Margar hendur vinna létt verk
Það er fátt skemmtilegra en vortiltekt og hreinsunardagur húsfélaga.
Gott er að líta á veðurspá naestu daga áður en vortiltekt húsfélagsins er ákveðin. Þegar spáin er góð eru verkin auðveldari og líklegra að fleiri komi fram til að taka til hendinni. Gott er að skipta hópnum upp í spennandi verkefni sem eru aðkallandi og af ýmsum toga eftir umgang róstusamra árstíðanna á undan.
Úti þarf að taka til í garðinum, tína rusl, hreinsa blómabeð, jafnvel klippa runna og hekk og kannski dreifa áburði á grasið svo að garðurinn líti sem best út í sumar. Gaman er líka að hafa valið saman sumarblóm og setja þau í mold til yndisauka og garðaprýði ef tíðin er góð og hlý.
Úti þarf líka að dytta að girðingum, kannski þarf að skipta út brotnum spýtum, reka staura betur niður og negla inn nagla sem farnir eru að ganga út úr timbrinu, og örugglega að bera á tréverk þar sem það á við og mála girðingarnar ef málning er farin að láta á sjá. Það gefur girðingum glaenýjan svip og vitaskuld til ama að horfa upp á lúna og flagnaða málningu á grindverki sameiginlegs garðs íbúanna.
Einhverjir þurfa að taka að sér að hreinsa gras og illgresi sem sprettur upp á milli stétta og hellna, sópa stéttir og stíga og jafnvel spúla ryk vetrarins burt með vatni til að allt verði hreint og ferskt.
Inni við er sömuleiðis mörg verk að vinna. Það þarf að gera glugga sameignarinnar skínandi hreina og þvo gluggatjöldin ef einhver eru. Strjúka óhreinindi af veggjum og yfirborðsflötum, skúra gólf á geymslugöngum og þvottahúsum, ryksuga teppi, þurrka af póstkössum, slökkvurum og dyrabjöllum, fara með blauta tusku yfir stigahandrið og dytta að því sem aflagast hefur í sameigninni af þeim sem eru verklagnir við smíðar og minniháttar viðgerðir. Börn elska þennan dag og njóta þess að fá að hjálpa til. Ef sólin skín er haegt að sameina leik barna og gaeludýra úti við og setja til daemis heimilishundinn í busl og bað. Þvílíkt fjör!
Þegar allt er orðið hreint og fínt verður enn meira gaman að koma heim og sjá hverju íbúarnir áorkuðu saman, enda fylgir því góð tilfinning að eiga góða nágranna sem eru samstíga í að halda eigninni í góðu standi og vinna verkin í sameigninni og garðinum saman.
Rúsínan í pylsuendanum er að slútta vorhreingerningunni með dýrindis pitsuveislu á kostnað húsfélagins. Kaupa svalandi drykki og rjúkandi góðar pitsur, ásamt svolitlu saelgaeti í eftirmat, því það gleður svo börnin, og fullorðna fólkið líka. Tylla sér saman úti í vorblíðunni, gleðja munn og maga eftir vel heppaðan vinnudag og fara á flug um naesta samvinnuverkefni sem gerir heimilið að enn betri og glaestari stað.