Betri upplýsingar úr ökutaekjaskrá
Haegt er að fletta upp ökutaekjum á vef Samgöngustofu og fá helstu upplýsingar um ökutaekið sem ekki eru persónugreinanlegar. Með því að slá inn fastnúmer má sjá verksmiðjunúmer, hvenaer það var skráð, leyfða heildarþyngd og hvenaer það var skoðað. Fyrir þá sem eru að skoða mótorhjól fyrir A1- eða A2-flokk myndi það koma sér vel ef einnig kaemu fram upplýsingar um afl hjólsins, en þaer upplýsingar þarf kaupandi að geta séð til að vita hvort hann megi keyra hjólið eða ekki. Þeir sem taka réttindi fyrir A1-flokk mega aðeins keyra mótorhjól sem eru
125 rsm að hámarki og 11 kW eða
15 hestöfl að hámarki. Fyrir A2flokk mega hjólin ekki vera meira en 35 kW eða 47 hestöfl og ekki meira en 0,22 hestöfl á kíló.
Skráning aksturs
Því miður er það vannýtt hérlendis að skrá nákvaemlega kílómetrastöðu ökutaekja við skoðun. Öll skoðunarfyrirtaeki skrá reyndar þessar upplýsingar en eitthvað eiga þessar tölur erfitt með að rata þangað sem upplýsingarnar kaemu að gagni. Trygginarfélög gaetu til daemis nýtt sér þessar upplýsingar til að sjá hvort ökutaekið eigi rétt á afslaetti vegna lítillar notkunar. Einnig gaeti það komið sér vel fyrir kaupanda að sjá hvenaer ökutaekið var notað og þá hversu mikið.
Vonandi lesa starfsmenn Samgöngustofu þennan greinarstúf og skoða þetta með jákvaeðum huga því að auðvelt aetti að vera að koma þessu í framkvaemd.
Fyrir kaupendur A1 og A2 mótorhjóla kaemi sér vel ef ökutaekjaskrá sýndi upplýsingar um af l hjólanna samkvaemt föstu númeri þeirra.