Fréttablaðið - Serblod

All­ur floti MAN end­ur­nýj­að­ur

-

Fyrr á ár­inu frum­sýndi þýski trukkafram­leið­and­inn MAN end­ur­nýj­aða út­gáfu af öll­um sín­um bíl­gerð­um. Mik­il vinna ligg­ur að baki slíkri frum­sýn­ingu sem stóð í 6 ár og kostaði 12 millj­ón­ir vinnu­stunda. MAN valdi að draga mörg hundruð við­skipta­vini sína að þró­un nýju bíl­anna.

Það er ekki á hverj­um degi sem trukkafram­leið­andi kynn­ir al­gjöra end­ur­nýj­un á bíla­flota sín­um, enda lið­in 20 ár síð­an þýski fram­leið­and­inn MAN gerði slíkt. Það þarf mik­inn und­ir­bún­ing til að standa að end­ur­nýj­un á öll­um flota stór­fram­leið­anda sem MAN er og þar fór fyr­ir­ta­ek­ið skyn­sama og jafn­framt óvenju­lega leið, þ.e. að draga við­skipta­vini sína til sam­starfs og ráð­gjaf­ar um hvað maetti enn bet­ur fara við fram­leiðsl­una.

Sú vinna tók nokk­ur ár, en hvað er betra en að láta við­skipta­vin­ina ráða ferð­inni? Það maettu fleiri fyr­ir­ta­eki gera. Afrakst­ur­inn virð­ist líka harla góð­ur og end­ur­spegl­ar gott gengi MAN trukkafram­leið­and­ans. Alls var MAN í sam­starfi við 700 stóra við­skipta­vini sína frá ár­inu 2014 til að þróa end­ur­baet­ur á bíl­un­um og ekki síst var það til þess gert að baeta vinnu­um­hverfi öku­manna og er al­veg ótrú­legt að sjá hversu vel get­ur far­ið um þá í bíl­um MAN, baeði hvað varð­ar akst­ur þeirra, en líka hvað varð­ar hvíld öku­manna á milli akst­urs.

12 millj­ón­ir vinnu­stunda

Svo stórt verk­efni var þessi heild­ar­end­ur­nýj­un flot­ans að það fóru 12 millj­ón­ir vinnu­stunda starfs­manna MAN í verk­efn­ið og þar af 167.000 stund­ir ein­ung­is í hönn­un þeirra. Þá voru ekn­ir 4 millj­ón­ir kíló­metra við próf­an­ir á nýju bíl­un­um, um 22.000 ný­ir íhlut­ir í bíl­ana smíð­að­ir og alls skrif­að­ar 2,8 millj­ón­ir hug­bún­að­ar­upp­fa­erslna til að baeta virkni þeirra.

Sam­hliða þess­ari þró­un fór fram heild­ar­út­skipt­ing á vél­bún­aði bíla MAN sem all­ar upp­fylla EURO 6 stað­al­inn og hef­ur haft í för með sér allt að 8% minni eldsneyt­is­þörf þeirra. Þess­ar nýju vél­ar nefn­ir MAN EURO 6d og leysa þa­er af hólmi EURO 6c vél­ar MAN, sem þó voru góð­ar og spar­neytn­ar.

Hafa tek­ið stafra­ena nýj­ustu taekni í sína þjón­ustu

MAN hef­ur á síð­ustu ár­um sann­ar­lega tek­ið stafra­ena taekni í sína þjón­ustu og stafra­ena taekni bíl­anna, sem með­al ann­ars laet­ur vita af fyr­ir­hug­uð­um við­halds­að­gerð­um, sem spar­ar mik­ið í við­haldi trukk­anna og trygg­ir há­marks nýt­ingu þeirra. Á þessu sviði standa fram­leið­end­ur vinnu­ta­ekja mun fram­ar fram­leið­end­um fólks­bíla og þarna má segja að

MAN sé leið­andi á með­al fram­leið­enda at­vinnu­ta­ekja.

Svo vel seg­ist MAN hafa lukk­ast til við þró­un sinna bíla í sam­starfi við sína við­skipta­vini að sölu­menn þeirra þurfa að­eins að selja fyrsta bíl­inn af hverri gerð en rest­in selst ein­fald­lega með orð­rómi um bíl­ana. Það fer því ekki mik­ill tími hjá sölu­mönn­um MAN í mark­aðs­fa­ersl­ur held­ur fer tím­inn í að sér­hanna hvern bíl að þörf­um hvers við­skipta­vin­ar og setja pant­an­ir í kerf­ið. Frem­ur öf­unds­verð staða þar.

Langt á und­an lög­bundn­um kröf­um um ör­ugg­an akst­ur

Með­al nýj­unga í bíl­um MAN er „Turn Ass­ist“að­stoð­ar­kerfi sem var­ar öku­menn við naerliggj­andi um­ferð og trygg­ir ör­ugg­ari akst­ur. Þetta kerfi er nú til­bú­ið ein­um 4 ár­um áð­ur en lög­boð­in krafa verð­ur gerð um slík­an bún­að. Með þess­um nýju bíl­um MAN hef­ur ver­ið lögð gríð­ar­mik­il áhersla á þa­eg­indi fyr­ir öku­menn og eins og áð­ur sagði er hreint magn­að að sjá hversu vel er hugs­að fyr­ir öll­um þörf­um öku­manna í akstri með ein­föld­un stjórnta­ekja, frá­ba­er­um sa­et­um og flottu vinnu­um­hverfi.

Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er svo það um­hverfi sem þeim er skap­að milli akst­urs. Svefn­að­staða, geymslu­hólf, bún­að­ur til af­þrey­ing­ar, sam­skipti, geymsla mat­vaela og drykkja og eld­un er orð­in svo frá­ba­er að undr­un sa­et­ir og dreg­ur úr vorkunn­semi í garð þeirra sem sinna þess­um krefj­andi störf­um sem akst­ur trukka fel­ur í sér.

Við­var­andi skort­ur á trukka­bíl­stjór­um í Þýskalandi

En talandi um trukka­bíl­stjóra þá er við­var­andi skort­ur á trukka­bíl­stjór­um víða um heim. Það á við í heimalandi MAN, Þýskalandi, en þar er tal­ið að skorti um 150.000 nýja bíl­stjóra á naestu 2 ár­um. Sama staða er víða uppi og ekki vant­ar þá faerri í hinum stóru Banda­ríkj­un­um sem og víð­ar í víð­lendri Evr­ópu.

MAN kynnti hina nýju trukka­línu sína fyrr á ár­inu í Ba­ska­borg­inni Bil­bao á Spáni og naut grein­ar­rit­ari þess að vera við­stadd­ur og ekki skemmdi stað­setn­ing­in fyr­ir. Bil­bao hef­ur breyst á und­an­förn­um ára­tug­um úr frem­ur sóða­legri borg í gull­fal­legt stolt hér­aðs­ins, sem með­al ann­ars skart­ar stór­glaesi­legu Gug­genheim-safni í einni fal­leg­ustu bygg­ingu álf­unn­ar.

Auð­ekn­ir 40 tonna trukk­ar

En trukk­ar MAN stálu sen­unni þessa daga sem kynn­ing þeirra fór fram og þeir sem njóta þess að berja aug­um flotta flutn­inga­bíla fengu sitt þessa daga. Að auki bauðst öll­um blaða­mönn­um sem sóttu kynn­ing­una að prófa trukk­ana og það þurfti ekki mik­ið að hvetja und­ir­rit­að­an til próf­un­ar á þeim.

Það sa­et­ir furðu hversu þa­egi­legt og auð­velt það er fyr­ir hinn venju­lega mann, sem jafn­vel er ekki með meira­próf, að stjórna þess­um full­komnu bíl­um sem vega allt að 40 tonn­um. Afl þeirra vek­ur einnig furðu, vist­legt inn­an­rými þeirra sem er eng­inn eft­ir­bát­ur vel hann­aðra fólks­bíla, en um­fram allt hversu vel fer um öku­mann.

 ??  ?? MAN hef­ur á síð­ustu ár­um sann­ar­lega tek­ið stafra­ena taekni í sína þjón­ustu og stafra­ena taekni bíl­anna. Þeir eru þa­egi­leg­ir í akstri og nú­tíma­leg­ir að gerð.
MAN hef­ur á síð­ustu ár­um sann­ar­lega tek­ið stafra­ena taekni í sína þjón­ustu og stafra­ena taekni bíl­anna. Þeir eru þa­egi­leg­ir í akstri og nú­tíma­leg­ir að gerð.
 ??  ?? Nýju MAN bíl­arn­ir sem kynnt­ir voru fyrr á ár­inu.
Nýju MAN bíl­arn­ir sem kynnt­ir voru fyrr á ár­inu.
 ??  ?? Snjall­bún­að­ur í bíln­um ger­ir líf­ið skemmti­legra fyr­ir öku­mann­inn á ferð.
Snjall­bún­að­ur í bíln­um ger­ir líf­ið skemmti­legra fyr­ir öku­mann­inn á ferð.
 ??  ?? Þa­eg­ind­in fyr­ir öku­mann­inn eru í há­veg­um höfð í nýj­ustu bíl­un­um og með öllu því nýj­asta.
Þa­eg­ind­in fyr­ir öku­mann­inn eru í há­veg­um höfð í nýj­ustu bíl­un­um og með öllu því nýj­asta.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland