Fréttablaðið - Serblod

Marg­ar hend­ur vinna létt verk

Það er fátt skemmti­legra en vortil­tekt og hreins­un­ar­dag­ur hús­fé­laga.

- Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­isg@fretta­bla­did.is

Gott er að líta á veð­ur­spá naestu daga áð­ur en vortil­tekt hús­fé­lags­ins er ákveð­in. Þeg­ar spá­in er góð eru verk­in auð­veld­ari og lík­legra að fleiri komi fram til að taka til hend­inni. Gott er að skipta hópn­um upp í spenn­andi verk­efni sem eru að­kallandi og af ýms­um toga eft­ir um­gang róstu­samra árs­tíð­anna á und­an.

Úti þarf að taka til í garð­in­um, tína rusl, hreinsa blóma­beð, jafn­vel klippa runna og hekk og kannski dreifa áburði á gras­ið svo að garð­ur­inn líti sem best út í sum­ar. Gam­an er líka að hafa val­ið sam­an sum­ar­blóm og setja þau í mold til yndis­auka og garðaprýði ef tíð­in er góð og hlý.

Úti þarf líka að dytta að girð­ing­um, kannski þarf að skipta út brotn­um spýt­um, reka staura bet­ur nið­ur og negla inn nagla sem farn­ir eru að ganga út úr timbr­inu, og ör­ugg­lega að bera á tré­verk þar sem það á við og mála girð­ing­arn­ar ef máln­ing er far­in að láta á sjá. Það gef­ur girð­ing­um gla­enýj­an svip og vita­skuld til ama að horfa upp á lúna og flagn­aða máln­ingu á grind­verki sam­eig­in­legs garðs íbú­anna.

Ein­hverj­ir þurfa að taka að sér að hreinsa gras og ill­gresi sem sprett­ur upp á milli stétta og hellna, sópa stétt­ir og stíga og jafn­vel spúla ryk vetr­ar­ins burt með vatni til að allt verði hreint og ferskt.

Inni við er sömu­leið­is mörg verk að vinna. Það þarf að gera glugga sam­eign­ar­inn­ar skín­andi hreina og þvo glugga­tjöld­in ef ein­hver eru. Strjúka óhrein­indi af veggj­um og yf­ir­borðs­flöt­um, skúra gólf á geymslu­göng­um og þvotta­hús­um, ryk­suga teppi, þurrka af póst­köss­um, slökkvur­um og dyra­bjöll­um, fara með blauta tusku yf­ir stiga­hand­rið og dytta að því sem aflag­ast hef­ur í sam­eign­inni af þeim sem eru verklagn­ir við smíð­ar og minni­hátt­ar við­gerð­ir. Börn elska þenn­an dag og njóta þess að fá að hjálpa til. Ef sól­in skín er haegt að sa­meina leik barna og gaelu­dýra úti við og setja til daem­is heim­il­is­hund­inn í busl og bað. Því­líkt fjör!

Þeg­ar allt er orð­ið hreint og fínt verð­ur enn meira gam­an að koma heim og sjá hverju íbú­arn­ir áork­uðu sam­an, enda fylg­ir því góð til­finn­ing að eiga góða ná­granna sem eru sam­stíga í að halda eign­inni í góðu standi og vinna verk­in í sam­eign­inni og garð­in­um sam­an.

Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er að slútta vor­hrein­gern­ing­unni með dýr­ind­is pitsu­veislu á kostn­að hús­fé­lag­ins. Kaupa svalandi drykki og rjúk­andi góð­ar pitsur, ásamt svo­litlu sa­elga­eti í eft­ir­mat, því það gleð­ur svo börn­in, og full­orðna fólk­ið líka. Tylla sér sam­an úti í vor­blíð­unni, gleðja munn og maga eft­ir vel hepp­að­an vinnu­dag og fara á flug um naesta sam­vinnu­verk­efni sem ger­ir heim­il­ið að enn betri og glaest­ari stað.

 ??  ?? Vita­skuld þarf að vera rétt­um vopn­um bú­inn þeg­ar vortil­tek­in fer fram.
Vita­skuld þarf að vera rétt­um vopn­um bú­inn þeg­ar vortil­tek­in fer fram.
 ??  ?? Börn og dýr elska sam­veru íbú­anna í garð­in­um og gam­an að busla í fjör­inu.
Börn og dýr elska sam­veru íbú­anna í garð­in­um og gam­an að busla í fjör­inu.
 ??  ?? Það set­ur góð­an og gleði­leg­an brag á dags­verk íbú­anna að borða sam­an nýbak­að­ar pitsur í garð­in­um.
Það set­ur góð­an og gleði­leg­an brag á dags­verk íbú­anna að borða sam­an nýbak­að­ar pitsur í garð­in­um.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland