Skórnir gefa hlaupurum góð ráð
Á undanförnum árum hefur áhugi fólks á útihlaupum aukist mikið. Um leið eru gerðar meiri kröfur um að skóbúnaður sé vandaður og þaegilegur. Under Armour og Mizuno hafa brugðist við þeirri eftirspurn.
Íþróttaverslunin Altis hefur lagt áherslu á að bjóða vandaða gaeðaskó frá bandaríska risanum Under Armour og gamalgróna, japanska framleiðandanum Mizuno. Baeði hafa þessi merki verið mjög vinsael meðal hlaupara. Mizuno hefur verið starfraekt frá árinu 1906 og öll framleiðslan er byggð á góðum grunni.
Ásgeir Jóhannes Gunnarsson, framkvaemdarstjóri íþróttasviðs hjá Altis, segir að Under Armour hafi á undanförnum árum lagt sig fram um að sinna hlaupurum á sem bestan hátt og þróað ýmsar nýjungar til að auðvelda þeim lífið. „Það nýjasta frá Under Armour eru vandaðir hlaupaskór með svokallaðri HOVR-dempun sem styður vel við fótinn með mýkt. Önnur nýjung í skónum er flaga með hugbúnaði sem tengist appi. Við erum með breiða línu af HOVR hlaupaskóm frá Under Armour. Þessir skór gera það að verkum að það er eins og maður svífi um því púðarnir eru unnir á einstakan hátt með sérhannaðri léttri froðu. HOVR dempun kom á markað fyrir þremur árum og hefur notið mikilla vinsaelda. Meðfram þróun á HOVR hefur fyrirtaekið aukið taeknina í skónum og lagt áherslu á gaeði og fallegt útlit. Ég get til daemis nefnt skó sem heita HOVR Machina sem eru nýjung og henta vel þeim sem þurfa mjúka hlaupaskó en vilja samt snerpu sem þarf í hröð hlaup,“segir Ásgeir.
Tengjast appi
„Það sem gerir Under Armour skóna sérstaka er flaga sem tengist við app sem nefnist MapMyRun en með því er hlauparinn kominn með þjálfara í skóna sína. Í gegnum appið getur hann fylgst nákvaemlega með hlaupinu, kílómetrum, skrefalengd eða skrefafjölda og eftir hlaupið gefur appið ýmis góð hlauparáð. Appið segir til daemis til um hvernig haegt er að baeta hlaupastílinn. Þessi taekni er algjör snilld og er mjög sniðug fyrir þá sem eru ekki með snjallúr en líka fyrir þá sem eru með úr því appið gefur mun ítarlegri leiðsögn um hlaupið. Með appinu getur hlauparinn því baett hlaupin til muna þar sem upp koma ýmsar aefingar tengdar hlaupataekninni. Ég myndi maela með HOVR Machina og HOVR Infinite fyrir þá sem aetla í lengri hlaup og maraþon. Einnig myndi ég maela með HOVR Guardian sem innanfótarstyrktum skóm,“segir Ásgeir. „Í HOVR-línunni eru skór sem henta vel á hlaupabretti sem nefnast Sonic og Phantom. Þeir eru baeði götuskór og haegt að nota á bretti, stílhreinir og fallegir.“
Vel þekktir skór frá Japan
Mizuno er önnur gerð hlaupaskóa sem hann maelir með. „Þetta er gamalgróið merki sem hefur sérhaeft sig í hlaupaskóm. Þeir eru með götuskó og eru mjög sterkir í utanvegahlaupum. Þetta eru mjög góðir skór til að hlaupa á Esjuna, Helgafellið eða önnur fjöll. Ég myndi maela með Hayate en þeir eru léttir og henta vel í sneggri og styttri utanvegahlaup. Skórnir hafa sérstaklega gott grip enda er Michelin gúmmí í botninum. Fyrir þá sem eru að leita að skóm sem gott er að ganga í eða skokka utanvegar get ég bent á aðra skó frá Mizuno sem nefnast Wave-Daichi og eru með grófum botni. Þessir skór hafa verið mjög vinsaelir og henta vel fyrir þá sem vilja hlaupa utanvegar. Mizuno býður líka upp á hlutlausa og mjúka skó en það eru Wave Rider en þeir eru gamalkunnir þó sífellt sé verið að baeta og þróa skóinn.Haegt er að fá þessa skó í Gore-Tex en þá eru þeir vatnsheldir,“segir Ásgeir.
Skórnir skipta máli
„Skórnir skipta miklu máli fyrir hlauparann. Einnig þarf að huga af því að skór hafa ákveðinn endingartíma en appið segir þér hvenaer rétti tíminn er kominn til að endurnýja skóna,“útskýrir hann. „Við höfum tekið eftir því undanfarið að sífellt fleiri fara út að hlaupa. Mjög margir fóru af stað í samkomubanninu og þeir munu halda áfram að hlaupa. Það fyrsta sem þarf að huga að eru góðir og vandaðir skór. Við getum boðið skó fyrir öll hlaup, jafnt fyrir þá sem eru að byrja og hina sem lengra eru komnir og stunda maraþonhlaup,“segir Ásgeir.
Hjá Under Armour er sömuleiðis mikið úrval af góðum fatnaði sem hentar vel í hlaup. Baeði innan undir og yfirhafnir. „Við erum með geysimikið úrval af alls kyns aefingafötum sem henta fyrir hlaup og aðra líkamsraekt. Það er misjafnt hvað fólk þarf en í verslunum Altis faer fólk ráðgjöf um hvaða skór eða fatnaður hentar best viðkomandi íþrótt. Sumir eru byrjendur en aðrir lengra komnir en við þjónustum alla. Við leggjum áherslu á að fólk fari út að hlaupa á góðum og vönduðum skóm. Hugbúnaður í skónum gerir það að verkum að auðvelt er að fylgast með árangri og heilsufari. Under Armour er leiðandi á þessu taeknisviði sem eflaust á eftir að heyrast meira af í framtíðinni.“
Altis er með öfluga netsíðu, altis.is, en þar er haegt er að kynna sér vörurnar og kaupa. Vörur eru sendar um allt land. „Einnig notfaera sér margir netverslunina til að skoða vöruúrvalið en koma síðan í búðina til að máta og skoða frekar,“segir Ásgeir.
Altis er með verslanir í Kringlunni á bíógangi og í Baejarhrauni í Hafnarfirði. Allar helstu íþróttaverslanir selja vörur frá Altis eins og Under Armour og Mizuno en þessi íþróttamerki eru orðin mjög þekkt í skóm og aefingafatnaði.