og einstaka samkeyrslu og nákvaemni á hreyfingum kranans,“upplýsir Bjarni.
„Aðrar spennandi nýjungar eru ASC búnaður (Automatic Speed Control) sem eykur lyftigetu og stillir af hámarkshraða sjálfvirkt; PFD (Pump Flow Distribution) sem jafnar út vökvaflaeði í réttu hlutfalli miðað við það vökvaflaeði sem er til ráðstöfunar en með því faest ótrúleg nákvaemni á hreyfingar kranans; Hiab VSL plus stöðugleikakerfi sem er afar fullkomið og býður upp á hámarksstöðugleika óháð í hvaða stöðu stoðfaetur eru hverju sinni og eykur þar með öryggi bíls og krana; Hiab Endurance sem er ný umhverfisvaen yfirborðsmeðhöndlun á lakki krananna sem byggir á nanótaekni og veitir hámarks vörn og endingu. Þetta eru aðeins örfá daemi um þaer nýjungar sem komið hafa fram að undanförnu,“segir Bjarni.
Í ár heldur Scania upp á 50 ára afmaeli V8 vélarinnar sem hefur verið flaggskip þeirra og ekki að ástaeðulausu að bílar með V8 mótor hafa fengið nafnbótina „King of the Road“.
Bjarni Arnarson
Ný Scania R650 8x4*4
Kranaþjónusta Rúnars Bragasonar fékk afhentan í síðustu viku glaesilega Scania R650 8x4*4 með Hiab 408 HiPro hleðslukrana sem er um það bil 40 tm. Ábyggingin er frá Sörling í Svíþjóð og er pallurinn meðal annars með víbrara, gámalásum og upphitun. Ábyggingin er einstaklega lág á bílnum sem baetir alla umgengni. Góðar hirslur eru síðan á hliðum bílsins og er hann með stoðfaetur að aftan.
Ný Scania R650 10x4*6
Urði ehf. og ESJ vörubílar ehf. eru um þessar mundir að taka í notkun stórglaesilega Scania R650 10x4*6 með Hiab 1058 HiPro hleðslukrönum ásamt Jib (fingri) en þessir kranar eru í 90-100 tm klassanum. Ábyggingin er frá Tyllis í Finnlandi og er hún sérsniðin að þörfum eiganda með tilliti til umgengni og festinga á vörum. Stoðfaetur eru baeði fremst á bíl, út frá krana og aftast sem veitir 100% lyftigetu allan snúningsferilinn. Ábyggingin er einstaklega lág á bílnum. Góðar hirslur eru síðan á hliðum.
V8 afmaelisútgáfur
Allir bílarnir eru af Scania V8 afmaelisgerð með 650 ha. 3.300 Nm V-8 vélini sem er 16,4 l. Ökumannshús er CR20N (millihátt), búið öllum helstu þaegindum sem völ er á eins og leðuráklaeði, lúxuskoju, ísskáp, margmiðlunarkerfi með snertiskjá, GPS leiðsögukerfi og hraðastilli með fjarlaegðarnema og fleira. Ökumannshúsið býður upp á besta útsýni sem gerist í dag í vörubíl, frábaert aðgengi að öllu sem viðkemur maelaborði og innstig inn í húsið er gott