Þar sem gleðin raeður för í sumar
Á Víðistaðatúni í Hafnarfirði er gott tjaldsvaeði með helstu þaegindum fyrir ferðamenn. Þaðan er stutt að rölta í Hellisgerði eða á milli frábaerra verslana, veitingahúsa, safna og sundlauga.
Heilsubaerinn Hafnarfjörður tekur vel á móti ferðamönnum í sumar. Helsta sérkenni baejarins er lifandi og fallegur miðbaer. Þar er fjölbreytt verslun og þjónusta sem teygir sig um allan bae. Veitingastaðir í Hafnarfirði eru afar vinsaelir hjá heimamönnum og gestum baejarins enda rómaðir fyrir góðan mat. Flóran er fjölbreytt og eitthvað við allra haefi, hvort sem fólk vill víkingaveislu, taílenskan, íslenskan eða bara eðalgott kaffi og súkkulaðiköku.
Það eru þrjár sundlaugar í Hafnarfirði og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Þá er ókeypis aðgangur að Byggðasafninu auk menningar- og listamiðstöðvarinnar Hafnarborgar. „Í byrjun júní verður opnuð ný sýning í Pakkhúsi Byggðasafnsins um grásleppukarla og smábátaútgerð í Hafnarfirði, en þar eru alla jafna þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu baejarins, leikfangasýning og þemasýning,“segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri menningar- og markaðsmála hjá Hafnarfjarðarbae, og bendir á að á heimasíðunni hafnarfjordur.is sé haegt að finna heilt stafróf af hugmyndum um það sem baerinn hefur upp á að bjóða í sumar.
„Allt frá hreyfingu í upplandinu, dorgveiði við höfnina eða álfaleit í Hellisgerði. Í sumar verður boðið upp á menningar- og heilsugöngur alla fimmtudaga klukkan 20. Göngurnar veita frábaert taekifaeri til þess að kynnast baenum nánar. Göngurnar taka flestar um
Allt frá hreyfingu í upplandinu, dorgveiði við höfnina eða álfaleit í Hellisgerði. Í sumar verður boðið upp á menningar- og heilsugöngur alla fimmtudaga klukkan 20.
klukkstund og þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Þá verður boðið upp á fjallgöngu fyrir byrjendur á Helgafell, göngur í miðbaenum og fraeðslugöngu umhverfis náttúruperluna Ástjörn. Þess má geta að Helgafellið er svo vinsaelt hjá göngufólki að nú er verið að undirbúa fjölgun bílastaeða á svaeðinu.“
Andri segir að Víkingahátíðinni hafi verið frestað vegna COVID-19 og enn sé óljóst með ýmsar aðrar uppákomur í sumar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði er staðsett í þjónustuverinu í ráðhúsi Hafnarfjarðar og þar er tekið vel á móti öllum þeim sem vilja nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er í Hafnarfirði. Flestir hafa mikinn áhuga á Reykjanesinu og gera sér ferð á háhitasvaeðið Seltún í Krýsuvík.
„Það er alltaf gaman að koma við í Seltúni og skoða hveravirknina í síbreytilegum leirhverunum. Einnig höfum við fundið aukinn áhuga á alls kyns hreyfingu, margir fara út að hjóla eða ganga. Stígurinn sem liggur hér eftir Fjarðargötunni er til daemis alltaf vinsaell hjá útivistarfólki.“
Andri segir að það vaesi ekki um gesti á tjaldsvaeði baejarins. Þar er afþreying fyrir börnin, svokallaður aerslabelgur, auk frábaerrar grillaðstöðu. „Stutt er í alla þjónustu og veitingastaði. Í nálaegð Hafnarfjarðar er síðan að finna ósnortna náttúru við Hvaleyrarvatn. Við höfum verið að auglýsa skapandi sumarstörf fyrir hópa sem eiga eftir að glaeða baeinn lífi í sumar. Ég efast ekki um að baerinn eigi eftir að iða af skemmtilegum uppákomum þótt hátíðir verði að bíða betri tíma. Hafnarfjörður er baer sem hvetur til heilsueflingar og það er ótrúlega jákvaett að sjá hvað fólk er duglegt að hreyfa sig og njóta umhverfisins. Þá má ekki gleyma ratleik Hafnarfjarðar sem er alltaf á sumrin. Gefið er út ókeypis ratleikskort þar sem 20 staðir eru merktir til að heimsaekja. Það hefur verið gríðarleg þátttaka í leiknum á undanförnum árum og við eigum von á að svo verði einnig í sumar,“segir Andri og hvetur fólk til að heimsaekja heilsubaeinn Hafnarfjörð.