Fréttablaðið - Serblod

Fjöl­breytt af­þrey­ing og ein­stök nátt­úra

Hall­dóra Gunn­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri Norð­ur­hjara, seg­ir löngu tíma­ba­ert að inn­lima baeði Langa­nes og Bakka­fjörð í hring­veg­inn enda sé Langa­nes ekki leng­ur ut­an al­fara­leið­ar.

-

Strand­lengj­an með­fram Bakka­firði og Langa­nesi býð­ur ferða­löng­um upp á stór­kost­lega nátt­úru og fjöl­breytt­ar göngu­leið­ir, auk þess sem fugla­skoð­un á svaeð­inu er ein­stak­lega gef­andi.

„Nú er tími til kom­inn að fara út fyr­ir kass­ann, eða Hring­inn, eða skil­greina hring­inn upp á nýtt og taka norð­aust­ur­strönd­ina inn í,“seg­ir Hall­dóra Gunn­ars­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri ferða­þjón­ustu­sam­tak­anna Norð­ur­hjara á Norð­aust­ur­landi, og baet­ir við að það sé af sem áð­ur var, að Langa­nes­ið sé langt ut­an al­fara­leið­ar. „Við er­um ekki ut­an seil­ing­ar, það er mal­bik­að alla leið, eins og einu sinni var sagt,“seg­ir hún kím­in og bend­ir á að auk þess sé flog­ið til Þórs­hafn­ar gegn­um Akur­eyri alla virka daga og bíla­leigu­bíll geti beð­ið á flug­vell­in­um á Þórs­höfn fyr­ir þá sem kjósa að koma þá leið­ina.

„Á Langa­nesi er haegt að fá mjög fjöl­breytta þjón­ustu, þar eru ynd­is­leg­ar íbúð­ir og á Þórs­höfn eru gull­fal­leg gisti­heim­ili. Við Bakka­fló­ann er haegt að leigja smá­hýsi og á Bakka­firði er gla­enýtt gisti­hús. Þá eru líka fín­ustu tjald­sta­eði baeði á Þórs­höfn og Bakka­firði og fal­legt íþrótta­hús og sund­laug á Þórs­höfn.“

Hall­dóra seg­ir ýmsa af­þrey­ingu í boði í nátt­úru­feg­urð Langa­ness.

„Svaeð­ið er þekkt fyr­ir gríð­ar­legt fugla­líf, sér­stak­lega í björg­un­um á Langa­nesi, en þar er magn­að­ur út­sýn­ispall­ur fyr­ir þá sem ekki eru loft­hra­edd­ir. Önn­ur staersta súlu­byggð á land­inu blas­ir við af pall­in­um, sú eina sem haegt er að sjá föst­um fót­um. All­ur svart­fugl sem verp­ir á Íslandi er þarna í einni kös, þar með tal­inn lund­inn, og í gegn­um svaeð­ið liggja baeði það sem kall­að er Fugla­stíg­ur á Norð­aust­ur­landi, sem er sér­stök hring­leið og svo hin þekkta Norð­ur­strand­ar­leið, eða Arctic

Co­ast Way, sem byrj­ar á Bakka­firði, eða end­ar, eft­ir því hvernig á það er lit­ið. Haegt er að fara í skipu­lagð­ar fugla­skoð­un­ar­ferð­ir, kaj­ak­ferð­ir og göngu­ferð­ir í kyrrð og ró í fal­legri nátt­úru.“

Langa­nes­ið langa sem teyg­ir sig út í Atlants­haf­ið end­ar á ysta tanga lands­ins, Fonti, og þar er ferða­lang­ur­inn nán­ast kom­inn á heimsenda. „Þar stend­ur einmana viti sem horf­ir út á haf­ið, magn­að að upp­lifa þetta mann­virki sem býð­ur haf­inu byrg­inn,“seg­ir Hall­dóra. Á Langa­nesi er einnig eyði­þorp sem heit­ir Skál­ar, en þar hef­ur ver­ið unn­in merki­leg vinna við að bjarga menn­ing­ar­verð­ma­et­um og gam­an að fara þang­að og ímynda sér hvernig lífi var þar lif­að í bar­áttu við nátt­úru­öfl­in og um lífsaf­kom­una.

Hall­dóra sjálf nýt­ur þess best að ferð­ast um svaeð­ið á tveim­ur jafn­fljót­um. „ Að vera gang­andi á Langa­nesi er mitt upp­á­hald og ganga út í vit­ann frá Bakka­firði er mín upp­á­halds­göngu­leið í heimi. Vit­inn stend­ur á svo aevin­týra­leg­um stað að það er engu líkt að labba þang­að.“

Hall­dóra seg­ir auð­velt að finna upp­lýs­ing­ar um alla þjón­ustu á svaeð­inu á vefn­um nor­d­ur­land.is „Þar má leita að því sem hug­ur­inn girn­ist, hvort sem þú vilt koma ak­andi og fara í skipu­lagða göngu með ferða­fé­lag­inu hér eða hjóla um svaeð­ið, sem nýt­ur vax­andi vinsa­elda, þá er all­ar upp­lýs­ing­ar að finna þar. Hér má finna kyrrð og ró, hér er eng­inn ys og þys.“

Langa­nes teyg­ir sig út í Atlants­haf­ið og á Fonti, ysta tanga þess, er ferða­lang­ur­inn nán­ast kom­inn á heimsenda.

 ?? MYND/ MARKAÐSSTO­FA NORЭUR­LANDS ?? Út­sýn­ispall­ur­inn við Stóra­karl á Langa­nesi veit­ir ein­stakt út­sýni yf­ir haf­ið og magn­aða yf­ir­sýn yf­ir naest­sta­erstu súlu­byggð lands­ins.
MYND/ MARKAÐSSTO­FA NORЭUR­LANDS Út­sýn­ispall­ur­inn við Stóra­karl á Langa­nesi veit­ir ein­stakt út­sýni yf­ir haf­ið og magn­aða yf­ir­sýn yf­ir naest­sta­erstu súlu­byggð lands­ins.
 ??  ?? Marg­ar skemmti­leg­ar göngu­leið­ir á fá­förn­um slóð­um eru á Langa­nesi.
Marg­ar skemmti­leg­ar göngu­leið­ir á fá­förn­um slóð­um eru á Langa­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland