Fréttablaðið - Serblod

Hrein­gern­ing á pall­in­um

Ver­önd­in og sval­irn­ar eru upp­á­halds­stað­ir fólks þeg­ar hlýn­ar í veðri. Það er svo gam­an að gera huggu­legt með fal­leg­um hús­gögn­um og blóm­um. Hins veg­ar get­ur það tek­ið á að hugsa um við­hald­ið.

- Elín Al­berts­dótt­ir el­in@fretta­bla­did.is

Mögu­lega eru marg­ir bún­ir nú þeg­ar að þrífa pall­inn og sval­irn­ar. Sum­ir eru dug­leg­ir að drífa sig út á vor­in til að þrífa og bera á pall og hús­gögn. Aðr­ir vilja bíða eft­ir hlýrra veðri. Það þarf að bera á pall­inn og það er gott að vera bú­inn að því þeg­ar sól­ar­dag­arn­ir koma. Mis­jafnt er hversu vel pall­ur­inn kem­ur und­an vetri en yfir­leitt þarf að bera á hann ár­lega. Ef ekki er far­ið í hreins­un geta óhrein­ind­in sest í við­inn sem get­ur leitt til ör­veru­vaxt­ar sem skemm­ir hann.

Ef pall­ur­inn er virki­lega skít­ug­ur er best að nota gra­ensápu á hann og skúra hann vel með þvotta­bursta. Stund­um þarf sterk­ari efni og há­þrýsti­þvott. Há­þrýsti­þvott­ur hreins­ar vel svaeð­ið en ekki er ráðlagt að þrífa við­inn þannig nema í sér­stak­lega erf­ið­um til­fell­um. Ef pall­ur­inn er þveg­inn með há­þrýst­ingi skal nota stút fram­an á slöng­una. Til eru sér­stak­ar við­arsáp­ur sem henta vel í þrif­in. Þeg­ar bú­ið er að skúra pall­inn þarf hann að þorna. Stund­um þarf að fara létt yf­ir hann með sandpapp­ír en mun­ið að vanda til verks­ins og fá­ið ráð­legg­ing­ar hjá fag­mönn­um. Loks er viðarol­ía bor­in á pall­inn en hana verð­ur að bera jafnt á all­an flöt­inn. Það gaeti þurft að fara tvaer yf­ir­ferð­ir. Skoða má mynd­bönd af því hvernig best er að bera sig við með pall­inn hjá nokkr­um þeirra sem selja við­ar­vörn hér á landi. Til er margs kon­ar við­ar­vörn og í ýms­um lita­brigð­um. Vand­ið val­ið og velj­ið góð efni.

Ága­ett er að þrífa garð­hús­gögn­in á sama tíma og pall­inn. Oft er nóg að þrífa vel hús­gögn­in en oft­ast þarf að bera á þau og fríska þau upp. Ef hús­gögn­in hafa stað­ið úti all­an vet­ur­inn er mjög lík­legt að það þurfi að bera á þau olíu. Við­ar­hús­gögn eru við­kvaem fyr­ir rign­ingu, vind­um og sól. Með tím­an­um verð­ur við­ur­inn grár auk þess að geta sprung­ið.

Ekki spúla við­ar­hús­gögn með há­þrýsti­vatns­da­elu, segja sér­fra­eð­ing­ar, því kraft­ur­inn í vatn­inu get­ur skemmt við­inn. Not­ið mjúk­an bursta, vatn og mild­an þvotta­lög til að fara yf­ir hús­gögn­in ef þau eru skít­ug. Oft er naegi­legt að nota ein­ung­is vatn­ið úr garðslöng­unni. Ef bera á olíu á hús­gögn­in þurfa þau að vera al­veg hrein og þurr. Stund­um þarf að nota sér­stak­an við­ar­hreinsi. Með góðri með­höndl­un end­ast hús­gögn­in leng­ur. Í raun er best að bera olíu á hús­gögn­in tvisvar á ári. Ef komn­ir eru blett­ir í við­inn þarf að nota sandpapp­ír.

Ef pall­ur­inn er virki­lega skít­ug­ur er best að nota gra­ensápu á hann og skúra hann vel með þvotta­bursta.

 ??  ?? Það er ekki maelt með há­þrýsti­þvotti á við­inn nema hann sé mjög illa far­inn. Ef not­uð er þessi að­ferð við þrif­in skal setja stút fram­an á slöng­una.
Það er ekki maelt með há­þrýsti­þvotti á við­inn nema hann sé mjög illa far­inn. Ef not­uð er þessi að­ferð við þrif­in skal setja stút fram­an á slöng­una.
 ?? MYND­IR/GETTY ?? Pall­ur­inn get­ur ver­ið fram­leng­ing af stof­unni ef vel er um hann hugs­að. Það er aeðis­legt að sitja úti á fal­leg­um palli á góð­um sól­ar­dög­um.
MYND­IR/GETTY Pall­ur­inn get­ur ver­ið fram­leng­ing af stof­unni ef vel er um hann hugs­að. Það er aeðis­legt að sitja úti á fal­leg­um palli á góð­um sól­ar­dög­um.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland