Leiða saman listir og fólk
Listasafn Reykjavíkur er tilnefnt til Safnaverðlaunanna fyrir verkefnið „Ár listar í almannarými – 2019“. Þar er lögð áhersla á að auka vitund almennings um útilistaverk og gera þau aðgengilegri.
Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, segir markmið verkefnisins hafa verið að gera útilistaverk borgarinnar sýnilegri fyrir almenning og nota listina til að fá fólk til að upplifa umhverfi sitt með nýjum haetti. „Markmiðið var að auka vitund almennings um listaverkin sem prýða borgina og eru hluti af þeim verðmaetum sem Listasafn Reykjavíkur ber ábyrgð á. Einfalt markmið en alls konar púsl sem þurfti til að gera það að veruleika.“
Fjölbreytt miðlun
Verkefninu var miðlað til almennings með fjölbreyttum haetti. „Fókusinn í okkar innra starfi var á að finna leiðir til að hafa áhrif á það hvernig fólk upplifir listaverkin í borginni í öllum sínum fjölbreytileika,“skýrir Ólöf frá. „Við gerðum þetta með því að miðla og beina athyglinni að þeim upplýsingum sem við höfum um verkin og eins útbjuggum við gönguleiða-app um útilistaverkin í Reykjavík. Mikilvaegur hluti ársins voru sýningar, baeði upplýsandi sýningar um útilistaverkin í borginni en líka gjörningaverkefni sem skaut upp kollinum á óvaentum stöðum í borginni.“
Smáforritið gerir notendum kleift að sjá upplýsingar um útilistaverk sem staðsett eru í grenndinni. „Það er með göngutúrum og upplýsingum um hvert og eitt verk. Fólk getur staðsett sig og fengið upplýsingar um „verk nálaegt mér“, þannig að haegt er að nýta það á göngu um borgina. Í appinu eru líka leikir, sem eru ákveðin hvatning fyrir fólk til þess að lesa um verkin og skoða atriði, á borð við hvað sker sig úr. Það eru til mörg rétt svör og mörg röng svör, en þetta er leið til að fá fólk til að velta fyrir sér innihaldi verkanna, efninu eða forminu.“
List sem kemur og fer
Viðfangsefni ásrsins teygðu anga sína víða. „Á sýningunni Haustlaukar, sem var síðastliðið haust, lögðum við áherslu á að vekja athygli á list í almenningsrými, sem er ekki varanleg. Þá er að vísa til þess að listaverkið sé ekki efnislegt eða varanlegt, heldur eitthvað sem kemur og fer, viðburður sem kemur og fer eða listaverk sem er komið fyrir tímabundið á áberandi stað. Það er þá ekki endilega stytta á stalli, heldur inngrip inn í daglegt líf og umhverfi fólks, baeði til að fá fólk til að hugsa á nýjan hátt um umhverfi sitt og endurmeta borgarrýmið.“
Athyglisvert var hversu margir áttuðu sig ekki á því að um gjörning var að raeða. „Eitt af þeim verkum sem voru hluti í þessu verkefni var Umhverfishetjan, sem menn kannski vissu ekki alveg að vaeri listaverk, heldur bara umhverfishetja sem fór um borgina og þreif og hreinsaði í líki ofurhetju. En þetta var sem sagt listamaður og listaverk sem var hluti af sýningunni Haustlaukar,“segir Ólöf.
„Við stóðum líka fyrir gjörningi í Egilshöll sem var hugleiðslustund með meistara Hilarion sem er hliðarsjálf listamanns og síðan var ótrúlega fallegur umhverfisgjörningur á horninu á Pósthússtraeti og Austurstraeti, þar sem að listamaður yfirtók hornið. Þarna steig safnið út fyrir veggi sína og braut upp hversdagsleikann í borginni.“
Frábaerar viðtökur
Þá var sérstök áhersla lögð á verk Ásmundar Sveinssonar. „Hjartað í þessu verkefni okkar voru sýningarnar í Ásmundarsafni, því Ásmundur Sveinsson er sá listamaður sem er höfundur flestra listaverka í almannarými á landinu, en það sést vel á sýningu sem við settum upp í Ásmundarsafni og mun standa út sumarið. Þar er sjónum beint að verkum Ásmundar sem fólk þekkir úr almannarými og þau eru gríðarlega mörg, út um allt land,“segir Ólöf. „Síðan settum við upp, í samhengi við verk Ásmundar fimm sýningar á verkum starfandi listamanna sem eru höfundar útilistaverka sem setja svip á borgina.“
„Við nýttum líka árið líka vel til að efna til umraeðna um list í almannarými. Við héldum röð málþinga þar sem við fjölluðum um hlutverk listar í almannarými: Hvað er almannarými og hver raeður yfir rýminu sem við göngum um dags daglega, hver er það sem tekur ákvarðanir um það hvað sé þar og skilgreinir það?“segir Ólöf. „Síðan vorum við með málþing sem fjallaði um deilur um list í almannarými, því það hafa alltaf verið deilur um hana með jöfnu millibili. Talandi daemi um það er að árið hófst með því að tilkynnt var um niðurstöðu úr samkeppni um útilistaverk í Vogabyggðinni, verk sem heitir Pálmatré eftir Karin Sander. Þetta verk olli miklum deilum, alveg eins og Vatnsberinn, sem núna stendur á horninu á Laekjargötu og Bankastraeti. Síðan var málþing um það hvernig list í almannarými hefur þróast og hvert hún stefnir í framtíðinni, og möguleika listarinnar á að hafa áhrif á okkar daglega líf og þá ekki bara með varanlegum listaverkum sem setja svip á umhverfið heldur líka með gjörningum og tímabundnu inngripi í hversdagsleikann - list í almannarými sem kemur og fer.“
Ólöf segir almenning hafa tekið vel í ár listar í almannarými hjá safninu. „Viðtökurnar voru mjög jákvaeðar. Ég held að það hafi unnið með okkur að þetta var fjölbreytt hjá okkur, þetta voru baeði sýningar og gjörningar og síðan umraeður og fraeðsluefni við allra haefi. Með þessu verkefni náðum við að styrkja innra starf safnsins og taka vel utan um þann hluta safneignarinnar sem er utan veggja safnsins um leið og miðlun þekkingar fann sér nýja leiðir í appinu.“