Fréttablaðið - Serblod

VW sýn­ir mynd­ir af ID.4-rafjepp­lingn­um

-

Volkswagen er far­ið að hita upp fyr­ir frum­sýn­ingu ID.4 rafjepp­lings­ins sem frum­sýnd­ur verð­ur seinna í mán­uð­in­um. Frum­sýna átti bíl­inn á bíla­sýn­ing­unni í New York í apríl en kór­óna­vírus­inn kom í veg fyr­ir það eins og margt ann­að.

Nýi ID.4 rafjepp­ling­ur­inn er kom­inn í fram­leiðslu hjá Volkswagen í verk­smiðju fram­leið­and­ans í Zwic­kau. Bíll­inn verð­ur frum­sýnd­ur í sept­em­ber og VW lét frá sér tölvu­gerð­ar teikn­ing­ar í vik­unni af ytra út­liti hans.

VW ID.4 er ann­ar bíll­inn sem Volkswagen bygg­ir á MEB-raf­bíla­botn­plöt­unni. Hann var hann­að­ur sér­stak­lega með lága loft­mót­stöðu í huga eins og sést vel á mynd­un­um. Yfir­hönn­uð­ur VW, Klaus Zyk­i­ora lýs­ir hon­um sem bíl sem mót­að­ur er af vind­in­um, enda er stuð­ull fyr­ir loft­mót­stöðu ID.4 að­eins 0,28. ID.4 bygg­ir á ID Crozz hug­mynda­bíln­um og til stóð að frum­sýna hann á bíla­sýn­ing­unni í New York fyrr á ár­inu en henni var af­lýst vegna kór­óna­víruss­ins. Þótt bíll­inn sé með jepp­lingslagi verð­ur hann að­eins boð­inn með aft­ur­hjóla­drifi til að byrja með. Sá bíll verð­ur með 201 hestafls raf­mótor með 310 newt­on­metra togi. Þeg­ar fjór­hjóla­drifna út­gáf­an kem­ur á mark­að baet­ist 101 hestafl við og 137 newt­on­metr­ar af togi, svo að heild­ar­út­kom­an verð­ur 302 hest­öfl og 450 newt­on­metr­ar. Haegt verð­ur að fá hann með mis­mun­andi staerð­um raf­hlaða en sú staersta verð­ur 83 kWst með 500 km dra­egi. Von er á ID.5 í fram­hald­inu sem er Coupé-út­gáfa af ID.4.

Þótt bíll­inn sé með jepp­lingslagi verð­ur hann að­eins boð­inn með aft­ur­hjóla­drifi til að byrja með. Sá bíll verð­ur með 201 hestafls raf­mótor.

 ??  ?? Mynd­ir af bíln­um án felu­bún­að­ar birt­ust ný­lega á vef iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins í Kína en slíkt þarf fyr­ir alla bíla er fara í fram­leiðslu þar í landi.
Mynd­ir af bíln­um án felu­bún­að­ar birt­ust ný­lega á vef iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins í Kína en slíkt þarf fyr­ir alla bíla er fara í fram­leiðslu þar í landi.
 ??  ?? Loft­mót­staða ID.4 er mjög lág eða 0,28 Cd og þyngd­in verð­ur neð­ar­lega.
Loft­mót­staða ID.4 er mjög lág eða 0,28 Cd og þyngd­in verð­ur neð­ar­lega.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland