Öflugri Peugeot 308 kemur árið 2022
Naesta kynslóð hins vinsaela Peugeot 308 er vaentanleg á sjónarsviðið árið 2022 og verður hann fáanlegur í mörgum útfaerslum. Ein þeirra verður öflug tvinnútgáfa sem keppa mun við Golf R.
Bíllinn verður byggður á nýjustu uppfaerslu EMP2-undirvagnsins sem þýðir að rafútgáfa gaeti verið möguleg eins og í Peugeot 208. Hingað til hefur þessi undirvagn þó aðeins verið notaður fyrir tengiltvinnbíla.
Í sinni heitustu útfaerslu verður Peugeot 308 yfir 300 hestöfl með 1,6 lítra bensínvél og rafmótor fyrir framdrifið, en einnig verður haegt að fá hann fjórhjóladrifinn og verður hann þá með öðrum öflugum rafmótor fyrir afturdrifið. Heyrst hefur að Gti-nafnið verði þó ekki notað á þennan bíl heldur aðeins 208-bílinn.