Fréttablaðið - Serblod

Leiða sam­an list­ir og fólk

Lista­safn Reykja­vík­ur er til­nefnt til Safna­verð­laun­anna fyr­ir verk­efn­ið „Ár list­ar í al­manna­rými – 2019“. Þar er lögð áhersla á að auka vit­und al­menn­ings um útil­ista­verk og gera þau að­gengi­legri.

-

Safn­stjóri Lista­safns Reykja­vík­ur, Ólöf Krist­ín Sig­urð­ar­dótt­ir, seg­ir markmið verk­efn­is­ins hafa ver­ið að gera útil­ista­verk borg­ar­inn­ar sýni­legri fyr­ir al­menn­ing og nota list­ina til að fá fólk til að upp­lifa um­hverfi sitt með nýj­um haetti. „Mark­mið­ið var að auka vit­und al­menn­ings um lista­verk­in sem prýða borg­ina og eru hluti af þeim verð­ma­et­um sem Lista­safn Reykja­vík­ur ber ábyrgð á. Ein­falt markmið en alls kon­ar púsl sem þurfti til að gera það að veru­leika.“

Fjöl­breytt miðl­un

Verk­efn­inu var miðl­að til al­menn­ings með fjöl­breytt­um haetti. „Fókus­inn í okk­ar innra starfi var á að finna leið­ir til að hafa áhrif á það hvernig fólk upp­lif­ir lista­verk­in í borg­inni í öll­um sín­um fjöl­breyti­leika,“skýr­ir Ólöf frá. „Við gerð­um þetta með því að miðla og beina at­hygl­inni að þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um um verk­in og eins út­bjugg­um við göngu­leiða-app um útil­ista­verk­in í Reykja­vík. Mik­ilvaeg­ur hluti árs­ins voru sýn­ing­ar, baeði upp­lýs­andi sýn­ing­ar um útil­ista­verk­in í borg­inni en líka gjörn­inga­verk­efni sem skaut upp koll­in­um á óvaent­um stöð­um í borg­inni.“

Smá­for­rit­ið ger­ir not­end­um kleift að sjá upp­lýs­ing­ar um útil­ista­verk sem stað­sett eru í grennd­inni. „Það er með göngu­túr­um og upp­lýs­ing­um um hvert og eitt verk. Fólk get­ur stað­sett sig og feng­ið upp­lýs­ing­ar um „verk nála­egt mér“, þannig að haegt er að nýta það á göngu um borg­ina. Í app­inu eru líka leik­ir, sem eru ákveð­in hvatn­ing fyr­ir fólk til þess að lesa um verk­in og skoða at­riði, á borð við hvað sker sig úr. Það eru til mörg rétt svör og mörg röng svör, en þetta er leið til að fá fólk til að velta fyr­ir sér inni­haldi verk­anna, efn­inu eða form­inu.“

List sem kem­ur og fer

Við­fangs­efni ásrs­ins teygðu anga sína víða. „Á sýn­ing­unni Haust­lauk­ar, sem var síð­ast­lið­ið haust, lögð­um við áherslu á að vekja at­hygli á list í al­menn­ings­rými, sem er ekki var­an­leg. Þá er að vísa til þess að lista­verk­ið sé ekki efn­is­legt eða var­an­legt, held­ur eitt­hvað sem kem­ur og fer, við­burð­ur sem kem­ur og fer eða lista­verk sem er kom­ið fyr­ir tíma­bund­ið á áber­andi stað. Það er þá ekki endi­lega stytta á stalli, held­ur inn­grip inn í dag­legt líf og um­hverfi fólks, baeði til að fá fólk til að hugsa á nýj­an hátt um um­hverfi sitt og end­ur­meta borg­ar­rým­ið.“

At­hygl­is­vert var hversu marg­ir átt­uðu sig ekki á því að um gjörn­ing var að raeða. „Eitt af þeim verk­um sem voru hluti í þessu verk­efni var Um­hverf­is­hetj­an, sem menn kannski vissu ekki al­veg að vaeri lista­verk, held­ur bara um­hverf­is­hetja sem fór um borg­ina og þreif og hreins­aði í líki of­ur­hetju. En þetta var sem sagt lista­mað­ur og lista­verk sem var hluti af sýn­ing­unni Haust­lauk­ar,“seg­ir Ólöf.

„Við stóð­um líka fyr­ir gjörn­ingi í Egils­höll sem var hug­leiðslu­stund með meist­ara Hil­ari­on sem er hlið­ar­sjálf lista­manns og síð­an var ótrú­lega fal­leg­ur um­hverf­is­gjörn­ing­ur á horn­inu á Póst­hús­stra­eti og Aust­ur­stra­eti, þar sem að lista­mað­ur yf­ir­tók horn­ið. Þarna steig safn­ið út fyr­ir veggi sína og braut upp hvers­dags­leik­ann í borg­inni.“

Frá­ba­er­ar við­tök­ur

Þá var sér­stök áhersla lögð á verk Ás­mund­ar Sveins­son­ar. „Hjart­að í þessu verk­efni okk­ar voru sýn­ing­arn­ar í Ás­mund­arsafni, því Ás­mund­ur Sveins­son er sá lista­mað­ur sem er höf­und­ur flestra lista­verka í al­manna­rými á land­inu, en það sést vel á sýn­ingu sem við sett­um upp í Ás­mund­arsafni og mun standa út sumar­ið. Þar er sjón­um beint að verk­um Ás­mund­ar sem fólk þekk­ir úr al­manna­rými og þau eru gríð­ar­lega mörg, út um allt land,“seg­ir Ólöf. „Síð­an sett­um við upp, í sam­hengi við verk Ás­mund­ar fimm sýn­ing­ar á verk­um starf­andi lista­manna sem eru höf­und­ar útil­ista­verka sem setja svip á borg­ina.“

„Við nýtt­um líka ár­ið líka vel til að efna til umra­eðna um list í al­manna­rými. Við héld­um röð mál­þinga þar sem við fjöll­uð­um um hlut­verk list­ar í al­manna­rými: Hvað er al­manna­rými og hver raeð­ur yf­ir rým­inu sem við göng­um um dags dag­lega, hver er það sem tek­ur ákvarð­an­ir um það hvað sé þar og skil­grein­ir það?“seg­ir Ólöf. „Síð­an vor­um við með mál­þing sem fjall­aði um deil­ur um list í al­manna­rými, því það hafa alltaf ver­ið deil­ur um hana með jöfnu milli­bili. Talandi daemi um það er að ár­ið hófst með því að til­kynnt var um nið­ur­stöðu úr sam­keppni um útil­ista­verk í Voga­byggð­inni, verk sem heit­ir Pálma­tré eft­ir Kar­in Sand­er. Þetta verk olli mikl­um deil­um, al­veg eins og Vatns­ber­inn, sem núna stend­ur á horn­inu á La­ekj­ar­götu og Bankastra­eti. Síð­an var mál­þing um það hvernig list í al­manna­rými hef­ur þró­ast og hvert hún stefn­ir í fram­tíð­inni, og mögu­leika list­ar­inn­ar á að hafa áhrif á okk­ar dag­lega líf og þá ekki bara með var­an­leg­um lista­verk­um sem setja svip á um­hverf­ið held­ur líka með gjörn­ing­um og tíma­bundnu inn­gripi í hvers­dags­leik­ann - list í al­manna­rými sem kem­ur og fer.“

Ólöf seg­ir al­menn­ing hafa tek­ið vel í ár list­ar í al­manna­rými hjá safn­inu. „Við­tök­urn­ar voru mjög jákvaeð­ar. Ég held að það hafi unn­ið með okk­ur að þetta var fjöl­breytt hjá okk­ur, þetta voru baeði sýn­ing­ar og gjörn­ing­ar og síð­an umra­eð­ur og fra­eðslu­efni við allra haefi. Með þessu verk­efni náð­um við að styrkja innra starf safns­ins og taka vel ut­an um þann hluta saf­neign­ar­inn­ar sem er ut­an veggja safns­ins um leið og miðl­un þekk­ing­ar fann sér nýja leið­ir í app­inu.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI ?? Ólöf Krist­ín seg­ir til­nefn­ing­una til Safna­verð­laun­anna fyr­ir verk­efn­ið „2019 - Ár list­ar í al­menn­ings­rými“hafa ver­ið af­ar ána­egju­lega.
FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI Ólöf Krist­ín seg­ir til­nefn­ing­una til Safna­verð­laun­anna fyr­ir verk­efn­ið „2019 - Ár list­ar í al­menn­ings­rými“hafa ver­ið af­ar ána­egju­lega.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland