Fjölbreytt afþreying og einstök náttúra
Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Norðurhjara, segir löngu tímabaert að innlima baeði Langanes og Bakkafjörð í hringveginn enda sé Langanes ekki lengur utan alfaraleiðar.
Strandlengjan meðfram Bakkafirði og Langanesi býður ferðalöngum upp á stórkostlega náttúru og fjölbreyttar gönguleiðir, auk þess sem fuglaskoðun á svaeðinu er einstaklega gefandi.
„Nú er tími til kominn að fara út fyrir kassann, eða Hringinn, eða skilgreina hringinn upp á nýtt og taka norðausturströndina inn í,“segir Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri ferðaþjónustusamtakanna Norðurhjara á Norðausturlandi, og baetir við að það sé af sem áður var, að Langanesið sé langt utan alfaraleiðar. „Við erum ekki utan seilingar, það er malbikað alla leið, eins og einu sinni var sagt,“segir hún kímin og bendir á að auk þess sé flogið til Þórshafnar gegnum Akureyri alla virka daga og bílaleigubíll geti beðið á flugvellinum á Þórshöfn fyrir þá sem kjósa að koma þá leiðina.
„Á Langanesi er haegt að fá mjög fjölbreytta þjónustu, þar eru yndislegar íbúðir og á Þórshöfn eru gullfalleg gistiheimili. Við Bakkaflóann er haegt að leigja smáhýsi og á Bakkafirði er glaenýtt gistihús. Þá eru líka fínustu tjaldstaeði baeði á Þórshöfn og Bakkafirði og fallegt íþróttahús og sundlaug á Þórshöfn.“
Halldóra segir ýmsa afþreyingu í boði í náttúrufegurð Langaness.
„Svaeðið er þekkt fyrir gríðarlegt fuglalíf, sérstaklega í björgunum á Langanesi, en þar er magnaður útsýnispallur fyrir þá sem ekki eru lofthraeddir. Önnur staersta súlubyggð á landinu blasir við af pallinum, sú eina sem haegt er að sjá föstum fótum. Allur svartfugl sem verpir á Íslandi er þarna í einni kös, þar með talinn lundinn, og í gegnum svaeðið liggja baeði það sem kallað er Fuglastígur á Norðausturlandi, sem er sérstök hringleið og svo hin þekkta Norðurstrandarleið, eða Arctic
Coast Way, sem byrjar á Bakkafirði, eða endar, eftir því hvernig á það er litið. Haegt er að fara í skipulagðar fuglaskoðunarferðir, kajakferðir og gönguferðir í kyrrð og ró í fallegri náttúru.“
Langanesið langa sem teygir sig út í Atlantshafið endar á ysta tanga landsins, Fonti, og þar er ferðalangurinn nánast kominn á heimsenda. „Þar stendur einmana viti sem horfir út á hafið, magnað að upplifa þetta mannvirki sem býður hafinu byrginn,“segir Halldóra. Á Langanesi er einnig eyðiþorp sem heitir Skálar, en þar hefur verið unnin merkileg vinna við að bjarga menningarverðmaetum og gaman að fara þangað og ímynda sér hvernig lífi var þar lifað í baráttu við náttúruöflin og um lífsafkomuna.
Halldóra sjálf nýtur þess best að ferðast um svaeðið á tveimur jafnfljótum. „ Að vera gangandi á Langanesi er mitt uppáhald og ganga út í vitann frá Bakkafirði er mín uppáhaldsgönguleið í heimi. Vitinn stendur á svo aevintýralegum stað að það er engu líkt að labba þangað.“
Halldóra segir auðvelt að finna upplýsingar um alla þjónustu á svaeðinu á vefnum nordurland.is „Þar má leita að því sem hugurinn girnist, hvort sem þú vilt koma akandi og fara í skipulagða göngu með ferðafélaginu hér eða hjóla um svaeðið, sem nýtur vaxandi vinsaelda, þá er allar upplýsingar að finna þar. Hér má finna kyrrð og ró, hér er enginn ys og þys.“
Langanes teygir sig út í Atlantshafið og á Fonti, ysta tanga þess, er ferðalangurinn nánast kominn á heimsenda.