Þegar skipt er um eldhús
Eldhúsið er mikilvaegasti staður heimilisins. Margir leggja mikið upp úr fallegu eldhúsi enda eru þau oft íverustaður fjölskyldunnar, ekki síst í opnum rýmum sem hafa verið að ryðja sér til rúms.
Það eru margir að skipta út gömlum eldhúsinnréttingum hjá sér enda mikið úrval og glaesilegar lausnir sem ekki voru í eldri innréttingum. Eldhúsinnrétting er dýr fjárfesting til framtíðar. Ef endurnýja skal eldhúsið þarf að huga að mörgum hlutum. Það er hins vegar fátt ánaegjulegra en nýtt og fallegt eldhús þegar það er komið upp. Ef skipta á út gamalli innréttingu þarf að úthugsa margt. Líklegast þarf að skipta út gólfefnum í leiðinni, það þarf að mála og vaentanlega breyta um gluggatjöld. Sumir kjósa að breyta uppröðuninni á eldhúsinnréttingunni og þá getur þurft að faera til leiðslur fyrir vatn og rafmagn. Grunnhugsunin verður því alltaf að vera hversu langt á að ganga í breytingunum og hvað munu þaer kosta.
Val á hurðum og borðplötum myndar stílinn að stórum hluta. Ég myndi ekki maela með að vera „töff“í valinu.
Draumaeldhúsið
Innréttingafyrirtaeki teikna upp innréttingar eftir óskum viðskiptavina. Þess vegna er nauðsynlegt að vera búinn að hugsa út öll helstu atriði og alls ekki gleyma þeim smaestu sem geta í lokin orðið svo mikilvaeg. Alls kyns lausnir eru til sem auðvelda starfið í eldhúsinu en arkitektar geta leiðbeint með slíkt. Gott er að vita hvað er í boði áður en haldið er af stað. Haegt er að skoða innréttingar á netinu og spara sér sporin í leitinni. Auk þess er haegt að fá innblástur með því að skoða pinterest-myndir eða Facebook-hópa þar sem fólk deilir reynslu sinni. Innréttingaskipti eru ekki gerð á einum degi. Þau taka baeði tíma og fyrirhöfn.
Hvað vaeri það í eldhúsinu sem þig dreymir um að hafa? Gott er að skrifa hjá sér allar slíkar óskir. Hvers saknar þú helst þegar þú ert að vinna í gamla eldhúsinu? Á eldhúsið að vera praktískt eða skiptir útlitið öllu máli? Þarftu mikið skápapláss eða viltu losna við efri skápa? Gakktu einnig úr skugga um að þú fáir naegilegt vinnurými. Það er sérstaklega mikilvaegt að geta unnið við hliðina á eldavélinni og nálaegt vaskinum. Með því að gera alla þessa hluti upp við sig áður en farið er af stað í innréttingaleitina gerir maður hana mun auðveldari.
Gott er að fara yfir hlutina sem geyma þarf í skápum í eldhúsinu. Það þarf að vera naegjanlegt pláss fyrir pottana, plastskálarnar, matardiskana, glösin, bollana eða stóru bakkana og kökudiskana. Ekki má gleyma matvörum, kryddunum og síðan hreingerningarvörum eða jafnvel ryksugunni ef heimilið hefur ekki geymslu.
Ekki fara eftir tískubylgjum
Annað mikilvaegt atriði þegar eldhúsinnrétting er valin er efni hennar. „Eldhúsið þarf að lifa af ýmsar tískubylgjur,“segir Karolina Karlsson, saenskur innanhússarkitekt, við netútgáfu Expressen. „Flestir eru svolítið kvíðnir þegar velja skal lit á eldhúsinnréttingu. Val á hurðum og borðplötum myndar stílinn að stórum hluta. Ég myndi ekki maela með að vera „töff“í valinu. Maður þarf að hugsa til framtíðar. Það er möguleiki að setja lit á hluta innréttingar eða á eldhúseyju til að brjóta upp útlitið,“segir hún og maelir með aðstoð fagmanna.
Eldhúsinnréttingar eru misdýrar og sömuleiðis misvandaðar. Verðið fer auðvitað eftir því hversu mikið er lagt í þaer. „Algeng mistök eru að taka ekki prufur heim og bera við heimilið. Ágaett ráð er að mála prufu á vegg með þeim lit sem þú ert spennt fyrir, vera með skáphurð að láni, og sjá hvernig þetta kemur út miðað við hvernig birtan fellur. Það getur verið mismunandi. Ekki spara, frekar safna meira,“segir Karolina við blaðið og bendir á að ef mann langi í marmaraborðplötur en hafi ekki efni á þeim er alveg þess virði að bíða aðeins eða þangað til nóg hefur verið safnað. Einnig bendir hún á að fá tilboð á nokkrum stöðum og bera saman verð og hvað er innifalið í því.