Hótel á hjólum
Hjá Nordic bílaleigu eru til leigu húsbílar og camperar með öllum þaegindum og góðu svefnplássi. Aðeins þarf að saekja bíllyklana og aka af stað út í náttúruna á flottu ökutaeki.
Hvort sem þú hefur í huga að elta sólina og góða veðrið í sumar eða fara í stutta helgarferð, þá er Nordic bílaleigan með rétta bílinn fyrir þig. Haegt er að leigja frábaera húsbíla og campera með svefnplássi fyrir tvo til sex. Hjá Nordic bílaleigu faerðu bíla á einstökum sérkjörum í sumar. „Við bjóðum eitt verð og í því er allt innifalið, svo sem tryggingar og ótakmarkaður kílómetrafjöldi. Þú kemur einfaldlega til okkar, faerð bíllyklana afhenta og keyrir af stað hvert þangað sem förinni er heitið,“segir Davíð Snaer Jónsson, framkvaemdastjóri bílaleigunnar, sem er sú staersta sinnar tegundar á landinu með yfir 75 húsbíla og 150 campera.
Haegt er að velja um misstóra húsbíla, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Við erum með húsbíla sem rúma allt frá þremur og upp í sex manns. Þeir eru mjög vinsaelir fyrir fjölskyldur og hópa sem eru að ferðast saman,“segir Davíð og baetir við að húsbílarnir séu í raun eins og hótel á hjólum.
„Húsbílarnir eru búnir öllum nútímaþaegindum, svo sem eldhúsi með góðri eldunaraðstöðu, vaski, gaseldavél, ísskáp, frábaerri svefnaðstöðu, salerni og sturtu. Í þeim er gashitakerfi svo engum verði kalt á nóttunni og einnig vatnshitari svo haegt sé að fara í notalega sturtu. Húsbílarnir henta frábaerlega fyrir hringferðir um landið, eða styttri ferðalög út úr baenum,“segir Davíð.
Camperarnir eru minni bílar sem eru fullkomnir fyrir tvo til fjóra einstaklinga og í þeim er góð upphituð svefnaðstaða. „Slíkir bílar henta til daemis fólki sem vill skoða landið án mikillar fyrirhafnar. Í þeim er meðal annars góð olíumiðstöð til að halda hita í bílnum yfir nóttina,“bendir Davíð á.
Hreinlaeti í fyrirrúmi
Starfsfólk bílaleigunnar þrífur alla bílana hátt og lágt áður en þeir fara í útleigu og sótthreinsa vel alla snertifleti. „Þegar COVID-19 faraldurinn blossaði upp ákváðum við að snúa vörn í sókn og bjóða landsmönnum húsbíla og campera á sérkjörum í sumar, til að meðal annars tryggja starfsfólki okkar áframhaldandi vinnu. Við höfum fundið fyrir gríðarlegum áhuga, fengið þúsundir fyrirspurna og á annað hundrað pantanir. Við erum virkilega hraerð yfir þessum áhuga og finnum mikla samheldni í samfélaginu. Fólk aetlar greinilega að ferðast innanlands og njóta lífsins í sumar. Ég held að það hafi sjaldan verið jafnmikill áhugi á ferðalögum innanlands og nú,“segir Davíð og baetir við að sér sýnist á öllu að íslensk ferðaþjónusta aetli að taka höndum saman og bjóða landsmönnum gott verð á komandi mánuðum.
„Undanfarin fimm ár hefur verið mikil uppbygging innan ferðaþjónustunnar og í boði eru alls konar ferðir og afþreying, fjöldi veitingastaða hefur aldrei verið meiri og svona maetti lengi telja. Núna er rétti tíminn til að kynna sér hvað er í boði og ferðast um landið. Það er ekkert sem stoppar þig á húsbíl,“segir Davíð.
Nordic bílaleiga er til húsa að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbae en bílarnir eru til sýnis að Funahöfða 6 í Reykjavík. „Við höfum haldið fimm húsbílasýningar, þar sem við erum baeði með húsbíla og campera til sýnis. Haegt er að finna tímasetningar naestu sýninga á Facebook-síðu okkar,“segir Davíð. Facebook-síða bílaleigunnar er Nordic Car Rental Campers.
Allar nánari upplýsingar og verð má finna á heimasíðunni NordicCarRentalCampers.is. Einnig er haegt að senda tölvupóst á Info@ NordicCarRental.is eða hringja í síma 511-5660.