Fréttablaðið - Serblod

Sumar­ið er okk­ar – til­boð all­an hring­inn

Icelanda­ir hót­el leggja sitt af mörk­um við að hvetja lands­menn til að upp­götva land­ið sitt sem ferða­menn. Enda­laus­ir mögu­leik­ar eru á upp­lif­un í gist­ingu, veit­ing­um og af­þrey­ingu.

-

Stefna Icelanda­ir hót­ela er að veita gest­um sanna, ís­lenska upp­lif­un gegn­um sam­heldna fjöl­skyldu inn­lendra og er­lendra vörumerkja fé­lags­ins. „Við þjón­um breið­um hópi við­skipta­vina með fjöl­breytt úr­val vörumerkja, þar sem við höf­um und­ir hatti okk­ar sjö hót­el­vörumerki, sex veit­inga­staði og þrjár heilsu­lind­ir,“seg­ir Krist­ín Katrín Guð­munds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að hjá hót­el­un­um í átta ár og er for­stöðu­mað­ur sölu­og bók­un­ar­deild­ar.

Að­spurð hvernig sumar­ið legg­ist í hana seg­ir hún vissu­lega minni starf­semi þetta sumar­ið, en að hót­el­stjór­ar hlakki mik­ið til að taka vel á móti fleiri Ís­lend­ing­um í sum­ar og eiga staerri þátt en oft áð­ur í sum­ar­fríi þeirra. Í sum­ar verð­ur op­ið á Icelanda­ir hót­el Akur­eyri, Mý­vatni, Hér­aði, Flúð­um og Hamri, sem og á Hót­el Eddu Akur­eyri, Egils­stöð­um og Höfn ásamt Hilt­on Reykja­vík Nordica.

Krist­ín Katrín seg­ir ný sum­ar­til­boð hót­el­anna fara vel af stað og svo virð­ist sem fag­leg þjón­usta og gaeðahót­el á sann­gjörnu verði eigi upp á pall­borð­ið hjá Ís­lend­ing­um og að ferða­hug­ur sé kom­inn í fólk.

Fjöl­breytn­in í fyr­ir­rúmi

Margs kon­ar til­boð eru í boði, hvort sem um er að raeða dek­urpakka fyr­ir tvo, sem hafa not­ið mik­illa vinsa­elda, eða til­boð sem henta allri fjöl­skyld­unni. Krist­ín Katrín bend­ir á að best séu til­boð­in þeg­ar fólk kaup­ir 5 eða 10 nátta pakka þar sem laegsta verð­ið er frá 13.900 með morg­un­verði fyr­ir tvo. Einn helsti kost­ur slíkra pakka, fyr­ir ut­an verð­ið, er að þurfa ekki að bóka all­ar naet­urn­ar í einu.

„Við leggj­um áherslu á að sem flest­ir geti fund­ið til­boð við haefi, hvort sem um raeð­ir ein­stak­linga eða fjöl­skyld­ur og hvort sem hug­ur þeirra stend­ur til að upp­götva höf­uð­borg­ina eða sitt eig­ið Ís­land.

Við vilj­um einnig vera viss um að gest­ir okk­ar, stór­ir sem smá­ir, fari sadd­ir út í dag­inn á vit aevin­týr­anna og því er stað­góð­ur morg­un­verð­ur innifal­inn í sum­ar­til­boð­um okk­ar.“

Va­en og gra­en hót­el

Icelanda­ir hót­el hafa um ára­bil ver­ið leið­andi í vist­vaen­um hót­el­rekstri og voru til að mynda fyrst á Íslandi til að fá al­þjóð­lega um­hverf­is­vott­un á öll­um hót­el­um í rekstri fé­lags­ins. Fyrsta hót­el­ið til að fá slíka vott­un var Icelanda­ir hót­el Reykja­vík Natura í júní ár­ið 2012.

„Við höf­um ávallt sett mark­ið hátt þeg­ar kem­ur að hrein­la­eti og gaeða­mál­um hjá okk­ur og auð­vit­að pöss­um við að til­ma­el­um yf­ir­valda sé fylgt,“seg­ir Krist­ín Katrín og seg­ist mjög stolt af því vera hjá fé­lagi sem tek­ur sam­fé­lags­lega ábyrgð al­var­lega og á sem daemi gott sam­starf baeði við Lands­björgu, Krabba­meins­fé­lag Ís­lands og fjöld­ann all­an af ís­lensk­um sam­tíma­lista­mönn­um, hönn­uð­um, rit­höf­und­um, ljós­mynd­ur­um og fleir­um, sem eiga stór­an þátt í að gleðja augu ferða­manna.

„Við leggj­um mik­ið upp úr að dvöl hjá okk­ur sé ekki bara rúm og sturta held­ur heildra­en upp­lif­un frá því að þú labb­ar inn og þar til þú skrá­ir þig út af hót­el­inu. Ég maeli alltaf með því við gesti að muna að skoða sig vel um þeg­ar þeir dvelja hjá okk­ur.“

Að­spurð hvort að það eigi eft­ir að koma fleiri til­boð, svar­ar Krist­ín að hún vilji endi­lega benda fólki á að skrá sig á Gestal­ist­ann, póstlista hót­el­anna, á heima­síðu Icelanda­ir hót­ela til að fá nýj­ustu til­boð­in, „því sumar­ið er okk­ar.“

 ??  ?? Icelanda­ir hót­el Mý­vatn er lit­ríkt og skemmti­legt hót­el sem var opn­að í júlí 2018.
Icelanda­ir hót­el Mý­vatn er lit­ríkt og skemmti­legt hót­el sem var opn­að í júlí 2018.
 ??  ?? Krist­ín Katrín Guð­munds­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur sölu- og bók­un­ar­deild­ar hjá Icelanda­ir hót­el­um, bíð­ur eft­ir sumr­inu.FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI
Krist­ín Katrín Guð­munds­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur sölu- og bók­un­ar­deild­ar hjá Icelanda­ir hót­el­um, bíð­ur eft­ir sumr­inu.FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland