Fréttablaðið - Serblod

Fékk heldur óvaentan gest á öngulinn

Roman Wodowski var ungur þegar hann fór í fyrstu veiðina með afa sínum. Þá var hann bara fimm ára gutti í Póllandi, en áhuginn kviknaði strax.

- Jóhanna María Einarsdótt­ir johannamar­ia@frettablad­id.is

Við afi fórum mikið saman að veiða í öllum fríum þegar ég var strákur. Við veiddum ýmist vatnakarpa, geddu eða steinbít í hinum ýmsu vötnum og ám í Póllandi. Einnig fór ég oft að veiða með móður minni og bróður áður en ég flutti til Íslands,“segir Roman, sem hefur starfað sem bílstjóri hjá Straetó í tvö ár. Áður keyrði hann rútu fyrir eitt af ferðaþjónu­stufyrirta­ekjunum í Reykjavík.

Roman flutti til Íslands árið 2007 með konu sinni og eftir að hafa búið hér í eitt ár byrjaði veiðiþráin að láta kraela á sér.

Veiðiáhugi­nn hefur í raun aldrei dvínað hjá Roman, enda segir hann þetta áhugamál veita sér ró og frið. „Veiðin gerir mér kleift að vera í snertingu við náttúruna og upplifa hana á aevintýral­egan máta. Ég get skilið öll vandamál eftir og unað áhyggjulau­s við vatnsniðin­n.“

Roman fer mikið að veiða í frístundum. „Ég reyni að nýta hvert taekifaeri sem gefst, en að sjálfsögðu er konan með í ráðum, og ef hún hefur eitthvað annað í huga þá að sjálfsögðu gerum við eitthvað saman.

Ég hef mest gaman af því að veiða urriða, lax, sjóbirting og bleikju. Þá veiði ég reglulega í Þingvallav­atni enda er það uppáhaldsv­eiðistaður­inn minn, en ég hef líka skellt mér í laxveiði í Rangá og á fleiri stöðum kringum landið, baeði í vötnum, ám og við ströndina. Markmiðið er ekki að veiða til matar. Ég er mestmegnis í því að veiða fiskinn og sleppa honum svo.“Staersti fiskurinn sem Roman hefur veitt á Íslandi var urriði úr Þingvallav­atni. „Hann var um metri að lengd og hvorki meira né minna en níu kíló.“

Óvaentur gestur

Eitt sinn var Roman að veiða við ströndina ekki langt frá Selfossi og fékk heldur óvaentan gest á öngulinn: „Ég var á höttunum eftir þorski og ýsu. Það beit á öngulinn og ég dró inn. Kemur þá ekki upp úr kafinu vígalegur hákarl. Hann hefur verið um 5-6 kíló og um metri að lengd. Ég sleppti honum að sjálfsögðu aftur eftir að hafa smellt af einni mynd á símann. Því miður á ég ekki myndina lengur því þessi sími eyðilagðis­t. Þetta var í fyrsta og eina sinn sem ég hef nokkurn tíma veitt hákarl.“

Hann var um metri að lengd og hvorki meira né minna en níu kíló.

 ??  ?? Roman heldur hér á glaesilegu­m laxi úr Rangá.
Roman heldur hér á glaesilegu­m laxi úr Rangá.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland