Fréttablaðið - Serblod

Þú hitt­ir aldrei mótor­hjóla­mann í fýlu

-

Hjört­ur Jóns­son er einn af elstu með­lim­um Snigl­anna. „Ég er snig­ill núm­er 56, kom inn á fyrsta ár­inu, haust­ið 1984, og bú­inn að vera þar síð­an. Ég var að­lað­ur rétt fyr­ir alda­mót­in, ’97 minn­ir mig. Var þá gerð­ur að heið­urs­fé­laga fyr­ir vel unn­in störf fyr­ir fé­lag­ið. Ég hef ver­ið mik­ið í ýms­um við­burða­stjórn­um, sá um lands­mót, sá um tíu ára af­ma­eli Snigl­anna, á sín­um tíma héldu þeir kvart­mílu­keppn­ir og Enduro-keppn­ir, ég sá um þetta allt sam­an. Ég hef ver­ið mik­ið í skipu­lagn­ingu og við­burða­stjórn­un af ýmsu tagi og þess hátt­ar.“

Áhugi Hjart­ar kvikn­aði eft­ir kynni hans af skell­inöðr­um. „Ég keyrði fyrst skell­inöðru ’72, tólf ára gam­all. Svo eign­ast ég skell­inöðru ’76 og síð­an ’83 hef ég alltaf átt eitt eða fleiri mótor­hjól. Þetta var alltaf draum­ur, mað­ur sá þetta í blöð­um og fannst þetta spenn­andi. En mér er sagt að þeg­ar ég var smágutti, 3-4 ára, þá hafi ég grát­ið af hra­eðslu þeg­ar þetta keyrði fram hjá.“

Er eitt­hvað sem stend­ur upp úr eða er sér­stak­lega eft­ir­minni­legt?

„Vonda minn­ing­in kem­ur oft fyrst upp í hug­ann, þeg­ar mað­ur missti fyrsta mótor­hjóla­fé­lag­ann í mótor­hjóla­slysi. Það sit­ur lengst og er erf­ið­ast að vinna í. Af öll­um við­burð­un­um, þá var það ekki beint tengt Snigl­un­um en þeg­ar mótor­hjól á Íslandi áttu ald­araf­ma­eli ár­ið 2005 var hald­in stór há­tíð á Sauð­ár­króki, Hundr­að ára af­ma­eli mótor­hjóls­ins. Ég skipu­lagði hana og fékk til liðs við mig þrett­án mótor­hjóla­klúbba til að standa að há­tíð­inni. Það er eitt af því sem gef­ur mér alltaf gaesa­húð vegna þess hvað allt tókst vel, fyr­ir ut­an veðr­ið, það var hund­leið­in­legt. Há­tíð­in fór með einda­em­um vel fram og ekki einn ein­asti mað­ur tek­inn með fíkni­efni eða brenni­vín eða fyr­ir hraðakst­ur.“

Dreg­ið hef­ur veru­lega úr al­var­leg­um mótor­hjóla­slys­um und­an­far­inn ára­tug og nefn­ir Hjört­ur nokk­ur at­riði sem hafa haft áhrif.

„Fyrstu tíu ár Snigla lét­ust fimmtán í mótor­hjóla­slys­um en naestu tíu ár lét­ust að­eins sjö. En það má þakka því að gall­arn­ir eru betri, hjól­in betri, með betri brems­um og svo­leið­is. Þetta eru alltaf að verða ör­ugg­ari og ör­ugg­ari far­arta­eki. Svo er skítak­uldi hér, há­vað­arok og aus­andi rign­ing og all­ir mótor­hjóla­menn eiga svo góða galla þannig að ef þeir fljúga á haus­inn þá eru þeir ága­et­lega varð­ir.“

Prest­ur eða morð­ingi

Það rík­ir mik­il virð­ing milli mótor­hjóla­manna. „Mótor­hjóla­mað­ur er alltaf mótor­hjóla­mað­ur, þeg­ar ég maeti hon­um þá veifa ég hon­um. Það er mik­il virð­ing bor­in fyr­ir sam­herj­an­um, við heils­um alltaf. Þetta er svona úti um all­an heim, þú veist ekk­ert hvort þú ert að maeta prest­in­um eða fjölda­morð­ingj­an­um.“

Þá er lífs­gleð­in áber­andi. „Það eru all­ir glað­ir, það er eng­inn í fýlu. Þú hitt­ir aldrei mótor­hjóla­mann í fýlu. Mótor­hjóla­fólk lað­ast hvert að öðru, lík­ur sa­ek­ir lík­an heim. Það er svo mik­il vinátta í þessu sam­fé­lagi og sam­heldni, ef það bil­ar hjá ein­um þá hjálp­ast all­ir að við að koma hon­um áfram svo að all­ir kom­ist heim.“

Hjört­ur hef­ur líka starf­að sem leið­sögu­mað­ur. „Há­lendi Ís­lands er staersta para­dís­in af þeim öll­um. Það er það skemmti­leg­asta sem ég geri. Ég hef ver­ið leið­sögu­mað­ur með túrist­um í fimmtán ár fyr­ir fyr­ir­ta­eki sem leig­ir út hjól. Þekkt­asti mað­ur­inn er vaent­an­lega gít­ar­leik­ar­inn í Guns N' Roses, Rich­ard Fort­us. Við er­um vin­ir á Face­book, ég fékk vina­beiðni og var ekki al­veg að kveikja. Þetta eru 150 túrist­ar sem ég er bú­inn að taka hring­inn í kring­um land­ið.“

Óhaett er að full­yrða að Snigl­arn­ir hafi mót­að líf Hjart­ar sem kynnt­ist konu sinni í sam­tök­un­um. „Það var á lands­há­tíð Snigl­anna ár­ið 1987 í Húna­veri sem við dutt­um sam­an. Við vor­um bú­in að þekkj­ast lengi. Hún er núm­er 248.“

Svo er skítak­uldi hér, há­vað­arok og aus­andi rign­ing og all­ir mótor­hjóla­menn eiga svo góða galla þannig að þeg­ar þeir f ljúga á haus­inn þá eru þeir ága­et­lega varð­ir.

 ?? MYND/ÓSKAR SIGURÐSSON ?? Feðg­arn­ir og Snigl­arn­ir Hjört­ur og Ólaf­ur á fleygi­ferð yf­ir ís en þeir vita fátt betra en að ferð­ast um land­ið.
MYND/ÓSKAR SIGURÐSSON Feðg­arn­ir og Snigl­arn­ir Hjört­ur og Ólaf­ur á fleygi­ferð yf­ir ís en þeir vita fátt betra en að ferð­ast um land­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland