Fréttablaðið - Serblod

Segja sögu sjó­sókn­ar

Fisk­ur & fólk, ný grunn­sýn­ing Sjó­m­inja­safns­ins í Reykja­vík, var sett upp með að­komu er­lendra sér­fra­eð­inga og er aetl­að að ná til yngra fólks, með marg­þa­ettri og yf­ir­grips­mik­illi um­fjöll­un um sögu og áhrif sjó­sókn­ar.

-

Grunn­sýn­ing Sjó­m­inja­safns­ins í Reykja­vík, Fisk­ur & fólk – sjó­sókn í 150 ár er til­nefnd, en unn­ið var að gerð sýn­ing­ar­inn­ar frá 2014 til 2018 og hún sett upp með að­komu fjölda inn­lendra og er­lendra að­ila.

Vilja ná til yngra fólks

„Við upp­setn­ing­una horfð­um við til Lands­náms­sýn­ing­ar­inn­ar í Aðalstra­eti, sem fékk safna­verð­laun­in á sín­um tíma. Við feng­um líka marg­verð­laun­að hol­lenskt fyr­ir­ta­eki, Koss­mann­dejong, til að hjálpa okk­ur við að hanna sýn­ing­una,“seg­ir Guð­brand­ur Bene­dikts­son, safn­stjóri Borg­ar­sögu­safns.

„Það er ekki al­gengt að fá er­lend fyr­ir­ta­eki svona til liðs við sig, en fyr­ir­ta­ek­ið er al­þjóð­legt og hef­ur sett upp sýn­ing­ar í Hels­ingør, Rotter­dam og Am­ster­dam.

Við gerð­um líka við­tak­end­a­rann­sókn­ir til að átta okk­ur á því hverj­ir vaeru lík­leg­ir mark­hóp­ar sýn­ing­ar­inn­ar og hvernig aetti að ávarpa þá,“seg­ir Guð­brand­ur. „Þar stóð upp úr að yngri kyn­slóð­in hef­ur ekki sömu teng­ingu við fisk og sjáv­ar­út­veg og fyrri kyn­slóð­ir. Við þurft­um því að ná til ungu kyn­slóð­ar­inn­ar og gerð­um það baeði með efnis­tök­um, frá­sögn­inni og gagn­virk­um miðl­un­ar­leið­um.“

Víð­ta­ek, fé­lags­leg áhrif

„Grunn­stef sýn­ing­ar­inn­ar er sam­band okk­ar við haf­ið, en við er­um nátt­úru­lega eyþjóð og sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur mót­að sam­fé­lag­ið. Við segj­um frá fisk­in­um í haf­inu, veið­um, vinnsl­unni og út­flutn­ingi og frá­sögn­in end­ar á diski neyt­and­ans,“seg­ir Guð­brand­ur. „Það er margt sem flétt­ast inn í þetta. Þetta er að hluta til hag­saga og að hluta um­fjöll­un um haf­rann­sókn­ir og nátt­úru hafs­ins, en líka fé­lags­saga, því þessi at­vinnu­grein hef­ur alltaf haft gríð­ar­leg áhrif á sam­fé­lag­ið.“

Guð­brand­ur seg­ir að þar sem þetta er Sjó­m­inja­safn­ið í Reykja­vík, sé áhersla á borg­ina og hvernig hún byggð­ist að stór­um hluta upp út frá sjó­sókn. „Það sem er sér­stakt við þessa sögu í Reykja­vík er mik­il þil­skipa- og síð­ar tog­ara­út­gerð. Reykja­vík er ein staersta lönd­un­ar­höfn lands­ins og enn er mjög öfl­ug­ur sjáv­ar­út­veg­ur úti á Gr­anda,“seg­ir hann.

Gott samstarf

„Við leit­uð­um sam­starfs við sjáv­ar­út­vegs­geir­ann og feng­um baeði fjár­hags­stuðn­ing, að­gang að sér­fra­eð­ing­um og ann­an stuðn­ing, hjá öfl­ug­um fyr­ir­ta­ekj­um eins og 66° N, Hamp­iðj­unni, HB Gr­anda, Mar­el og Faxa­flóa­höfn­um, svo daemi séu tek­in,“seg­ir Guð­brand­ur.

„Við not­uð­um taekifa­er­ið til að mynda tengslanet, þannig að þessi geiri geti lit­ið á Sjó­m­inja­safn­ið sem sinn heima­völl.“

Grett­i­stak áhuga­manna

„Sjó­m­inja­safn­ið er hluti af Borg­ar­sögu­safni Reykja­vík­ur, sem varð­veit­ir tölu­verð­an flota skipa, þar á með­al varð­skip­ið Óð­inn og drátt­ar­bát­inn Magna,“seg­ir Guð­brand­ur. „Varð­veisla skipa er flók­inn mála­flokk­ur og Ís­lend­ing­ar hafa kannski ekki alltaf stað­ið sig naegi­lega vel á því sviði, enda fylg­ir þessu mik­il vinna og kostn­að­ur.

En gríð­ar­lega öfl­ugt starf sjálf­boða­liða og áhuga­manna um sögu og varð­veislu Óð­ins og Magna er ein­stakt og ómet­an­legt, leyfi ég mér að segja. Það er sér­stakt hvernig tek­ist hef­ur að virkja áhuga­fólk til að sinna minja­vörslu, öllu sam­fé­lag­inu til heilla. Fé­lag­ar í holl­vina­sam­tök­um Óð­ins hafa á liðn­um ár­um gert stór­átak í við­gerð og við­haldi á skip­inu og síð­ast­lið­inn mánu­dag voru að­al­vél­ar hans raest­ar, eft­ir um 15 ára hlé. Holl­vina­sam­tök Magna eru líka að vinna að því að gera hann gang- og sjófa­er­an.

Við er­um sann­ar­lega með byr í segl­um, ef svo má að orði kom­ast,“seg­ir Guð­brand­ur að lok­um.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI ?? Guð­brand­ur Bene­dikts­son seg­ir að Fisk­ur & fólk, ný grunn­sýn­ing Sjó­m­inja­safns­ins í Reykja­vík, sé metn­að­ar­full, fjöl­breytt og yf­ir­grips­mik­il og reyni að ná til kyn­slóð­ar sem hef­ur ekki tengsl við sjáv­ar­út­veg.
FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI Guð­brand­ur Bene­dikts­son seg­ir að Fisk­ur & fólk, ný grunn­sýn­ing Sjó­m­inja­safns­ins í Reykja­vík, sé metn­að­ar­full, fjöl­breytt og yf­ir­grips­mik­il og reyni að ná til kyn­slóð­ar sem hef­ur ekki tengsl við sjáv­ar­út­veg.
 ??  ?? Áhuga­verð sýn­ing er nú í Sjó­m­inja­safn­inu í Reykja­vík sem marg­ir hafa kom­ið að.
Áhuga­verð sýn­ing er nú í Sjó­m­inja­safn­inu í Reykja­vík sem marg­ir hafa kom­ið að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland