Fréttablaðið - Serblod

Sjálf­ba­erni með aug­um barna

Í til­efni full­veldisaf­ma­el­is­ins 2018 skoð­uðu Aust­firð­ing­ar líf barna nú og fyr­ir 100 ár­um út frá heims­mark­mið­um Sa­mein­uðu þjóð­anna um sjálf­ba­era þró­un á frum­legri og fróð­legri sýn­ingu.

-

Minja­safn Aust­ur­lands á Egils­stöð­um, Ta­ekni­m­inja­safn Aust­ur­lands á Seyð­is­firði og Sjó­m­inja­safn Aust­ur­lands á Eski­firði ásamt Gunn­ars­stofn­un, menn­ing­ar- og fra­eða­setri á Skriðuk­laustri í Fljóts­dal, leiddu sam­starfs­verk­efn­ið Aust­firskt full­veldi – sjálf­ba­ert full­veldi í til­efni af 100 ára af­ma­eli full­veld­is Ís­lands.

Elsa Guðný Björg­vins­dótt­ir, safn­stjóri Minja­safns Aust­ur­lands, seg­ir hug­mynd­ina að sýn­ing­unni hafa kvikn­að þeg­ar Aust­ur­brú, þverfag­leg stofn­un í for­svari fyr­ir þró­un at­vinnu­lífs, rann­sókna og mennt­un­ar í fjórð­ungn­um, kall­aði sam­an fólk úr menn­ing­ar­geir­an­um til að raeða hvernig aetti að halda upp á tíma­mót­in á Aust­ur­landi.

„Söfn­in á svaeð­inu voru áhuga­söm um að standa fyr­ir við­burði í tengsl­um við tíma­mót­in. Nið­ur­stað­an varð sú að þau, ásamt Gunn­ars­stofn­un, myndu sam­ein­ast um sýn­ingu í til­efni af­ma­el­is­ins en Aust­ur­brú myndi sjá um verk­efna­stjórn og halda í alla þraeði,“seg­ir Elsa.

Á sýn­ing­unni var frum­leg­um að­ferð­um beitt til að skoða og skapa umra­eðu um hug­tök­in full­veldi og sjálf­ba­erni út frá að­sta­eð­um barna. Kjarn­inn var fjór­skipt sýn­ing, sem sett var upp á þess­um söfn­um og Gunn­ars­stofn­un. Á hverj­um stað voru tvö börn í for­grunni, ann­ars veg­ar barn frá ár­inu 1918 og hins veg­ar barn af sama kyni og á sama aldri ár­ið 2018. Að­sta­eð­um barn­anna var lýst í fyrstu per­sónu frá­sögn­um þar sem kom­ið var inn á mis­mun­andi mál­efni sem tengj­ast heims­mark­mið­um Sa­mein­uðu þjóð­anna um sjálf­ba­era þró­un, svo sem fá­ta­ekt, hung­ur, heilsu, mennt­un, jafn­rétti, að­gang að vatni, sjálf­ba­era orku, at­vinnu­mögu­leika og ný­sköp­un. Sýn­ing­in var opn­uð þann 17. júní ár­ið 2018 og stóð yf­ir fram á haust­ið. Þann 1. des­em­ber sama ár var hún sam­ein­uð á ein­um stað í Mennta­skól­an­um á Egils­stöð­um í tengsl­um við full­veld­is­há­tíð­ar­höld­in fyr­ir aust­an.

„Sög­urn­ar voru frum­samd­ar en byggð­ar á heim­ild­um á að­sta­eð­um barna þá og nú. Þa­er voru myndskreyt­t­ar með ljós­mynd­um sem voru ann­ars veg­ar af barni í nú­tím­an­um og hins veg­ar mynd sem var tek­in af sama barni með göml­um ljós­mynda­bún­aði frá Eyj­ólfi Jóns­syni, ljós­mynd­ara á Seyð­is­firði. Þannig náð­um við gam­aldags út­liti á mynd­un­um sem kom mjög skemmti­lega út. Þetta var krydd­að með grip­um úr safn­kosti safn­anna og hlut­um úr nú­tím­an­um sem tengd­ust um­fjöll­un­ar­efn­un­um. Gest­irn­ir voru hvatt­ir til að líta í eig­in barm og spegla sín­ar eig­in að­sta­eð­ur við að­sta­eð­ur barn­anna þá og nú og við heims­mark­mið­in.

Sýn­ing­in var vel sótt og fólki fannst gam­an að setja sig í spor barn­anna,“seg­ir Elsa.

„Að fá til­nefn­ingu til Ís­lensku safna­verð­laun­anna hef­ur gríð­ar­lega þýð­ingu fyr­ir okk­ur og er mik­il við­ur­kenn­ing á því sem við er­um að gera. Það renndu all­ir frek­ar blint í sjó­inn með þetta verk­efni en það gekk mjög vel. Það er kannski ekki síst að þakka þessu góða sam­starfi milli safn­anna og allra hinna stofn­an­anna. Það lögðu all­ir eitt­hvað af mörk­um, ein­hverja sér­þekk­ingu og haefi­leika. Út­kom­an var þessi sýn­ing sem er mjög gam­an að hafi vak­ið þessa miklu at­hygli.“

Alls tóku níu mennta-, menn­ing­arog rann­sókna­stofn­an­ir á Aust­ur­landi þátt í verk­efn­inu. Auk þeirra stofn­ana sem nefnd­ar hafa ver­ið komu Hér­aðs­skjala­safn Aust­firð­inga, Land­gra­eðsl­an og Skóla­skrif­stofa Aust­ur­lands einnig að því. Sýn­ing­ar­hönn­un var í hönd­um Litten Nyström og Ingva Arn­ar Þor­steins­son­ar.

 ??  ?? Á hverj­um stað voru tvö börn í for­grunni, ann­ars veg­ar barn frá ár­inu 1918 og hin veg­ar frá ár­inu 2018.
Á hverj­um stað voru tvö börn í for­grunni, ann­ars veg­ar barn frá ár­inu 1918 og hin veg­ar frá ár­inu 2018.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI ?? Elsa Guðný Björg­vins­dótt­ir, safn­stjóri Minja­safns Aust­ur­lands.
FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI Elsa Guðný Björg­vins­dótt­ir, safn­stjóri Minja­safns Aust­ur­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland