Fréttablaðið - Serblod

Rúss­nesk­ur lúxusjeppi sem lík­ist mjög Rolls

-

Bíll­inn kall­ast Kom­end­ant og er með 4,4 lítra V8-vél sem með tveim­ur for­þjöpp­um skil­ar 600 hest­öfl­um.

Hvergi ann­ars stað­ar en í Rússlandi byggja menn bíla­merki á grunni for­seta­bif­reið­ar lands­ins.Ef það er ekki nóg er best að hanna sér­stakt mótor­hjól til að fylgja for­set­an­um eft­ir. Baeði þessi far­arta­eki komu fram á net­inu fyr­ir skömmu.

Aur­us er bíla­fyr­ir­ta­eki sem stofn­að var með það að mark­miði að þróa og smíða lúxusjeppa sem Vla­dímír Pútín yrði stolt­ur af. Mynd­ir hafa birst af bíln­um á net­inu að und­an­förnu en hann lík­ist mjög Rolls Royce Cull­in­an svo ekki sé meira sagt. Bíll­inn kall­ast Kom­end­ant og er byggð­ur á sama grunni og Senatlúx­us­bíll­inn, en hann var þró­að­ur í sam­starfi við Porsche Eng­ineer­ing og Bosch. Vél­in er 4,4 lítra V8vél sem með tveim­ur for­þjöpp­um skil­ar 600 hest­öfl­um. Orð­róm­ur er um V12-vél með tvinnút­fa­erslu á naestu stig­um.

Þetta far­arta­eki er þó ekki það eina sem Aur­us er með í þró­un en ásamt lúxusjeppa Pútíns er fram­leið­and­inn að þróa mótor­hjól til notk­un­ar fyr­ir lög­reglu lands­ins. Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist af hól­inu aðr­ar en mynd­in sem fylg­ir frétt­inni en þar lít­ur út fyr­ir að hjól­ið sé ekki með vél held­ur raf­hlöðu og raf­mótor. Ekki verð­ur þessi lengi að bíða að Kom­end­ant verði frum­sýnd­ur en frum­sýna átti bíl­inn á Moscow Auto Show sem frest­að var vegna kór­óna­víruss­ins.

 ??  ?? Það er greini­legt að Kom­end­ant er aetl­að að keppa við Rolls Royce Cull­in­an og Bentley Bentayga.
Það er greini­legt að Kom­end­ant er aetl­að að keppa við Rolls Royce Cull­in­an og Bentley Bentayga.
 ??  ?? Svo virð­ist sem að Aur­us-mótor­hjól­ið sé raf­drif­ið enda eng­inn skiptipeda­li á vinstri hl­ið eins og sjá má á mynd­inni sem birt­ist af hjól­inu ný­lega.
Svo virð­ist sem að Aur­us-mótor­hjól­ið sé raf­drif­ið enda eng­inn skiptipeda­li á vinstri hl­ið eins og sjá má á mynd­inni sem birt­ist af hjól­inu ný­lega.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland