Fréttablaðið - Serblod

Hlauptu skóg­ur! Hlauptu!

-

Þau sem hafa horft á For­rest Gump vita að hlaup spila stórt hlut­verk í mynd­inni. For­rest laer­ir ung­ur að hlaupa burtu frá hrekkja­lóm­um og kemst fljótt upp á lag með að hlaupa ansi langt. Einn dag­inn ákveð­ur For­rest að fara út að hlaupa og end­ar á að hlaupa í rúm­lega þrjú ár út um öll Banda­rík­in. Það seg­ir sig sjálft að leik­ar­inn Tom Hanks þurfti að hlaupa ansi mik­ið við tök­ur á mynd­inni en sjálf­ur hef­ur hann sagt að hann sé ekki mik­ill hlaup­ari. Til að þreyta ekki leik­ar­ann um of var bróð­ir hans, Jim Hanks, feng­inn til að hlaupa í mörg­um af víðu skot­un­um. Fleiri stað­gengl­ar voru upp­runa­lega fengn­ir í starf­ið en Jim Hanks var sá eini sem náði að herma eft­ir hinum sér­staka hlaupa­stíl bróð­ur síns.

 ?? MYND/GETTY ?? For­rest Gump hljóp mörg þús­und kíló­metra.
MYND/GETTY For­rest Gump hljóp mörg þús­und kíló­metra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland