Allur floti MAN endurnýjaður
Fyrr á árinu frumsýndi þýski trukkaframleiðandinn MAN endurnýjaða útgáfu af öllum sínum bílgerðum. Mikil vinna liggur að baki slíkri frumsýningu sem stóð í 6 ár og kostaði 12 milljónir vinnustunda. MAN valdi að draga mörg hundruð viðskiptavini sína að þróun nýju bílanna.
Það er ekki á hverjum degi sem trukkaframleiðandi kynnir algjöra endurnýjun á bílaflota sínum, enda liðin 20 ár síðan þýski framleiðandinn MAN gerði slíkt. Það þarf mikinn undirbúning til að standa að endurnýjun á öllum flota stórframleiðanda sem MAN er og þar fór fyrirtaekið skynsama og jafnframt óvenjulega leið, þ.e. að draga viðskiptavini sína til samstarfs og ráðgjafar um hvað maetti enn betur fara við framleiðsluna.
Sú vinna tók nokkur ár, en hvað er betra en að láta viðskiptavinina ráða ferðinni? Það maettu fleiri fyrirtaeki gera. Afraksturinn virðist líka harla góður og endurspeglar gott gengi MAN trukkaframleiðandans. Alls var MAN í samstarfi við 700 stóra viðskiptavini sína frá árinu 2014 til að þróa endurbaetur á bílunum og ekki síst var það til þess gert að baeta vinnuumhverfi ökumanna og er alveg ótrúlegt að sjá hversu vel getur farið um þá í bílum MAN, baeði hvað varðar akstur þeirra, en líka hvað varðar hvíld ökumanna á milli aksturs.
12 milljónir vinnustunda
Svo stórt verkefni var þessi heildarendurnýjun flotans að það fóru 12 milljónir vinnustunda starfsmanna MAN í verkefnið og þar af 167.000 stundir einungis í hönnun þeirra. Þá voru eknir 4 milljónir kílómetra við prófanir á nýju bílunum, um 22.000 nýir íhlutir í bílana smíðaðir og alls skrifaðar 2,8 milljónir hugbúnaðaruppfaerslna til að baeta virkni þeirra.
Samhliða þessari þróun fór fram heildarútskipting á vélbúnaði bíla MAN sem allar uppfylla EURO 6 staðalinn og hefur haft í för með sér allt að 8% minni eldsneytisþörf þeirra. Þessar nýju vélar nefnir MAN EURO 6d og leysa þaer af hólmi EURO 6c vélar MAN, sem þó voru góðar og sparneytnar.
Hafa tekið stafraena nýjustu taekni í sína þjónustu
MAN hefur á síðustu árum sannarlega tekið stafraena taekni í sína þjónustu og stafraena taekni bílanna, sem meðal annars laetur vita af fyrirhuguðum viðhaldsaðgerðum, sem sparar mikið í viðhaldi trukkanna og tryggir hámarks nýtingu þeirra. Á þessu sviði standa framleiðendur vinnutaekja mun framar framleiðendum fólksbíla og þarna má segja að
MAN sé leiðandi á meðal framleiðenda atvinnutaekja.
Svo vel segist MAN hafa lukkast til við þróun sinna bíla í samstarfi við sína viðskiptavini að sölumenn þeirra þurfa aðeins að selja fyrsta bílinn af hverri gerð en restin selst einfaldlega með orðrómi um bílana. Það fer því ekki mikill tími hjá sölumönnum MAN í markaðsfaerslur heldur fer tíminn í að sérhanna hvern bíl að þörfum hvers viðskiptavinar og setja pantanir í kerfið. Fremur öfundsverð staða þar.
Langt á undan lögbundnum kröfum um öruggan akstur
Meðal nýjunga í bílum MAN er „Turn Assist“aðstoðarkerfi sem varar ökumenn við naerliggjandi umferð og tryggir öruggari akstur. Þetta kerfi er nú tilbúið einum 4 árum áður en lögboðin krafa verður gerð um slíkan búnað. Með þessum nýju bílum MAN hefur verið lögð gríðarmikil áhersla á þaegindi fyrir ökumenn og eins og áður sagði er hreint magnað að sjá hversu vel er hugsað fyrir öllum þörfum ökumanna í akstri með einföldun stjórntaekja, frábaerum saetum og flottu vinnuumhverfi.
Rúsínan í pylsuendanum er svo það umhverfi sem þeim er skapað milli aksturs. Svefnaðstaða, geymsluhólf, búnaður til afþreyingar, samskipti, geymsla matvaela og drykkja og eldun er orðin svo frábaer að undrun saetir og dregur úr vorkunnsemi í garð þeirra sem sinna þessum krefjandi störfum sem akstur trukka felur í sér.
Viðvarandi skortur á trukkabílstjórum í Þýskalandi
En talandi um trukkabílstjóra þá er viðvarandi skortur á trukkabílstjórum víða um heim. Það á við í heimalandi MAN, Þýskalandi, en þar er talið að skorti um 150.000 nýja bílstjóra á naestu 2 árum. Sama staða er víða uppi og ekki vantar þá faerri í hinum stóru Bandaríkjunum sem og víðar í víðlendri Evrópu.
MAN kynnti hina nýju trukkalínu sína fyrr á árinu í Baskaborginni Bilbao á Spáni og naut greinarritari þess að vera viðstaddur og ekki skemmdi staðsetningin fyrir. Bilbao hefur breyst á undanförnum áratugum úr fremur sóðalegri borg í gullfallegt stolt héraðsins, sem meðal annars skartar stórglaesilegu Guggenheim-safni í einni fallegustu byggingu álfunnar.
Auðeknir 40 tonna trukkar
En trukkar MAN stálu senunni þessa daga sem kynning þeirra fór fram og þeir sem njóta þess að berja augum flotta flutningabíla fengu sitt þessa daga. Að auki bauðst öllum blaðamönnum sem sóttu kynninguna að prófa trukkana og það þurfti ekki mikið að hvetja undirritaðan til prófunar á þeim.
Það saetir furðu hversu þaegilegt og auðvelt það er fyrir hinn venjulega mann, sem jafnvel er ekki með meirapróf, að stjórna þessum fullkomnu bílum sem vega allt að 40 tonnum. Afl þeirra vekur einnig furðu, vistlegt innanrými þeirra sem er enginn eftirbátur vel hannaðra fólksbíla, en umfram allt hversu vel fer um ökumann.