Fjölskylduparadísin Reykjanes
Á Reykjanesi getur fjölskyldan notið útivistar og afþreyingar í bakgarði höfuðborgarinnar. Fjölmargt er í boði og inni á milli leynast faldar perlur, sem alltof margir hafa enn ekki uppgötvað.
Þessi magnaði leikvöllur fyrir börn jafnt sem fullorðna er staðsettur í bakgarði höfuðborgarsvaeðisins og því tilvalinn áfangastaður til skemmri eða lengri dvalar,“segir Eyþór Saemundsson hjá Markaðsstofu Reykjaness.
„Reykjanesið er afar hentugt fyrir barnafjölskyldur sem vilja njóta útivistar, náttúru, menningar og afþreyingar, án þess að leita langt yfir skammt. Það vita ekki allir að á Reykjanesi má meðal annars finna skógi vaxin svaeði, þar sem má finna leiktaeki og eldunaraðstöðu, líkt og við Sólbrekkur og Háabjalla.“
Á Reykjanesi eru fjölmargir tindar sem haefa reynslulitlu fjallgöngufólki.
„Þorbjörn við Grindavík er afar hentugt fjall fyrir alla fjölskylduna. Þar er meðal annars hin stórbrotna Þjófagjá, sem allir aettu að skoða. Auk þess er útsýnið magnað og stutt í Selskóg og Bláa lónið,“upplýsir Eyþór.
Hann segir öll góð ferðalög enda á sundferð og góðum bita.
„Á Reykjanesi má finna sundlaug í haesta gaeðaflokki í hverju einasta sveitarfélagi. Innilaugin í Reykjanesbae er einstaklega hentug fyrir yngstu börnin, en allar hafa laugarnar sín sérkenni og sjarma,“segir Eyþór.
„Á svaeðinu má svo finna á fimmta tug veitingastaða af öllum gerðum og ef þú átt til daemis eftir að heimsaekja Hjá Höllu eða bragða hinn heimsfraega Villaborgara, þá áttu margt eftir ólifað.“
Reykjanesið á líka augljóslega nóg af fjörum sem auðvelt er að saekja.
„Hvíta sandinn má finna á Garðskaga og svarta sandinn í Sandvík eða við Kleifarvatn. Gönguleiðir eru um gjörvallt Reykjanes og margar þeirra eru einstaklega aðgengilegar og hentugar fyrir börn,“segir Eyþór.
Söfn sem henta öllum
Reykjanes hefur að geyma fjölmörg söfn, þar sem allir finna eitthvað við sitt haefi.
„Má þar nefna Skessuna í hellinum, Rokksafn Íslands, Víkingasafnið, Duus-hús, Byggðasafnið á Garðskaga, Þekkingarsetrið í Sandgerði og Saltfisksetrið í Grindavík. Glaesileg bókasöfn eru einnig á Reykjanesi, þar sem gaman er að grúska í bókum og leika,“segir Eyþór.
Fjölmargt annað er haegt að bralla með ungviðinu á Reykjanesi.
„Svo sem að veiða og dorga, kíkja á róló, spila golf, skella sér í hjólaferð, kíkja í hvalaskoðun, ganga um hellinn Leiðarenda, bregða sér yfir Brú á milli heimsálfa, sem er einstök á heimsvísu og staðsett plötuskilum Evrópu og Ameríku. Svo er bara haegt að kíkja í bíltúr Krýsuvíkurleiðina og staldra við á stórbrotnum stöðum eins og Brimkatli og smella af sér mynd, svo fátt eitt sé nefnt.“
Margt er haegt að bralla með ungviðinu á Reykjanesi, svo sem að veiða eða dorga, kíkja á róló, í hvalaskoðun, ganga um hellinn Leiðarenda og bregða sér yfir Brú á milli heimsálfa, sem er einstök á heimsvísu.