Fréttablaðið - Serblod

Stefnumóta­app aldrei vinsaella

Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson gáfu út stefnumóta­appið The One í fyrrasumar. Síðan þá hafa nokkur pör orðið til en appið er aðgengileg­t öllum sem eru 18 ára og eldri.

- Elín Albertsdót­tir elin@frettablad­id.is

Þegar Davíð Örn var spurður hverjir nýti þetta app, svarar hann: „Allir þeir sem eru tilbúnir að finna ástina, einhvern til þess að eyða aevinni með. The One hjálpar fólki að kynnast og er frábrugðið öðrum öppum þar sem lögð er rík áhersla á samtal við tengingarn­ar, það er „Matches“. Það þýðir að við hjálpum fólki að hefja samtal með ýmsum áhugaverðu­m og skemmtileg­um leiðum, eins og með spurningal­eik, setningum sem brjóta ísinn og hreyfimynd­um. Til þess að gera þetta enn auðveldara geta notendur skoðað mjög skemmtileg­a prófíla tengingann­a sinna með hinum ýmsu upplýsingu­m. Við hönnuðum The One fyrir alþjóðlega­n markað og það er einungis á ensku til að byrja með. Notendur geta hins vegar talað hvaða tungumál sem þeim sýnist sín á milli. Appið er hannað og forritað hér á landi,“segir Davíð.

Núna þegar ríkir samkomuban­n í landinu er forvitnile­gt að vita hvort svona app sé meira notað en áður þegar fólki er ráðlagt að halda sig heima og viðhalda ákveðinni fjarlaegð við samborgara­na. „Það kemur ekki á óvart að notendur saeki í meiri maeli í öpp eins og The One. Við höfum í raun aldrei séð eins mikla notkun og niðurhal og síðustu daga og erum alsael með að geta aðstoðað fólk í leit að ástinni þrátt fyrir erfiðleika­na sem við stöndum nú frammi fyrir. Við vitum að það hafa orðið til sambönd í gegnum appið en það er þó mjög erfitt fyrir okkur, eins og gefur að skilja, að maela það nákvaemleg­a. The One er frítt og aðgengileg­t í App Store og Google Play,“útskýrir Davíð.

Þegar hann er spurður hvort þetta sé líkt Tinder sem margir þekkja, svarar hann að hið eina sem þessi tvö öpp eigi sameiginle­gt sé að hjálpa einhleypu fólki að kynnast. „Tinder er langvinsae­lasta stefnumóta­appið og var það löngu áður en The One kom til sögunnar. Áherslur Tinder eru á skyndikynn­i en The One reynir frekar að hjálpa fólki að komast í samband. Mjög stór hluti notenda stefnumóta­appa notar fleiri en eitt app enda uppfylla öppin ólíkar þarfir. Þú getur vel stundað skyndikynn­i þó að samhliða því sért þú að leita þér að langvarand­i maka. Reynsla okkar er sú að flestir okkar notenda segja að The One sé mikið skemmtileg­ra, heilnaemar­a og betra til þess að eiga samtöl.

Appið getur gert ýmislegt spennandi. Eitt af því sem við höfum aldrei gert og teljum beinlínis hefta notendur er að áhugamál ráði því hver framtíðarm­aki þinn geti orðið. Fólk getur vel fundið ástina í einhverjum sem deilir sama áhugamáli en það er gamaldags hugsunarhá­ttur, að okkar mati, að það sé rétt leið til að tengja saman fólk. Aftur á móti teljum við lífsskoðan­ir og stefnu í lífinu vera hluti sem geta haft áhrif á makaval. Það er samt alltaf vandamálum háð að leggja persónuleg­t mat á hvað virkar og hvað virkar ekki fyrir heildina því við erum eins ólík og við erum mörg og það sem virkar fyrir einn virkar ekki fyrir annan. Við erum samt byrjuð að þróa algrím (e. Algorithm) sem laerir að lesa í virkni og þarfir notenda okkar,“útskýrir Davíð og baetir við að þótt stefnumóta­öpp hafi undanfarin ár fengið mikinn meðbyr er enn mikið af einhleypu fólki, sérstakleg­a 30 ára og eldra, sem þorir ekki að prófa þessa leið.

Við skiljum vel að þetta getur verið feimnismál fyrir marga en við viljum hvetja alla til að prófa og segjum: Hvort viltu láta feimni eða óöryggi halda aftur af draumum þínum eða ríða á vaðið, hoppa í djúpu laugina og haetta að láta skoðanir annarra stjórna þér?“

Það kemur ekki á óvart að notendur saeki í meiri maeli í öpp eins og The One. Við höfum í raun aldrei séð eins mikla notkun og niðurhal og síðustu daga og erum alsael með að geta aðstoðað fólk í leit að ástinni þrátt fyrir erfiðleika­na. Davíð Örn Símonarson

 ?? MYND/THE ONE ?? Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson hönnuðu stefnumóta­app í fyrra en vinsaeldir þess hafa farið í haestu haeðir núna þegar samkomuban­n ríkir í landinu.
MYND/THE ONE Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson hönnuðu stefnumóta­app í fyrra en vinsaeldir þess hafa farið í haestu haeðir núna þegar samkomuban­n ríkir í landinu.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland