Fordzilla sýndur á tölvuformi
Ford hefur frumsýnt tölvugerðar teikningar af ofurbíl sem sýndur verður í fullri staerð seinna á árinu. Bíllinn er meðal annars hannaður í samstarfi við áhangendur Ford á netinu, en 225.000 þeirra tóku þátt með því að velja saetisstöðu, innanrými og vél til að mynda. Samkvaemt því sem Ford hefur látið í ljós verður hann með einhverri útgáfu af brunahreyfli, hugsanlega 3,5 lítra V6 EcoBoost vélinni. Um tveggja saeta ofurbíl er að raeða sem getur breytt staerð sinni. Er það gert til að lengri og stöðugri útgáfa standi sig betur á brautum eins og Le Mans á meðan styttri útgáfa hentar betur í Mónakó. Aðeins verður eitt eintak smíðað í fullri staerð en fleiri eintök munu sjást á tölvuskjám þeirra er unun hafa af akstursleikjum í tölvunni.
Um tveggja saeta ofurbíl er að raeða sem breytt getur staerð sinni.