Við reddum því sem þarf
Trukkur.is hefur um árabil flutt inn notaðar sem nýjar vörubifreiðar og atvinnutaeki ásamt varahlutum, krókheysispöllum og faeranlegum vinnuskúrum. Áhersla er lögð á að finna sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini.
Trukkur ehf., eða trukkur.is, var stofnað árið 2013 og er leiðandi fyrirtaeki í sölu og innflutningi á notuðum og nýjum vörubifreiðum og vinnuvélum. Hafþór Rúnar Sigurðsson, eigandi, segir starfsemi fyrirtaekisins fjölbreytta og sveigjanlega.
„Við erum í innflutningi og sölu á vinnuvélum, vörubílum og öllu sem því tengist, varahlutum og þess háttar. Við seljum baeði ný og notuð taeki og erum að leita lausna fyrir menn, alveg sama hvað þá vantar í sjálfu sér. Það er svona það helsta sem við gerum,“skýrir hann frá.
Fjölbreytt vöruúrval fyrir ólíka hópa viðskiptavina
„Þetta er svona hálfgerð umboðsskrifstofa. Við erum tveir sem erum hérna, ég og Guðmundur,“segir Hafþór og á þá við Guðmund Bjarnarson, vélvirkja og sölumann, sem hóf störf hjá fyrirtaekinu snemma árs 2018.
Þrátt fyrir smaeð fyrirtaekisins er úrvalið mikið og taekin stór. „Við bjóðum upp á krókheysispalla í miklu úrvali, varahluti í vinnuvélar, vörubíla, dráttarvélar, uppgerðar bílvélar, gírkassa, sjálfskiptingar í vörubifreiðar, hjólbarða, GPS-flotastýringarkerfi og margt fleira. Svo erum við líka að selja atvinnutaeki innanlands, milliganga sölur og flytja út líka,“segir Hafþór.
Vinnuvagnarnir sem Trukkar flytja inn og selja koma frá Danmörku. „Við erum í samstarfi við danska fyrirtaekið Scanvogn og erum að flytja inn og selja vagna frá þeim. Þetta eru svona faeranlegar vinnustöðvar, til daemis vinnuskúrar, kaffiskúrar, svefnvagnar eða eitthvað slíkt,“útskýrir Hafþór.
Vörurnar eru smáar sem stórar en eitt af því sem Trukkur.is býður upp á er vandað og meðfaerilegt GPS-taeki, sem Hafþór segir vera minnsta taeki sinnar tegundar á heimsvísu. „Við erum líka með MiniFinder Zepto en það er heimsins minnsta GPStaeki fyrir bifreiðar. Það er með hraðtengingu við farartaekisgreiningarhólf, OBD-tengi og það er fimm ára ábyrgð.“
Áhersla á trausta, lausnamiðaða og skjóta þjónustu
Viðskiptavinir fyrirtaekisins eru einnig af öllum staerðum og gerðum. „Okkar viðskiptavinir eru meðal annars verktakar, baendur og einstaklingar, í raun öll flóran myndi ég segja.“
Einkunnarorð fyrirtaekisins eru áreiðanleiki, traust og lausnamiðun. „Þú getur treyst á okkur. Við reynum alltaf að þjónusta viðskiptavini okkar eftir bestu getu og sjáum til þess að þeir fái sína vöru. Við leitumst við að útvega fólki bestu mögulegu lausnina,“segir Hafþór. „Við leggjum líka áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á snögga þjónustu, erum drífandi og reynum að koma vörunni eins fljótt og auðið er í þínar hendur.“
Það er varla til það verkefni sem Trukkur.is getur ekki leyst. „Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að þá hefur þú samband við okkur og við reddum því fyrir þig, það er alltaf til einhver lausn.“
Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að þá hefur þú samband við okkur og við reddum því fyrir þig, það er alltaf til einhver lausn.
Flutningaiðnaðurinn er afskaplega mikilvaegur hluti af markaðshagkerfi nútímans og veltir gríðarlegum upphaeðum. Það er því til margs að vinna í framtíðarþróun, ekki síst í breyttu landslagi taekni og taekifaera. Þar ber helst að nefna möguleikann á sjálfkeyrandi flutningabílum sem faerist ae naer raunveruleikanum eftir því sem taekninni fleygir fram. Ýmislegt er á döfinni þegar kemur að sjálfkeyrandi vörubílum. Fyrirtaekjum, sem sýna þessum nýju flutningsháttum áhuga hefur fjölgað, taekninni fleygir fram, lagaumhverfið er í endurskoðun og dagurinn þegar enginn kippir sér upp við að sjá bílstjóralausa vörubíla á vegum úti faerist stöðugt naer.
Aukin hagkvaemni
Margir í flutningsiðnaðinum eru spenntir fyrir þessari framþróun og segja að hún komi til með að auka hagkvaemni í flutningum, spara bensín og minnka slit á vegum auk þess sem öryggismál muni batna umtalsvert, en aðrir eru uggandi og finnst vegið að starfsöryggi heillar stéttar auk þess sem þeir telja að tölva muni aldrei ná þeirri faerni sem þarf til að meta aðstaeður nógu hratt og örugglega.
Reynsluakstur hafinn
Mörg stórfyrirtaeki eru um hituna þegar kemur að sjálfkeyrandi flutningabílum og eru prófanir þegar hafnar, enda mikið í húfi fyrir þá sem ná forskoti í þessari grein og taeknileyndarmála er gaett svo vel að lítið er um þessar prófanir vitað. Meðal fyrirtaekja sem vinna að þróun sjálfkeyrandi flutningabíla má nefna Waymo, dótturfyrirtaeki Google, hinn gamalgróna bifreiðaframleiðanda Daimler, taeknirisann og bílaframleiðandann Tesla, kínverskbandaríska fyrirtaekið TuSimple, sem notar myndavélataekni frekar en leiserdrifna ratsjá, sem er algengasta aðferðin við þróun á sjálfkeyrandi bílum, og Starsky en það fyrirtaeki sendi í vetur sjálfkeyrandi flutningabíla út á þjóðvegina í Flórída, án öryggisökumanna og án þess að láta nokkurn vita af því. Flest fyrirtaekin senda þó bílstjóra með í reynsluakstur og sum segjast jafnvel ekki aetla að útrýma hlutverki bílstjórans heldur gera það þaegilegra og öruggara.
Tilraunir með sjálfkeyrandi bíla hafa staðið yfir í naestum áratug og hafa gefist vel, í mörg þúsund tilraunaferðum er slysatíðni afskaplega lág og aðeins eitt þekkt tilfelli þar sem sjálfkeyrandi bíllinn var í órétti. Það lítur því út fyrir að sjálfkeyrandi fólksbílar muni innan skamms leysa af hólmi flesta ökumenn með tilheyrandi samfélagsbreytingum. En sjálfkeyrandi fólksbíll er ekki það sama og sjálfkeyrandi flutningabíll. Flutningabílar eru að sjálfsögðu mun staerri og því þyngri í vöfum, eru lengur að bregðast við, hemla, beygja og svo framvegis en minni ökutaeki.
Ýmsar spurningar
Þá er enn ósvarað ýmsum taeknilegum spurningum sem snúa að staðsetningu skynjara, miðað við ökusvið farartaekisins og svo staersta atriðið fyrir okkur hér á norðurhjara, sem er sú staðreynd að illa gengur að kenna sjálfkeyrandi bílum að aka í snjó og í raun við allar aðrar aðstaeður en sól og sumaryl. Snjór og regn geta baeði truflað skynjara og hreinlega lokað þeim, falið merkingar á vegum sem ökutölva bílsins er þjálfuð í að lesa og að auki eru forrit sem eru hönnuð til að bera kennsl á önnur farartaeki og fótgangandi í björtu sólskini ekki vel til þess fallin að þekkja bifreiðar með snjóhrúgur á þakinu eða fólk í bosmamiklum snjóklaeðnaði úr umhverfi sem einnig er síbreytilegt eftir því hvernig vindar blása snjó til og frá.
Hvað með bílstjórana?
Þrátt fyrir þetta eru framleiðendur sjálfkeyrandi flutningabíla vongóðir um að þessi stórskip verði komin á göturnar í hlýju og jöfnu loftslagi innan tíðar, jafnvel á naesta eða þarnaesta ári þar sem auðvelt er að forrita tölvur til að sinna þeim akstri sem best er að viðhafa á þjóðvegum þar sem flutningabílar verja mestum aksturstíma. Sumir ganga jafnvel svo langt að áaetla að sjálfkeyrandi flutningabílar verði komnir á vegina á undan sjálfkeyrandi fólksbílum. Það eru þó enn hnökrar á taekninni sem þarf að leysa og lög sem þarf að setja um hvernig akstri slíkra farartaekja skuli háttað.
Eitt álitamálið snýr einmitt að stöðu bifreiðastjóra flutningabíla og hvort tilkoma sjálfkeyrandi flutningabíla þýði sjálfkrafa að sú starfsstétt sé liðin undir lok. Eins og áður kom fram er bílstjóri með í öllum aefingaferðum sem eknar eru á vegum þróunaraðila, tilbúinn að grípa inn í ef til þarf því það er ýmislegt sem getur farið úrskeiðis í flutningabíl á ofurhraða eftir þjóðvegi. Störf bílstjóranna munu þó vissulega breytast. Ekki verður aetlast til þess að þeir keyri jafn mikið og áður sem aetti sannarlega að vera til bóta. Starf bílstjórans gaeti mögulega orðið eins og starf flugstjóra í flugvél. Flutningabíllinn getur alveg keyrt sjálfur en almenningur slakar betur á ef vitað er af lifandi einstaklingi bak við stýrið, svona til öryggis.