Hlauptu skógur! Hlauptu!
Þau sem hafa horft á Forrest Gump vita að hlaup spila stórt hlutverk í myndinni. Forrest laerir ungur að hlaupa burtu frá hrekkjalómum og kemst fljótt upp á lag með að hlaupa ansi langt. Einn daginn ákveður Forrest að fara út að hlaupa og endar á að hlaupa í rúmlega þrjú ár út um öll Bandaríkin. Það segir sig sjálft að leikarinn Tom Hanks þurfti að hlaupa ansi mikið við tökur á myndinni en sjálfur hefur hann sagt að hann sé ekki mikill hlaupari. Til að þreyta ekki leikarann um of var bróðir hans, Jim Hanks, fenginn til að hlaupa í mörgum af víðu skotunum. Fleiri staðgenglar voru upprunalega fengnir í starfið en Jim Hanks var sá eini sem náði að herma eftir hinum sérstaka hlaupastíl bróður síns.