Stálheiðarleg framleiðsla með áherslu á sjálfbaerni
Límtré Vírnet sér um allt það helsta sem þarf til þess að hanna og búa til byggingar. Andri Daði Aðalsteinsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs, segir mikla eftirvaentingu um þessar mundir eftir umhverfisvaenni stálklaeðningu sem sé vaentanleg á marka
Andri segir Límtré Vírnet vinna samkvaemt metnaðarfullri framtíðarsýn. „Áherslur fyrirtaekisins eru á sjálfbaerni og samfélagslega ábyrgð í byggingariðnaðinum,“segir Andri. Þá er fyrirtaekið nú að taka inn umhverfisvaent litað stál sem framleitt er í Svíþjóð (GreenCoat). Hann segir mikla eftirvaentingu og vonir bundnar við þessa nýju vöru, sem sé umhverfisvaen og afurð umfangsmikillar vinnu og rannsókna undanfarinn áratug.
Mikil ábyrgð liggur hjá þeim sem sjá um innkaupin á vörum í byggingariðnaðnum, því hvert einasta skref – í átt að sjálfbaerni og samfélagsábyrgð – skiptir máli.
Andri Daði Aðalsteinsson
Repjuolía notuð í stað jarðefnaeldsneytis
„Varan byggir á svokallaðri „biobased“taekni sem framleiðandinn SSAB hefur tryggt sér einkaleyfi á. Þetta er umhverfisvaent klaeðningarefni sem er nýtt á markaðinum. Framleiðandinn hefur síðastliðin tíu ár lagt í umtalsverða rannsóknar- og þróunarvinnu á þessari lausn,“útskýrir Andri. „Þetta er litað stál, og hingað til hefur málningin verið framleidd úr jarðefnaeldsneyti en núna hefur framleiðandinn þróað aðferð til þess að nota repjuolíu í staðinn. Þeir eru, að staerstum hluta, búnir að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir repjuolíu,“segir Andri. ,,Þetta er byltingarkennd aðferð sem gerir vöruna að umhverfisvaenni kosti. Mikil ábyrgð liggur hjá þeim sem sjá um innkaupin á vörum í byggingariðnaðnum, því hvert einasta skref – í átt að sjálfbaerni og samfélagsábyrgð – skiptir máli,“segir Andri.
Stálið er baeði notað í klaeðningar á þök og veggi og einnig til framleiðslu á steinullareiningum sem fyrirtaekið framleiðir í nýrri verksmiðju á Flúðum. Steinullareiningarnar er haegt að nota meðal annars í vöruhús, flugskýli, reiðhallir, iðnaðar- og verslunarhúsnaeði sem og landbúnaðarbyggingar fyrir baendur.
Andri segir kostina við steinullareiningar af þessu tagi ótalmarga. „Þaer hafa afbragðs burðarþol sem gerir það að verkum að haegt er að nota þaer á léttar burðargrindur – það getur dregið úr byggingarkostnaði. Þá eru þaer einnig raka- og vindþéttar ásamt því að hafa mikla brunamótstöðu og gott hljóðeinangrunargildi,“segir hann. „Þaer bjóða upp á góða einangrun og eru baeði auðveldar í uppsetningu og þrifum.“
Fjölþaett þjónusta
Starfsemi fyrirtaekisins er margþaett og fjölbreytt. „Við erum með byggingadeild á Lynghálsi 2. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu, til daemis fyrir verktaka. Þar sjáum um hönnunina og framleiðum vörurnar. Við erum í grunninn framleiðslufyrirtaeki en við erum einnig með hönnunardeild. Hún sér um að hanna og teikna, veita ráðgjöf og þjónustu,“segir Andri.
„Við erum með teymi af verkfraeðingum og taeknifraeðingum sem sjá um allar teikningar, skila þeim inn til byggingarfulltrúa og þess háttar. Við erum því ekki einungis að framleiða hrávörur, heldur erum við einnig með alhliða þjónustu þegar kemur að byggingum,“segir Andri.
„Helstu viðskiptavinir okkar eru baendur, verktakar, sveitarfélög og fyrirtaeki. Eiginlega öll flóran en mest „business to business“, minnst einstaklingar, þótt það séu auðvitað alltaf einstaklingar á bak við öll verkefni.“
Áratuga reynsla og þekking
Límtré Vírnet var stofnað sem slíkt árið 2005 en sagan naer þó lengra og kemur úr ýmsum áttum. „Fyrirtaekið er afurð samruna margra fyrirtaekja, og á raetur að rekja allt til ársins 1956,“segir Andri. „Upphaflega gekk reksturinn út á framleiðslu á nöglum í Borgarnesi.“
Andri segir verðmaeti fyrirtaekisins ekki síst liggja í hugviti og yfirgripsmikilli reynslu. „Öll þekkingin og reynslan sem hefur byggst upp í fyrirtaekinu er orðin gríðarlega mikil. Svo erum við íslenskt framleiðslufyrirtaeki þannig að staerstur hluti af því sem við bjóðum er innlend framleiðsla.“
Fyrirtaekið leggi ríka áherslu á að velja hráefni á ábyrgan hátt með sjálfbaerni að leiðarljósi. „Við sýnum mjög mikla ábyrgð í innkaupum á hráefnum, eins og til daemis allt timbur sem við notum í límtré er einungis keypt af framleiðendum í Svíþjóð sem stunda sjálfbaerni í skógraekt.
Sama með steinullina sem við notum í einingarnar, hún kemur öll að norðan, sem gerir þetta eflaust að einni umhverfisvaenstu steinullinni í heiminum í dag. Stálið sem við kaupum frá Svíþjóð er með umhverfisvaenni stálklaeðningum sem fást á markaði. Við tökum þetta mjög alvarlega,“segir Andri.
Þá er ýmislegt á dagskrá og nefnir Andri sérstaklega kynningu frá saenska stálfyrirtaekinu SSAB. „Við erum að fá aðila frá þessu fyrirtaeki, SSAB, til landsins naesta miðvikudag, og við aetlum að vera með kynningu á umhverfisvaena stálinu hérna hjá okkur á föstudaginn í naestu viku. Kynningin er hugsuð fyrir hönnuði, verkfraeðinga, arkitekta og aðra sem starfa í þessum geira og kjósa að velja umhverfisvaenni kosti. Hágaeðastál með minna kolefnisspori. Hljómar það ekki vel?“