Góðir til að elta veðrið
Bílaleiga Akureyrar hefur leigt út húsbíla í 40 ár og er með útibú um allt land sem bjóða nýlega bíla og vandaða þjónustu. Húsbílarnir eru örugg og góð leið til að elta góða veðrið.
Bílaleiga Akureyrar hefur verið í rekstri frá árinu 1974 og í dag er hún með um 4.500 bíla til umráða. Leigan er með sér húsbíladeild, en í henni eru vel á annað hundrað bíla af ýmsum staerðum, sem henta baeði fyrir hálendi og hefðbundna vegi.
„Við leigðum út fyrstu húsbílana í kringum 1980 og höfum verið stöðugt að síðan, þannig að við erum engir nýgraeðingar á þessu sviði,“segir Bergþór Karlsson, framkvaemdastjóri Bílaleigu Akureyrar. „Við erum með sérstöð fyrir þá á Ásbrú í Reykjanesbae, en þar er nóg pláss og haegt að geyma bíla viðskiptavina, þvottahús fyrir bílana okkar og starfsfólk með sérþekkingu á húsbílum.“
Allar upplýsingar á vefnum
„Við leigjum hefðbundna húsbíla út frá 15. apríl og út september. Tímatakmarkanirnar eru öryggisatriði vegna veðurs og faerðar, en við erum líka með minni tegundir sem haegt er að leigja allt árið. Það eru hefðbundnir, fjórhjóladrifnir bílar,“útskýrir Bergþór. „Í bílunum er allt sem þarf til að elda og matast og það er líka haegt að fá rúmföt ef fólk hefur áhuga.“
„Við erum með nýlega bíla og vel við haldna og langflestir Íslendingar saekjast eftir húsbílum fyrir fjóra eða sex, sem eru í X-20 og X-30 flokkum,“segir Birkir Freyr Sigurðsson, umsjónarmaður húsbíladeildar. „Það er haegt að skoða alla bílana á heimasíðunni okkar, husbilaleiga.is, og þar er líka haegt að fá allar upplýsingar um bílaflotann.
Það er 23 ára aldurstakmark fyrir leigu á húsbílum hjá okkur, en við erum með einn flokk bíla með 20 ára aldurstakmark,“segir Birkir. „Í þeim flokki er minnsti Volkswagen Caddy bíllinn, útbúinn með lítilli en vandaðri innréttingu frá Volkswagen. Honum fylgir að auki fortjald sem gefur aukið pláss.“
Alltaf stutt í hjálp
„Við erum með útibú fyrir bílaleiguna á 20 stöðum kringum landið. Starfsmenn á öllum þessum stöðum geta aðstoðað fólk við að leysa úr málum,“segir Bergþór. „Þegar fólk er að fara hringinn er slaemt að missa úr heilan dag vegna hremminga og þess vegna skiptir máli að það sé stutt í hjálp ef eitthvað kemur upp á.
Bílarnir okkar eru með ökuritum sem senda reglulega ýmsar upplýsingar og tryggja að enginn týnist í vonskuveðrum. Þá getum við líka verið í sambandi við fólk, stoppað það af ef það stefnir í ógöngur og sent hjálp ef þörf krefur. Við fáum líka tölvupóst ef það kemur mikið högg á bílinn,“segir Bergþór. „Þetta er mjög gagnlegt öryggistaeki og við erum líka með neyðarsíma sem er opinn allan sólarhringinn.“
Pottþétt þjónusta
„Starfsfólk okkar hefur mikla þekkingu á þessum bílum. Þess vegna er öll þjónustan í kringum bílana mjög pottþétt,“útskýrir Birkir. „Viðskiptavinir fá góða sýnikennslu á bílana og rafraenan baekling sem haegt er að taka með í ferðalagið, þannig að fólk fer frá okkur nokkuð öruggt til að ferðast á svona bíl innanlands.“
„Við leggjum mikla áherslu á að fólk fylgi umgengnisreglum um baeði bíla og landið okkar, noti húsbílana rétt, gisti á tjaldstaeðum og taemi salerni á réttum stöðum,“ segir Bergþór. „Tjaldstaeði bjóða upp á aukið öryggi og rafmagn, sem er þaegilegt, því það þýðir að það er haegt að nýta graejur betur, sem er ekki haegt á hefðbundnu rafmagni.“
Hentar vel í sumar
„Húsbílar henta sérstaklega vel fyrir Íslendinga, þar sem við erum mikið að elta veðrið, ólíkt hefðbundnum ferðamönnum sem fara á ákveðna staði óháð veðri,“segir Bergþór.
„Í sumar verður því sennilega slegist um staeði á sólríkum tjaldstaeðum, en það er strax munur að vera á húsbíl frekar en í hjólhýsi, því þá þarftu ekki að vera jafn langt inni á svaeðinu, heldur geturðu komið þér fyrir í jaðrinum,“útskýrir hann.
Haegt að semja um verð
„Núna erum við að bjóða hagstaeðara verð en áður fyrir þá sem hafa áhuga á að leigja húsbíl í styttri ferð. Það er auðveldara að bjóða hagkvaemara verð fyrir 100-200 km akstur á dag en ótakmarkaðan og það þarf ekki mikið ef maður er ekki að fara langt,“segir Bergþór. „Þessi nýjung laekkar verðið og gerir húsbílaleigu aðgengilegri.“
„Við maelum líka með því að fólk hafi samband og fái tilboð frá okkur, því verðið á heimasíðunni okkar er fyrst og fremst til viðmiðunar og það er oft haegt að semja um einhvern aukaafslátt ef við eigum nóg af bílum,“segir Birkir að lokum.