Fréttablaðið - Serblod

Orku­búnt á út­sölu

- Reynsluaks­t­ur Njáll Gunn­laugs­son njall@fretta­bla­did.is

Með sín 370 hest­öfl og upp­tak inn­an við fimm sek­únd­ur er Kia St­in­ger GT sann­kall­að orku­búnt en það besta við hann er verð­ið sem er mörg­um millj­ón­um und­ir því sem kall­ast gaeti sam­ba­eri­legt hjá sam­keppn­is­að­il­un­um.

Kia St­in­ger kom fram á sjón­ar­svið­ið ár­ið 2018 á Delp­hi Auto Expo bíla­sýn­ing­unni og kom til lands­ins sama ár. Keppti tveggja lítra út­gáfa hans til úr­slita í flokki staerri fjöl­skyldu­bíla í vali á bíl árs­ins 2019. Okk­ur bauðst hins veg­ar GT-út­fa­ersl­an til reynslu yf­ir pásk­ana og hún er mun öfl­ugri eða 370 hest­öfl. Í þeim bíl faest ba­eði afl og bún­að­ur ásamt sjö ára ábyrgð Kia sem ger­ir þenn­an pakka vel þess virði að skoða bet­ur.

Far­ið alla leið í hönn­un

Það sem fyrst vek­ur at­hygli við bíl­inn er út­lit­ið sem er ansi verk­legt svo ekki sé meira sagt. Að vísu finnst manni það stinga í stúf að sjá Kia-merki á jafn verk­leg­um bíl en ljóst er að hönn­uð­ir Kia hafa far­ið alla leið í hönn­un á þess­um bíl. Satt best að segja þarf að fara í mun dýr­ari út­gáf­ur af bíl­um eins og Mercedes-Benz CLA 45 AMG til að fá sam­ba­eri­legt afl, staerð og bún­að. Að inn­an er bíll­inn vel bú­inn með rafstill­an­leg­um leð­ur­sa­et­um með loft­ka­el­ingu. Sa­et­in eru mjög þa­egi­leg og manni líð­ur vel við stýr­ið í þess­um bíl. Þótt set­an sé lág er ekki óþa­egi­legt að koma sér fyr­ir því að hurð­ir bíls­ins er stór­ar og að­gengi gott. Pláss­ið er líka naegj­an­legt og fer vel um fjóra full­orðna í bíln­um en þröngt yrði um þann fimmta í miðjusa­eti. Próf­un­ar­bíll­inn var bú­inn raf­drif­inni sóllúgu sem skerti að­eins höf­uð­rými en það aetti þó ekki að há nein­um nema þeim sem eru haerri í loft­inu. Bíll­inn er líka bú­inn skjá sem kast­ar upp­lýs­ing­um upp á framrúð­una sem er kost­ur í öfl­ug­um sport­bíl sem þess­um.

Með eig­in­leika sport­bíls

Að aka þess­um bíl er skemmti­leg upp­lif­un og sam­ein­ast það í ba­eði afli og akst­ur­seig­in­leik­um en ekki síð­ur þa­eg­ind­um. Vél­in er V6 með tveim­ur for­þjöpp­um og skil­ar

370 hest­öfl­um sem er nóg til að koma bíln­um í hundrað­ið á að­eins

4,9 sek­únd­um. Átta þrepa sjálf­skipt­ing­in er af hefð­bund­inni gerð sem virk­ar vel í þess­um bíl og er auð­veld í notk­un. Þar sem bíll­inn er einnig með aft­ur­hjóla­drifi hef­ur hann marga eig­in­leika sport­bíls en samt vott­ar fyr­ir und­ir­stýr­ingu sem er kannski eðli­legt þeg­ar það er haft í huga að bíll­inn er taep 1.800 kg. Fjöðr­un­in er mátu­lega stíf án þess að það komi nið­ur á þa­eg­ind­um bíls­ins. Að fram­an eru McPher­son-strött­ar með jafn­vaeg­is­stöng og fjöl­arma­fjöðr­un að aft­an. Það var kannski helst að mað­ur yrði var við að brems­ur bíls­ins vaeru ekki al­veg að valda hlut­verki sínu þeg­ar reynt var á þa­er í ein­hvern tíma, en þa­er vildu hitna tals­vert. Ha­egt er að slökkva á spól- og skrikvörn í tveim­ur áföng­um á GT-bíln­um sem ger­ir hann skemmi­legri í braut­arakstri. Ann­ars er þa­egi­legt að keyra bíl­inn í öll­um hefð­bundn­um akstri ef slökkt er á ak­reinavara en hann var full af­skipta­sam­ur og tók óþarf­lega snemma í stýri bíls­ins.

Fá­ir og dýr­ir keppi­naut­ar

Keppi­naut­ar Kia St­in­ger GT eru bíl­ar eins og BMW 440i Gr­an Coupé, Audi A5 Sport­back og Mercedes-Benz CLA 45 AMG. Eng­ar upp­lýs­ing­ar um verð er að finna fyr­ir BMW- eða Audi­bíl­ana á heima­síð­um um­boð­anna en grunn­verð CLA 45 AMG er 14.390.000 kr. svo það mun­ar tals­vert miklu í verði, auk þess sem St­in­ger­inn er að­eins staerri bíll. Við það baet­ist að Kia kem­ur með sjö ára ábyrgð sem verð­ur að telj­ast kost­ur í svona vel bún­um sport­bíl, sem Kia St­in­ger GT svo sann­ar­lega er.

Að aka þess­um bíl er skemmti­leg upp­lif­un og sam­ein­ast það í ba­eði af li og akst­ur­seig­in­leik­um.

 ??  ??
 ?? MYND­IR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON ?? Kia St­in­ger GT hef­ur allt sem dýr­ir, evr­ópsk­ir sport­bíl­ar hafa upp á að bjóða, nema verð­ið.
MYND­IR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Kia St­in­ger GT hef­ur allt sem dýr­ir, evr­ópsk­ir sport­bíl­ar hafa upp á að bjóða, nema verð­ið.
 ??  ?? Þar sem hönn­un bíls­ins er orð­in tveggja ára göm­ul er ekki um nýj­ustu kyn­slóð upp­lýs­inga­skjás að raeða eins og í Xceed til að mynda.
Þar sem hönn­un bíls­ins er orð­in tveggja ára göm­ul er ekki um nýj­ustu kyn­slóð upp­lýs­inga­skjás að raeða eins og í Xceed til að mynda.
 ??  ?? Vél­in er 3,4 lítra V6-vél með tveim­ur for­þjöpp­um og skil­ar sann­ar­lega sínu.
Vél­in er 3,4 lítra V6-vél með tveim­ur for­þjöpp­um og skil­ar sann­ar­lega sínu.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland