Fréttablaðið - Serblod

Líf­legt starf fyr­ir alla fjöl­skyld­una

Mjög margt er í boði fyr­ir all­an ald­ur í Hall­gríms­kirkju. Lif­andi starf fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Nú er byrj­að að bóka heim­sókn­ir fyr­ir börn á Jól­in hans Hall­gríms sem verða á að­vent­unni í kirkj­unni.

-

Krist­ný Rós Gústafs­dótt­ir er djákni og verk­efna­stjóri í Hall­gríms­kirkju. Hún seg­ir að starf kirkj­unn­ar blómstri um þess­ar mund­ir. „Það er mjög góð þátt­taka í öllu okk­ar starfi. Til daem­is eru marg­ir af er­lendu bergi brotn­ir sem koma til okk­ar á for­eldramorgn­a. Þar faer fólk stuðn­ing og kynn­ist,“seg­ir Krist­ný. Hún seg­ir að ferm­ing­ar­börn­in verði átján í ár sem er fleiri en í fyrra. „Starf­ið okk­ar er líf­legt, lif­andi og vel sótt.“

Hér má sjá fjöl­breytta dag­skrá sem er í boði í Hall­gríms­kirkju.

Skemmti­leg­ur sunnu­daga­skóli alla sunnu­daga

Jesús sagði: „Leyf­ið börn­un­um að koma til mín.“Á sunnu­dög­um kl. 11.00 er sunnu­daga­skóli fyr­ir alla krakka. Sunnu­daga­skól­inn byrj­ar í mess­unni í kirkj­unni og faer­ist svo yf­ir í Suð­ur­sal kirkj­unn­ar. Í sunnu­daga­skól­an­um er sung­ið, far­ið með ba­en­ir, Bi­bl­íu­sög­ur lesn­ar, brúð­ur bregða á leik og fleira skemmti­legt á dag­skrá. Eft­ir sam­ver­una er messukaffi fyr­ir alla og fönd­ur í boði fyr­ir börn­in.

Stjórn­end­ur eru Ragn­heið­ur Bjarna­dótt­ir og Rósa Árna­dótt­ir.

Kríla­sálm­ar skapa tengsl og örva ung börn og for­eldra

Kríla­sálm­ar eru í Hall­gríms­kirkju á þriðju­dög­um kl. 11.30-12.15.

Kríla­sálm­ar eru tón­list­ar­sam­ver­ur fyr­ir ung börn, 3-12 mán­aða, og for­eldra þeirra. Tónlist er not­uð til að styrkja tengsl­in og örva börn­in. Þar er leik­ið á yf­ir­tóna­rík hljóð­fa­eri, sálm­ar, ís­lensk þjóð­lög og þekkt barna­lög sung­in. Með söng er börn­un­um vagg­að og for­eldr­ar dansa einnig til að veita börn­um upp­lif­un sem hef­ur góð áhrif á til­finn­inga­og hreyfi­þroska þeirra. Engr­ar sérkunn­áttu er þörf til að taka þátt og syngja með barn­inu sínu. Hvert nám­skeið tek­ur sex vik­ur og skrán­ing er nauð­syn­leg: kristny@hall­grims­kirkja.is.

Stjórn­end­ur eru Krist­ný Rós Gústafs­dótt­ir og Ragn­heið­ur Bjarna­dótt­ir.

Örk­in og ung­ling­arn­ir

Ungling­ar í 8.-10. bekk funda með leið­tog­um sín­um í kjall­ara kirkj­unn­ar á þriðju­dög­um kl. 19.3021.30. Þar er ým­is­legt brall­að, t.d. köku­skreyt­ing­ar­keppni, heim­sókn í turn­inn, ís­ferð, hug­leið­ing­ar lesn­ar og far­ið með ba­en­ir og margt fleira. Það er alltaf eitt­hvað skemmti­legt á dag­skrá hvert þriðju­dags­kvöld. All­ir ungling­ar í

8.-10. bekk eru vel­komn­ir.

Stjórn­end­ur eru Krist­ný Rós Gústafs­dótt­ir og Sig­urð­ur Ósk­ar Ósk­ars­son.

For­eldramorgn­ar þar sem börn og full­orðn­ir hitt­ast

For­eldr­ar sem eru heima með börn­in sín hafa faeri á að hitta aðra for­eldra og börn á for­eldramorgn­um. Sam­ver­an haef­ir litla fólk­inu og er í kórkjall­ara kirkj­unn­ar á mið­viku­dög­um kl. 10-12. Leik­föng og teppi eru til stað­ar fyr­ir börn­in og í lok hverr­ar sam­veru er söng­stund með kríl­un­um. For­eldramorgn­ar þjóna baeði full­orðn­um og börn­um.

Stjórn­end­ur eru Krist­ný Rós Gústafs­dótt­ir og Ragn­heið­ur Bjarna­dótt­ir.

Ferm­ing­ar­fra­eðsl­an fjöl­breyti­leg og skemmti­leg

Alla mið­viku­daga eft­ir skóla hitt­ast ferm­ing­ar­ung­menni og raeða mál­in við Krist­nýju Rós djákna og prest­ana Irmu Sjöfn og Sig­urð Árna.

Ferm­ing­ar­ung­menn­in og for­ráða­fólk hitt­ast reglu­lega yf­ir vet­ur­inn og taka þátt í mess­um og fra­eðslu, m.a. með því að vera messu­þjón­ar. Ekki er bú­ið að loka fyr­ir ferm­ing­ar­skrán­ingu og það er ha­egt að hafa sam­band við skrif­stofu kirkj­unn­ar vegna ný­skrán­ing­ar.

Jól­in hans Hall­gríms

Sýn­ing­in „Jól­in hans Hall­gríms“verð­ur opn­uð í Hall­gríms­kirkju mánu­dag­inn 25. nóv­em­ber og stend­ur til jóla. Sýn­ing­in er fyr­ir börn á öll­um aldri. Í fimmta sinn býð­ur Hall­gríms­kirkja leik­skóla­og grunn­skóla­börn­um í Reykja­vík og ná­grenni að koma í heim­sókn í Hall­gríms­kirkju í að­drag­anda jól­anna. Í heim­sókn­inni er sagt frá því hvernig jól­in voru fyr­ir 400 ár­um á Íslandi. Verk­efn­ið hef­ur maelst vel fyr­ir og feng­ið góð við­brögð en í fyrra komu rúm­lega þúsund börn í heim­sókn.

Í heim­sókn­inni fá börn­in stutta end­ur­sögn úr bók­inni Jól­in hans Hall­gríms eft­ir Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur með mynd­um eft­ir Önnu Cynt­hiu Lepl­ar. Bók­in seg­ir frá und­ir­bún­ingi jól­anna hjá drengn­um Hall­grími Pét­urs­syni og fjöl­skyldu hans. Börn­in fá einnig frjálsa stund í bað­stof­unni sem hef­ur ver­ið kom­ið fyr­ir, þar geta þau leik­ið sér með leggi og skelj­ar, lit­að mynd og föndr­að. Sýn­ing­in „Jól­in hans Hall­gríms“var jóla­sýn­ing Þjóð­minja­safns­ins ár­ið 2014.

Tek­ið verð­ur á móti heim­sókn­um virka daga frá 25. nóv­em­ber til jóla frá kl. 9-14. Hver heim­sókn tek­ur um klukku­stund. Hóp­ar geta bók­að heim­sókn með því að senda tölvu­póst á net­fang­ið kristny@ hall­grims­kirkja.is.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON ?? Krist­ný Rós, djákni og verk­efna­stjóri, sér um lif­andi og skemmti­legt starf í Hall­gríms­kirkju. Starf­ið er fjöl­breytt og skemmti­legt.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON Krist­ný Rós, djákni og verk­efna­stjóri, sér um lif­andi og skemmti­legt starf í Hall­gríms­kirkju. Starf­ið er fjöl­breytt og skemmti­legt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland