Með öryggið í veganesti
Þegar ferðast á um landið aetti fyrsta skrefið alltaf að vera það að skilja eftir ferðaáaetlun hjá einhverjum sem getur brugðist við ef þörf er á.
Til að láta vita af ferðum þínum og áaetlaðri heimkomu er gott að nota safetravel.is. Þar er haegt að skilja eftir upplýsingar sem nýtast Slysavarnafélaginu Landsbjörg ef hefja þarf leit ef eitthvað kemur upp á í ferðinni.
Skráðar eru einstaklingsupplýsingar eins og nafn og símanúmer, ferðafélagar, nánasti aðstandandi og ferðaáaetlun. Líka upplýsingar um búnað, til daemis GPS-staðsetningartaeki, hvernig ferðast er til og frá staðnum, og hvert er stefnt eftir ferðalagið. Allar þessar upplýsingar spara mikinn tíma ef eitthvað bregður út af í ferðalaginu og með því að velja ferilvöktun er Neyðarlínu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg gefinn áaetlaður komutími úr ferðalaginu.