Fréttablaðið - Serblod

457 hestafla Explor­er PHEV

-

Bíll­inn er bú­inn þriggja lítra V6-vél og raf­mótor ásamt 10 þrepa sjálf­skipt­ingu.

Fyr­ir ut­an hreina raf­bíla eru öfl­ug­ir ten­gilt­vinn­bíl­ar þar sem við­skipta­vin­ir um­boð­anna vilja í dag. Ekki er verra ef bíll­inn er með jepp­lingslagi og staerri sportjepp­ar með tvinnaflrá­s selj­ast sem aldrei fyrr.

Gla­ený ten­gilt­vinnút­gáfa Ford Explor­er er kom­in til Brim­borg­ar og verð­ur frum­sýnd þar á naest­unni. Bíll­inn er bú­inn öfl­ugri tvinnaflrá­s sem er sam­sett af 3,0 lítra EcoBoost V6 bens­ín­vél auk raf­mótors og tíu þrepa sjálf­skipt­ingu. Raf­hlað­an er 13,1 kWst og skila afl­rás­irn­ar sam­an­lagt 457 hest­öfl­um og 840 newt­on­metr­um af togi. Explor­er er sjö sa­eta lúxusjeppi með góða veg­haeð, eða 20 senti­metra, og drátt­ar­getu upp á 2.500 kíló. Dra­egi Explor­er í borg­arakstri á hreinu raf­magni er 42 kíló­metr­ar seg­ir með­al ann­ars í frétta­til­kynn­ingu frá Brim­borg. Það vant­ar held­ur ekki geymsluplá­ss í nýj­um Explor­er. Þeg­ar aft­asta sa­etaröð­in er felld nið­ur þá mael­ist far­ang­urs­rým­ið 2.274 lítr­ar. Innra rým­ið býð­ur upp á 123 lítra geymsluplá­ss um all­an bíl­inn sem gef­ur öll­um far­þeg­um gott pláss fyr­ir sig og sína hluti. Þar með eru tald­ir 12 gla­sa­hald­ar­ar.

Nýr Ford Explor­er PHEV kem­ur í tveim­ur út­gáf­um, Plat­in­um og ST-Line út­gáfu. Báð­ar þess­ar út­gáf­ur eru vel bún­ar stað­al­bún­aði. Hann er með 10,1 tommu snerti­skjá, nýj­ustu út­gáf­una af SYNC 3, með For­dPass Conn­ect teng­ingu, B & O hljóð­kerfi með 14 há­töl­ur­um og nudd í framsa­et­um. Að auki er 360 gráðu mynda­vél með tví­skipt­um skjá, fjar­la­egð­arstill­an­leg­ur hrað­astill­ir, BLIS með að­vör­un fyr­ir hlið­ar­um­ferð, um­ferða­skilta­les­ari og veg­línu­skynj­ari, árekstr­ar­vari að fram­an sem skynj­ar einnig gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur til að tryggja ör­yggi. Að sögn Anítu Ósk­ar Jó­hanns­dótt­ur, mark­aðs­stjóra Brim­borg­ar, mun nýr Ford Explor­er PHEV kosta frá 11.990.000 kr. og mun þá keppa við bíla eins og Vol­vo XC90 T8 og nýj­an Kia Sor­ento í ten­gilt­vinnút­gáfu.

 ??  ??
 ??  ?? Nýr Ford Explor­er PHEV er end­ur­hann­að­ur frá grunni með nýju út­liti.
Nýr Ford Explor­er PHEV er end­ur­hann­að­ur frá grunni með nýju út­liti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland