457 hestafla Explorer PHEV
Bíllinn er búinn þriggja lítra V6-vél og rafmótor ásamt 10 þrepa sjálfskiptingu.
Fyrir utan hreina rafbíla eru öflugir tengiltvinnbílar þar sem viðskiptavinir umboðanna vilja í dag. Ekki er verra ef bíllinn er með jepplingslagi og staerri sportjeppar með tvinnaflrás seljast sem aldrei fyrr.
Glaený tengiltvinnútgáfa Ford Explorer er komin til Brimborgar og verður frumsýnd þar á naestunni. Bíllinn er búinn öflugri tvinnaflrás sem er samsett af 3,0 lítra EcoBoost V6 bensínvél auk rafmótors og tíu þrepa sjálfskiptingu. Rafhlaðan er 13,1 kWst og skila aflrásirnar samanlagt 457 hestöflum og 840 newtonmetrum af togi. Explorer er sjö saeta lúxusjeppi með góða veghaeð, eða 20 sentimetra, og dráttargetu upp á 2.500 kíló. Draegi Explorer í borgarakstri á hreinu rafmagni er 42 kílómetrar segir meðal annars í fréttatilkynningu frá Brimborg. Það vantar heldur ekki geymslupláss í nýjum Explorer. Þegar aftasta saetaröðin er felld niður þá maelist farangursrýmið 2.274 lítrar. Innra rýmið býður upp á 123 lítra geymslupláss um allan bílinn sem gefur öllum farþegum gott pláss fyrir sig og sína hluti. Þar með eru taldir 12 glasahaldarar.
Nýr Ford Explorer PHEV kemur í tveimur útgáfum, Platinum og ST-Line útgáfu. Báðar þessar útgáfur eru vel búnar staðalbúnaði. Hann er með 10,1 tommu snertiskjá, nýjustu útgáfuna af SYNC 3, með FordPass Connect tengingu, B & O hljóðkerfi með 14 hátölurum og nudd í framsaetum. Að auki er 360 gráðu myndavél með tvískiptum skjá, fjarlaegðarstillanlegur hraðastillir, BLIS með aðvörun fyrir hliðarumferð, umferðaskiltalesari og veglínuskynjari, árekstrarvari að framan sem skynjar einnig gangandi og hjólandi vegfarendur til að tryggja öryggi. Að sögn Anítu Óskar Jóhannsdóttur, markaðsstjóra Brimborgar, mun nýr Ford Explorer PHEV kosta frá 11.990.000 kr. og mun þá keppa við bíla eins og Volvo XC90 T8 og nýjan Kia Sorento í tengiltvinnútgáfu.