Fréttablaðið - Serblod

Virk umra­eða um garð­yrkju á net­inu

- Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­freyr@fretta­bla­did.is

Þeir sem hafa áhuga á garð­yrkju eða hafa gam­an af því að dunda sér í garð­in­um geta gra­ett á því að taka þátt í umra­eðu um þessi við­fangs­efni á net­inu. Þar má finna baeði ís­lenska og al­þjóð­lega spjall­hópa þar sem haegt að fá baeði inn­blást­ur, hug­mynd­ir og hjálp.

Á Face­book er stór ís­lensk­ur spjall­hóp­ur sem heit­ir Ra­ekt­aðu garð­inn þinn – garð­yrkju­ráð­gjöf, og þar eru rúm­lega 37 þús­und með­lim­ir, en stjórn­andi hóps­ins er Vil­mund­ur Han­sen, grasa- og garð­yrkju­fra­eð­ing­ur.

Þar skipt­ist fólk á alls kyns hug­mynd­um og upp­lýs­ing­um og þar er líka haegt fá góð ráð frá reynd­um garð­yrkju­mönn­um. Umra­eð­an er líf­leg og að sjálf­sögðu snið­in að sér­ís­lensk­um að­sta­eð­um, þannig að jafn­vel þó fólk sé ekki að leita að neinu sér­stöku get­ur ver­ið gam­an að fylgj­ast með hópn­um og fá góð­ar hug­mynd­ir eða inn­blást­ur frá umra­eð­unni.

Þeir sem vilja grafa enn dýpra geta svo líka kynnt sér umra­eð­una um garð­yrkju á vef­síð­unni Reddit, þar sem haegt er að finna umra­eðu um naest­um allt milli him­ins og jarð­ar og millj­ón­ir not­enda koma sam­an til að raeða áhuga­mál­in sín.

Garð­yrkja er mik­ið áhuga- og metn­að­ar­mál hjá mörg­um og þess­ir ein­stak­ling­ar safn­ast sam­an á umra­eðu­vett­vangn­um „Gar­den­ing“, þar sem haegt er að sjá ótrú­lega fjöl­breytni frá görð­um um all­an heim. Þar eru 2,6 millj­ón not­end­ur frá öll­um heims­horn­um sem skipt­ast á mynd­um, hug­mynd­um og frá­sögn­um af plönt­um og garð­yrkju. Þar eru til daem­is mynd­ir af vel heppn­uð­um raekt­un­um, hla­egi­lega mis­heppn­uð­um raekt­un­um, fram­kvaemd­um og við­haldi og alls kon­ar skemmti­leg­um lausn­um á hinum ýmsu vanda­mál­um garð­yrkju­manns­ins.

Not­end­ur gefa svo hverj­ir inn­leggj­um annarra stig, þannig að það sem er áhuga­verð­ast faer yfir­leitt flest stig og verð­ur því mest áber­andi á síð­unni. Þannig að þarna birt­ist ekki bara fjöl­breytt efni frá öll­um heims­horn­um, held­ur er því rað­að eft­ir því hvað fólki finnst áhuga­verð­ast.

 ?? MYND/GETTY ?? Á net­inu er haegt að taka þátt í umra­eðu um garð­yrkju og fá alls kyns fra­eðslu, hug­mynd­ir og inn­blást­ur frá öðr­um.
MYND/GETTY Á net­inu er haegt að taka þátt í umra­eðu um garð­yrkju og fá alls kyns fra­eðslu, hug­mynd­ir og inn­blást­ur frá öðr­um.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland