Fréttablaðið - Serblod

App fyr­ir síð­asta séns

Al­ex­and­er Aron Val­týs­son breytti öll­um plön­um fyr­ir sumar­ið vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Vinn­an tók nýja stefnu með nýju ferða-appi og hann aetl­ar að fara tvo hringi í kring­um land­ið.

- Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir sigridur­inga@fretta­bla­did.is

Al­ex­and­er Aron er einn þeirra sem aetla að nota taekifa­er­ið og ferð­ast um Ís­land í sum­ar. Það var ekki að vísu ekki á dag­skrá í upp­hafi árs, þeg­ar hann var á kafi í vinnu við að búa til app fyr­ir snjallsíma og vef­síðu sem var hugs­uð fyr­ir er­lenda ferða­menn. Þeg­ar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á var ekki um ann­að að raeða en að breyta öll­um plön­um og app­ið sem var í smíð­um tók nýja stefnu.

„Hug­mynd­in á bak við þetta app á sér nokkra sögu. Við er­um fjög­ur sam­an sem aetl­uð­um að búa til app þar sem fólk gaeti keypt sér miða í leik­hús, tón­leika eða alls kon­ar sýn­ing­ar á síð­asta séns. Við sáum fyr­ir okk­ur að ef það vaeru kannski hundrað sa­eti laus, gaeti sýn­andi gef­ið fólki taekifa­eri til að fá miða á veg­leg­um af­slaetti til að fylla sal­inn og all­ir vaeru sátt­ir. AEtl­un­in var líka að bjóða ferða­mönn­um að kaupa ferð­ir og fleira á til­boðs­verði en þá skall COVID-19 á og land­ið lok­að­ist,“seg­ir Al­ex­and­er Aron, en sam­starfs­fólk hans eru þau Eygló Rosento, Sverr­ir Birg­ir Sverris­son og Val­þór Örn Sverris­son.

Sneru vörn í sókn

„Við vild­um ekki láta alla þessa vinnu fara í súg­inn, held­ur ákváð­um að snúa vörn í sókn og finna út hvað við gaet­um gert. Okk­ur datt þá í hug að breyta app­inu í ferða­app og búa til vef­síðu fyr­ir Ís­lend­inga sem hyggja á ferða­lög í sum­ar, und­ir heit­inu si­dasti­sens.is. Við höf­um þeg­ar stofn­að Face­book-hóp und­ir þessu heiti sem all­ir geta kom­ið í. Þar eru mörg til­boð í gangi og þau snú­ast ekki bara um síð­asta séns held­ur ým­is­legt ann­að. Fyr­ir­ta­eki geta sett inn til­boð á til daem­is gist­ingu, mat, af­þrey­ingu og fleiru sem all­ir geta nýtt sér. Þetta er fyr­ir­ta­ekj­um og not­end­um að kostn­að­ar­lausu,“seg­ir Al­ex­and­er Aron, sem und­an­far­in ár hef­ur unn­ið við vef­síðu­gerð og mark­aðs­setn­ingu fyr­ir margs kon­ar fyr­ir­ta­eki.

Reyn­is­fjara í upp­á­haldi

Þeg­ar tal­ið berst að ferða­lög­um inn­an­lands kem­ur í ljós að Al­ex­and­er Aron hef­ur mest ferð­ast um Sna­e­fellsnes­ið, en hann er aett­að­ur úr Stykk­is­hólmi og var mik­ið á þeim slóð­um sem barn.

„Ég hef varla far­ið aust­ar en að Sel­fossi,“seg­ir hann hla­ej­andi og baet­ir við að reynd­ar hafi hann kom­ið í Reyn­is­fjöru sem sé í miklu upp­á­haldi, enda ein feg­ursta fjara lands­ins. „Sna­e­fellsnes­ið

Við vild­um ekki láta alla þessa vinnu fara í súg­inn, held­ur ákváð­um að snúa vörn í sókn og finna út hvað við gaet­um gert.

er líka spenn­andi svaeði, þar er allt sem Ís­land hef­ur upp á að bjóða á ein­um stað; jök­ull, hraun, eld­stöðv­ar, flott­ir veit­inga­stað­ir, sigl­ing­ar um Breiða­fjörð og fjöl­breytt af­þrey­ing. Ef fólk hef­ur að­eins einn dag til að ferð­ast myndi ég maela með að það faeri á Sna­e­fellsnes­ið,“seg­ir Al­ex­and­er Aron, sem tel­ur að núna sé frá­ba­er tími til að ferð­ast inn­an­lands.

„Það verða ekki tíu rút­ur alla daga við Gull­foss og Geysi í sum­ar, svo þetta er ein­stakt taekifa­eri sem kem­ur senni­lega ekki aft­ur, því naesta sum­ar má reikna með mikl­um fjölda er­lendra ferða­manna. Ég aetla að fara hring­inn í kring­um land­ið, helst tvisvar, en það hef ég ekki áð­ur gert. Mig lang­ar líka að prófa að fara í ferð með buggy-bíl og fara á fjór­hjól. Svo aetla ég að gista í torf­hýsi á Möðru­daln­um. Það er alla­vega nóg af spenn­andi mögu­leik­um í boði,“seg­ir Al­ex­and­er Aron.

 ??  ?? Al­ex­and­er Aron seg­ir að nú sé rétti tím­inn til að skoða land­ið. Hann aetl­ar að fara á buggy-bíl, prófa fjór­hjól og sofa í torf­hýsi.
Al­ex­and­er Aron seg­ir að nú sé rétti tím­inn til að skoða land­ið. Hann aetl­ar að fara á buggy-bíl, prófa fjór­hjól og sofa í torf­hýsi.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland